Heimsmynd - 01.03.1986, Side 100

Heimsmynd - 01.03.1986, Side 100
MERYL STREEP ég sá myndina fullgerða var hversu Den- ys Finch-Hatton virtist vonlaus frá upp- hafi. Næstum eins og hann vildi tortíma sjálfum sér — en það hafði ég aldrei upplifað meðan á tökum stóð. Þó held ég að þessi seinni upplifun mín sé nær sanni og Bob hafi gert sér grein fyrir því allan tímann. Persónan Denys er miklu sorg- legri en ég hafði gert mér grein fyrir.“ -En Karen Blixen í þínum meðförum? „Á vissan hátt - í sambandi við Denys — ég bara gat ekki ráðið við það — og sagði nú er nóg komið! Og á einum stað, í einnu senu, “hlær,“ erum við að rífast, Karen og Denys — ég er að segja síðustu orð mín við hann og þau hljóma svo hallærislega, svo kerlingarlega og svo ólíkt Karen. Mér fannst einhvern veginn að ef hann hefði verið henni svona kær, þá gæti hún ekki verið svona tilgerðarleg, svona venjuleg. En síðar fór mér að þykja svo vænt um hana einmitt á þessu augnabliki. Og þegar ég fór frá Afríku skyldi ég hana best, þá leið mér eins og ég get ímyndað mér að henni hafi liðið. Ég fór að hágráta... Ef tækifæri gefst ætla ég að fara aftur þangað. Áður en ég kom þangað fyrst hafði ég einhverja óljósa ímynd af Sa- hara eyðimörkinni og þurrkasvæðunum í Súdan og Eþíópíu, svona eins og úr frétt- um sjónvarpsins, auk þess sem ég sá fyrir mér frumskóga á vesturströndinni og apa í trjám. En almáttugur! Nairobi, borgin minnir á Zurich í Sviss eða jafnvel Kaup- mannahöfn. Og fari maður aðeins út fyrir borgina er umhverfið eins og í enskri sveit, há og tíguleg tré og gras- lendi. Þetta er paradís á jörðu, jafn hiti allt árið, sæt angan í loftinu, þetta er mikið hálendi og landið svo frjósamt að íbúar hafa ekki þurft að þróa með sér mikla landbúnaðartækni. Dýralífið er fjölskrúðugt og frábært að sjá gíraffa spranga um á sléttunum. Ég hreifst ger- samlega af þessu landi — því fór ég að gráta þegar ég fór...“ -Rödd blaðamannsins er einnig orðin klökk. Meryl Streep er sterkur persónu- leiki. Fær hún fólk ekki til að fara hjá sér í návist hennar? „Það er mér að kenna,“ svarar hún strax.“ Fólk er ekki vant mér öðruvísi en á hvíta tjaldinu. Ég kem svo að segja aldrei fram í sjónvarpi, í viðtölum og ef þú ert feiminn við mig, þá get ég sagt þér að ég er líka feimin. Ég er óörugg frammi fyrir fréttamönnum og í sjónvarpi finnst mér ég koma út eins og kjáni. Þar af leiðandi veit fólk mjög lítið um konuna Meryl Streep, það þekkir bara stjörnuna. Ég held að Robert Redford sé eins að þessu leyti. Persónulega finnst mér hann einn aðgengilegasti einstaklingur sem ég hef kynnst, en hann gerir sér grein fyrir því að vilji maður eiga eitthvert einkalíf verður maður að fylgja ákveðnum regl- um vitandi það að fólk lætur hugarflugið ráða þegar það ímyndar sér hvernig mað- ur sé í raun. Þó er mér alveg sama þótt fólk geri sér rangar hugmyndir um mig.“ -HEIMSMYND tjáir henni að al- mennt virðist fólk nú gera sér góðar hug- myndir um hana. „Ókey,“ segir hún og hlær. Hún er samt fegin að lesa ekki íslensku. „Það er alveg sama hvað maður segir, þegar mað- ur sér það á prenti, svart á hvítu virkar það allt í einu svo óafturkræft og öðruvísi heldur en maður hefði viljað. Þér að segja hundleiðast mér viðtöl, allar þessar spurningar, sérstaklega spurningar um einkalíf manns. Ég fer hreinlega í kerfi og bara flissa.“ -Við höfum ekki spurt einnar einustu spurningar um einkalíf hennar...Er það hvort eð er ekki svo slétt og fellt? Hún flissar. - Meryl Streep er gift myndhöggvara að nafni Don Gummer og á tvö börn, sex ára son sem heitir Henry og tveggja ára dóttur, sem heitir Mary Willa. Hvernig finnst henni að vera móðir? „Mjög gaman, mjög gaman og mjög ólíkt því, sem ég hafði ímyndað mér.“ -Hvernig tekst þér að sameina for- eldarhlutverkið kvikmyndaleiknum? „Þessi spurning er út í hött,“ segir hún. „Enginn getur það, það er ekki í mann- legu valdi. Ég er svo heppin að geta verið í fríi milli þess sem ég vinn í miklum skorpum. Ég er núna fyrst að jafna mig Meryl Streep í hlutverki sínu í Falling in Love ásamt Robert de Niro. 100 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.