Heimsmynd - 01.03.1986, Side 75

Heimsmynd - 01.03.1986, Side 75
Pað er mjög lítil siðfrœðikennsla í skólum og kannski enn minni kennsla í samskiptum og þess vegna höfum við líka verið að rœða að auka þessa hlið kyn- fræðslunnar sem tengist svo mörgum öðr- um greinum eins og til dæmis vímuefna- frœðslu, sagði Nanna Kolbrún. Foreldrar í dag eru orðnir svo óöruggir í foreldra- hlutverkinu. Flestir þora ekki að segja barninu sínu hvað þeim finnst rétt og hvað sé rangt. Og þetta held ég að sé mikilvœgt og ekki aðeins í sambandi við kynlíf heldur allt sem varðar verðmœtam- at og siðferðiskennd almennt í uppeidi. Spurningunni hvort hér skorti kennslu eða leiðbeiningu fyrir börn og unglinga í siðfræði verður ósvarað látið, enda skortir hér allar rannsóknir á þessu sviði eins og Nanna benti á, og gæti slík rann- sókn eins vel leitt í ljós að ástand mála væri gott og betra en sú mynd, sem þeir sem fást við kynfræði í starfi sínu, hafa. En af reynslu þeirra sem um kynlífs- mál fjalla má ætla að flestir unglingar lifi sína fyrstu kynlífsreynslu undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Þá eru þeir fullorðnu sem þurfa á áfengi að halda til að hefja ástaleiki fjölmargir. Bæði er það fólkið sem stundar skemmti- staðina í leit að rekkjunautum, og einnig hjón sem lifa kynlífi helst í tengslum við áfengi. Eg held að þetta hljóti að þessu leyti að endurspegla það óöryggi sem ríkir í sam- skiptum kynjanna, sagði Þorgeir. Við eigum svo erfitt með að nálgast hinn aðil- ann og opna okkur og taka fulla ábyrgð á því sem við gerum - en það er ein mikil- vœgasta forsenda þess að fólk geti notið kynlífs, hvort sem þar er karlmaður eða kona, að geta falið sig annarri persónu á vald alls óhrœddur. Maður finnur þetta mjög oft hjá þeim sem eiga í einhverjum erfiðleikum á kyn- lífssviðinu að náin kynni virðast fylla mörg okkar kvíða. Víman dregur úr þess- um kvíða um stundarsakir en lœknar hann hins vegar ekki og gerir fólk háð vímuástandinu. Nýr bólfélagi bætir engu jákvœðu við og kynnin verða stutt og ófullnægjandi Og Nanna Kolbrún hittir í starfi sínu fólk sem lifir kynlífi sem þessu. Til dæmis fólk sem er að skilja við maka sinn, eða stendur á öðrum tíma- mótum í lífinu. En mjög fljótlega segir þetta fólk: „Ég bara vil þetta ekki. Þetta bara gagnar mér ekki.“ En þó það berist fréttir af því erlendis frá að kynlífsbyltingin svokallaða sé á undanhaldi, og þá ekki síst eftir að AIDS óttinn greip um sig, er ekki þar með sagt að íslendingar hafi ekki áhuga á því að auka fjölbreytni í kynlífinu því í smá- auglýsingum DV hafa undanfarna mán- uði verið auglýstir til sölu víbratorar og önnur tæki og áhöld sem ætluð eru til að lífga upp á kynlífið. Ennþá er verslun þessi rekin sem póst- verslun, þannig að viðskiptavinirnir senda inn 300 krónur og fá þá sendan vörulista myndskreyttan. Síðan eru þrjú hundruð krónurnar dregnar frá fyrstu pöntun. En nú nýverið auglýsti fyrirtæk- ið eftir verslunarhúsnæði þannig að kannski er ekki langt að bíða þess að hér verði opnuð Sex Shops eins og þær gerast við Istedgade og í Soho. Eins og áður segir verslar fyrirtækið með víbratora og önnur tæki og tól sem eiga að auka enn ánægjuna af kynlífinu. Þá selur verslunin kynœsandi undirföt á bæði konur og karla og auk þess bæði smyrsl, vökva og krem sem ýmist eiga að auka kynhvötina, getuna eða löngunina. Forsaga þess að verslun þessi tók til starfa, er að sögn annars eigenda hennar sú, að eftir að AIDS umræðan hófst ákvað hann og félagi hans að ná sér í umboð fyrir verjur; álitu að eftirspurn eftir slíkri vöru hlyti að aukast. Er þeir komu í verksmiðju þá er þeir ætluðu að versla við, kom í ljós að þar voru ekki einungis framleiddar verjur heldur einnig alls kyns aukabúnaður. Eigandi verks- miðjunnar lagði hart að þeim að taka einnig til reynslu nokkra víbratora og létu þeir til leiðast. Og síðan hefur ekki verið aftur snúið, því viðbrögðin við fyrs- tu smáauglýsingunni reyndust geysimikil og nú hafa þeir varla við að taka upp sendingar og senda vítt og breitt um landið. Ef Iitið er í vörulista frá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í kynlífsvörum kennir þar margra grasa. Þar eru víbratorar eða draumaprinsar eins og slík áhöld eru kölluð hér á landi, ellegar þá raffriðlar, af öllum mögulegum stærðum og gerð- um, allt frá stærðum sem vegna líffræði- legra takmarkana geta aldrei orðið neinni konu að gagni niður í þekkilegri stærðir með logagyllta enda. Þá er boðið upp á önnur áhöld, svo sem dúkkur fyrir karlmenn, í fullri lík- amsstærð, og aukaumbúnað, einnig fyrir karlmenn, en til nota við venjulegar sam- farir. Og í öllum bókabúðum er boðið upp á tímarit sem mjög fjalla um kynlíf, og þó aðallega um konur sem kynverur. Þar á meðal eru tímarit sem teljast nú á dögum næsta siðprúð og önnur sem eru öllu grófari. Vilji menn hins vegar grófara klám munu lítil vandkvæði á að útvega það og á nokkrum myndbandaleigum höfuðborgarinnar er næsta auðvelt að leigja léttbláar myndir. Það virðist því vera nægur markaður fyrir söluvöru sem tengist kynlífi. Astæð- urnar geta verið margar. Ein skilgreining á klámi segir að klám sé samansafn draumóra (fantasíu) sem hafa orsakast af truflunum á kynferðislegum þroska. Hvort sem sú skilgreining er rétt eða ekki, virðist næsta víst að klám og aðrar kynlífssöluvörur tengist allverulega draumórum eða fantasíunni, sem nýlegar rannsóknir sýna að er til hjá allflestum einstaklingum og reyndar þykir sýnt að „En af reynslu þeirra sem um kynlífsvandamál fjalla má ætla að flestir unglingar lifi sína fyrstu kynlífsreynslu undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna." HEIMSMYND 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.