Heimsmynd - 01.03.1986, Side 98
MERYL
STREEP
*■
„Já, af hverju haldið þið að það sé
talað um ljóskur sem kuldalegar og þær
dökkhærðu sem ástríðufullar."
-Enn eigum við erfitt með að meðtaka
svarið. - Gerir fólk það?
„Já.“
-Flestum ber saman um að Meryl Streep
sé falleg, ljóshærð eða brúnhærð. Hins
vegar hefur hún lítið breytt útliti sínu í þá
átt að líkjast hinni raunverulegu Karen
Blixen, sem okkur er sagt að hafi verið
bæði lítil og feit.
„Já, hún hafði víst mjög góða matar-
lyst. En ævintýramaðurinn Denys Finch-
Hatton átti einnig að hafa verið yfir tveir
metrar á hæð og nauðaskollóttur. Það er
ekki beinlínis líkt Robert Redford,“ segir
hún með hlýju í röddinni.
-Þekktirðu Robert Redford áður en þú
lékst á móti honum í þessari mynd?
„Nei, hann kom ekki til Afríku fyrr en
þremur vikum eftir að tökur myndarinn-
ar hófust. Jú, jú ég hafði hitt hann á
hótelherbergi í New York um nótt ein-
hvern tíma áður en ég fór til Afríku. Við
ætluðum að hittast og fara aðeins yfir
handritið. Hann ætlaði að koma klukkan
tvö um nótt en kom ekki fyrr en klukkan
korter yfir þrjú og þá hafði ég aðeins
Robert Redford í
hlutverki Denys Finch-
Hatton elskhuga Karen
Blixen. „Ég varð mjög
skotin í honum þegar
við fórum að vinna
saman“, segir Meryl
Streep um hann.
Ásamt meðleikara sínum Robert Redford og Ieikstjóranum Sidney Pollack í Out of Africa.
korter aflögu til að tala við hann.“
-Og hvernig fannst þér hann, spyr einn
Redford aðdáandi.
„Óstundvís! En ofsalega sjarmerandi.
Ég varð meira að segja mjög skotin í
honum, þegar við fórum að vinna saman.
Hann hefur einn kost, sem enginn annar
leikari sem ég þekki hefur. Hann er frá-
bær hlustandi. Það er eiginleiki, sem
mörgum finnst kvenlegur. Hann er þann-
ig að hann ofleikur aldrei. Sé myndavélin
mjög nálægt honum, gerir hann lítið.
Hann hefur enga þörf fyrir að vera einn í
sviðsljósinu, né að skyggja á aðra og er
alveg laus við að vera hræddur um að
aðrir skyggi á sig. Hann er svo öruggur
með sig, sem ég held að stafi af mikilli
reynslu af kvikmyndaleik — og svo er
maðurinn einfaldlega mjög myndarlegur.
Samt er það of mikil einföldun að lýsa
honum svona, því hann er mjög mann-
eskjulegur, mjög móttækilegur og við-
kunnanlegur. Að mörgu leyti gæddur
þeim eiginleikum, sem ég hef frekar
fundið hjá konum en karlmönnum.“
-Eruð þið ólík sem leikarar?
„Já,“ segir hún og hlær. „Bob æfir til
dæmis varla atriðin áður en hann fer fyrir
framan myndavélina. En það truflar mig
ekkert. Mér er skítsama hvernig sam-
leikarar mínir undirbúa sig, aðrir æfa sig
til dæmis mjög mikið. Ekki Bob, og mér
fannst svolítið gaman hvernig þetta þró-
aðist - hver sena varð svo fersk fyrir
vikið.“
-Meira um Redford. Kom hann þér á
óvart í þessari mynd með leik sínum?
Hlær.„Ekki meðan á tökum stóð. En
þegar ég sá myndina kom hann mér á
óvart. Ég ætti ekki að segja ykkur frá
því, það gæti eyðilagt myndina fyrir ykk-
ur - en það sem kom mér á óvart þegar
98 HEIMSMYND