Heimsmynd - 01.03.1986, Page 117
Helga Björnsson tískuteiknari í París
ÞAÐ ER í TÍSKU AÐ HAFA
LOOK!
Líkast til er hún eini íslenski hátísku-
hönnuðurinn. Helga Björnsson hefur
starfað sem einn aðalteiknari Louis Fér-
aud tískuhússins í París í tólf ár eða frá
því að hún lauk námi frá Art Decorative -
skólanum í tískuteiknun.
Louis Féraud er eitt af stóru nöfnunum
í tískuheimi Parísarborgar, það er há-
tískuheiminum - en nú eru nýafstaðnar
sýningar hátískuhúsanna fyrir sumarið
1986. Hátískuhúsin kynna línuna tvisvar
á ári, sumartískuna í lok janúar og tísku
komandi vetrar í júlí. Helga á því stranga
vinnu að baki og kom í heimsókn til
íslands nú fyrir skömmu áður en hún
leggur drögin að línu Féraud-hússins fyrir
tísku næsta vetrar 1987.
f viðtali við HEIMSMYND sagðist
Helga nú standa á þeim tímamótum að
vilja fara að breyta til, þótt ekki væri
afráðið hvað hún gerði. Ýmislegt er í
deiglunni en mestan áhuga hefur hún á
að fara að starfa sjálfstætt, eins og einn
fyrrum samstarfsmaður hennar hjá Fér-
aud, Per Spock, gerði og er orðinn einn
af hinum stóru nú. „En slík ákvörðun er
ekki tekin nema að mjög yfiveguðu
ráði,“ segir hún.„Ég hef til dæmis lítinn
áhuga á að fara að vinna fyrir einhvern
annan af þessum þekktu. Ef ég færi frá
Féraud væri það til að stofna eigið fyrir-
tæki eða í samvinnu við aðra. Færi ég
hins vegar að vinna fyrir eitthvert þekkt
tískuhús, hefði ég mestan áhuga á Karli
Lagerfeld en þá væri ég næstum komin í
nákvæmlega sömu aðstöðuna og þegar
ég byrjaði hjá Féraud. Þó hefur það
stundum hvarflað að mér að fara að
vinna hjá einhverju gömlu, þekktu tísku-
Mitt starf er að þróa hug-
myndir, ég sest við teikniborðið
nokkrum mánuðum fyrir hverja
sýningu og teikna, skapa, í kjöl-
farið fylgja dagar og vikur, þar
sem maður varla lítur upp,
krassar, breytir, rífur og byrjar
upp á nýtt.
húsi, sem væri farið að dala - á sama hátt
og Christian LaCroix, sá er fékk verð-
laun pressunnar fyrir síðustu sýningar á
hátískunni. Hann hóf störf hjá tískuhúsi
Jean Patou eigi alls fyrir löngu og reif það
upp. Þetta hafa margir fleiri gert. Karl
Lagerfeld blés nýju lífi í Chaneltískuna
og Marc Bohan gerði það sama fyrir
Dior-húsið á sínum tíma.“
-Pó segir hún að áhugi hennar á svo-
nefndri hátískuhönnun hafi aðeins
minnkað. Á undanförnum árum hafa
komið fram á sjónarsviðið tískuteiknar-
ar, sem standa einhvers staðar mitt á
milli hátískuhönnunar og fjöldafram-
leiðslu. Pessi tegund tískuhönnuða er
nefnd „creators“ - í þeirra hópi eru til
dæmis allir þessir japönsku hönnuðir sem
njóta stöðugt meiri vinsælda eins og Issey
Miyake, Yamamoto, tískuhúsið Comme
des Garcons auk Claude Montana, Thi-
erry Mugler og svo mætti lengi telja.
Þessi millistigshönnun nýtur stöðugt
meiri vinsælda - lögð er áhersla á vandað-
an fatnað, góð efni, stíl og frumleika en
takmarkið á að vera að stilla verðinu í
hóf, alla vega í samanburði við há-
tískuna.
Þó standa flest hátískuhúsin einnig
fyrir fjöldaframleiðslu, pret-a-porter,
bæði Féraud, Saint Laurent, Cardin,
Lanvin, Dior, Givenchy, Ungaro, Chan-
el og svo mætti áfram telja. Fjölda-
framleiddi fatnaðurinn frá Louis Féraud
er til dæmis allur framleiddur í Þýzka-
landi.
-En hvað er nákvæmlega átt við með
hátískunni - haute couture - lifibrauði
Helgu Björnsson undanfarin áratug.
HEIMSMYND 117