Heimsmynd - 01.03.1986, Side 82

Heimsmynd - 01.03.1986, Side 82
HÓPSÁLLR? Þungarokkarinn Eiríkur Hauks- son, segir að gömul gildi eigi aftur vinsældum að fagna. „Hjónaband og fjölskyldulíf eru aftur að komast í tísku.“ (Ljósm.: Arni Sæberg). Þótt Eiríkur Hauksson tónlistarmaður, sem jafnframt starfar sem kennari, til- heyri þeim hópi sem hér hefur verið nefndur þungarokkarar er hann þó ef til vill enn meiri staðfesting á því að „við lifum í heimi efnishyggjunar“, en margur myndi halda. Eiríkur sem er í útliti og klæðaburði hinn táknræni þungarokkari, í snjáðum gallabuxum og gallabuxna- jakka, sem ermarnar hafa verið klipptar af, með griflur á höndum og mikið, sítt hár, starfar sem kennari, er nýgifur, hef- ur nýverið keypt íbúð og á eina dóttur barna. Hann endurspeglar því þessa þversögn, sem kennd hefur verið við '86- kynslóðina. Að hans mati hefur almennt viðhorf ungs fólks mjög breyst. ,,'86-kynslóðin er mikil efnishyggjukynslóð“, segir þunga- rokkarinn Eiríkur. „Hjónabandið er til dæmis mikið að komast í tísku aftur. 18 til 20 ára aldurshópurinn endurspeglar þessa breytingu best held ég. ‘86-kyn- slóðin er orðin materíalískari. Fólk um þrítugt tekur lífsbaráttuna ekki eins al- varlega og yngra fólkið, sem veigrar sér ekki við að skrá sig í byggingarfélög." Eiríkur Hauksson telur sig hafa orðið fyrir áhrifum af aukinni efnishyggju og nefnir sem dæmi íbúðarkaup sín. Hann er tuttugu og fimm ára gamall og segir að sú ákvörðun sé nokkuð sem hann hefði aldrei látið sig dreyma um fyrir tveimur árum eða svo. „Ég fann allt í einu ofsa- lega þörf hjá mér til að kaupa húsnæði og steypa mér í skuldir. Þessi húsnæðiskaup eru spurning um orsök og afleiðingu. Það verður til dæmis alltaf erfiðara og erfið- ara að leigja, sem gæti á hinn bóginn stafað af kreppuástandi. Annars leikur enginn vafi á því að mikill þrýstingur er frá samfélaginu um að maður sé maður með mönnum, eigi fjölskyldu, hús og bíl. Það er alltaf verið að tala um að ekki sé lifandi í þessu þjóðfélagi nema maður fylgi þessu mynstri. Ég veit ekki hvort þetta eru einhver kreppuáhrif." Einu kreppuáhrifin sem hann segist raunveru- lega kannast við eru frá barnsæsku. „Þá fékk ég föt sem eldri systkini mín voru vaxin upp úr og mér líkaði það aldrei illa. Það er kannski þess vegna sem ég er svona latur við að kaupa mér glingur eða legg lítið upp úr dýrum eða vönduðum fatnaði.“ Eiríkur segir að unga kynslóðin nú sé ekki einsleitur hópur. Þessi kynslóð er hópaskipt. Það er til dæmis skírskotað til mín sem þungarokkara og slíkt hugtak væri varla notað, ef það vísaði ekki til ákveðins hóps, sem sker sig úr heildinni. Skiptingin fer ekki svo mikið eftir aldri og innan „míns“ hóps eru mismunandi hópar. Ég hefði til dæmis orðið fyrir- myndar hippi. Bróðir minn var skipti- nemi í Bandaríkjunum um tíma og kom heim með hár niður á bak. Mér fannst það æði. Þungarokk eða framsækið rokk er hins vegar ekki í anda gamla hippatímabilsins en lífstíllinn sem er því samfara og kannski pönkinu er ekki ósvipaður. Að mörgu leyti er hér um sömu hópsálirnar að ræða. Fólk myndar stóra hópa í anda einhverrar ákveðinnar stefnu, til dæmis tónlistarstefnu og bakkar hvert annað upp. Hann segist sjálfur vera hópsál. „Mér hefur alltaf fundist einstaklings- hyggjan blómstra of mikið á íslandi. Ég er þess vegna svolítið hvekktur á því að ’86-kynslóðin skyldi missa af hippatíma- bilinu, sem er að mínu mati eini tíminn þar sem fólk losnaði svolítið undan þess- ari einstaklingshyggju." En þrátt fyrir það segist hann finna að hann sleppi ekki undan þessu fremur en aðrir jafnaldrar sínir. 4 i Á FRAMABRAUT Ólafur Árnason, fulltrúi þess hóps ungu kyn- slóðarinnar nú sem margir telja til ungs fólks á framabraut. „Sá hópur er tví- mælalaust sá fjölmennasti innan þessarar kynslóðar.“ (Ljósm.: Árni Sæberg). Ólafur Arnarson er 23 ára viðskipta- fræðinemi í sambúð, var fulltrúi Vöku í Lánasjóði íslenskra námsmanna og telur sig til þess hóps ungu kynslóðarinnar, sem er ungt fólk á framabraut. Hann segir um ungu kynslóðina nú að tilhneig- ing sé til hópaskiptingar en þó telji hann tvo hópa mest áberandi, annars vegar “fólk sem geri sér grein fyrir að lífsbarátt- an sé hörð, að þetta sé harður heimur. * Þessi hópur sem hefur verið nefndur ungt fólk á framabraut eða uppar, er tvímæla- laust langstærsti hópur þessarar kynslóð- ar.“ Hann aftekur þó með öllu að efnis- hyggjan sé alls ráðandi eða að þetta unga fólki hafi ekki áhuga á andlegum efnum. „Ég held að við séum mun síður for- dómafull en þessi svokallaða ‘68-kynslóð og það sem einkennir okkur helst er við- ^ leitnin að breyta ekki öðrum. Við erum það mikið einstaklingshyggjufólk að við viljum leyfa náunganum að fara sínu fram í því sem hann vill.“ t Ólafur Arnarson talar um sína kynslóð sem kreppukynslóð. Af nokkru stolti tal- 82 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.