Heimsmynd - 01.03.1986, Page 117

Heimsmynd - 01.03.1986, Page 117
Helga Björnsson tískuteiknari í París ÞAÐ ER í TÍSKU AÐ HAFA LOOK! Líkast til er hún eini íslenski hátísku- hönnuðurinn. Helga Björnsson hefur starfað sem einn aðalteiknari Louis Fér- aud tískuhússins í París í tólf ár eða frá því að hún lauk námi frá Art Decorative - skólanum í tískuteiknun. Louis Féraud er eitt af stóru nöfnunum í tískuheimi Parísarborgar, það er há- tískuheiminum - en nú eru nýafstaðnar sýningar hátískuhúsanna fyrir sumarið 1986. Hátískuhúsin kynna línuna tvisvar á ári, sumartískuna í lok janúar og tísku komandi vetrar í júlí. Helga á því stranga vinnu að baki og kom í heimsókn til íslands nú fyrir skömmu áður en hún leggur drögin að línu Féraud-hússins fyrir tísku næsta vetrar 1987. f viðtali við HEIMSMYND sagðist Helga nú standa á þeim tímamótum að vilja fara að breyta til, þótt ekki væri afráðið hvað hún gerði. Ýmislegt er í deiglunni en mestan áhuga hefur hún á að fara að starfa sjálfstætt, eins og einn fyrrum samstarfsmaður hennar hjá Fér- aud, Per Spock, gerði og er orðinn einn af hinum stóru nú. „En slík ákvörðun er ekki tekin nema að mjög yfiveguðu ráði,“ segir hún.„Ég hef til dæmis lítinn áhuga á að fara að vinna fyrir einhvern annan af þessum þekktu. Ef ég færi frá Féraud væri það til að stofna eigið fyrir- tæki eða í samvinnu við aðra. Færi ég hins vegar að vinna fyrir eitthvert þekkt tískuhús, hefði ég mestan áhuga á Karli Lagerfeld en þá væri ég næstum komin í nákvæmlega sömu aðstöðuna og þegar ég byrjaði hjá Féraud. Þó hefur það stundum hvarflað að mér að fara að vinna hjá einhverju gömlu, þekktu tísku- Mitt starf er að þróa hug- myndir, ég sest við teikniborðið nokkrum mánuðum fyrir hverja sýningu og teikna, skapa, í kjöl- farið fylgja dagar og vikur, þar sem maður varla lítur upp, krassar, breytir, rífur og byrjar upp á nýtt. húsi, sem væri farið að dala - á sama hátt og Christian LaCroix, sá er fékk verð- laun pressunnar fyrir síðustu sýningar á hátískunni. Hann hóf störf hjá tískuhúsi Jean Patou eigi alls fyrir löngu og reif það upp. Þetta hafa margir fleiri gert. Karl Lagerfeld blés nýju lífi í Chaneltískuna og Marc Bohan gerði það sama fyrir Dior-húsið á sínum tíma.“ -Pó segir hún að áhugi hennar á svo- nefndri hátískuhönnun hafi aðeins minnkað. Á undanförnum árum hafa komið fram á sjónarsviðið tískuteiknar- ar, sem standa einhvers staðar mitt á milli hátískuhönnunar og fjöldafram- leiðslu. Pessi tegund tískuhönnuða er nefnd „creators“ - í þeirra hópi eru til dæmis allir þessir japönsku hönnuðir sem njóta stöðugt meiri vinsælda eins og Issey Miyake, Yamamoto, tískuhúsið Comme des Garcons auk Claude Montana, Thi- erry Mugler og svo mætti lengi telja. Þessi millistigshönnun nýtur stöðugt meiri vinsælda - lögð er áhersla á vandað- an fatnað, góð efni, stíl og frumleika en takmarkið á að vera að stilla verðinu í hóf, alla vega í samanburði við há- tískuna. Þó standa flest hátískuhúsin einnig fyrir fjöldaframleiðslu, pret-a-porter, bæði Féraud, Saint Laurent, Cardin, Lanvin, Dior, Givenchy, Ungaro, Chan- el og svo mætti áfram telja. Fjölda- framleiddi fatnaðurinn frá Louis Féraud er til dæmis allur framleiddur í Þýzka- landi. -En hvað er nákvæmlega átt við með hátískunni - haute couture - lifibrauði Helgu Björnsson undanfarin áratug. HEIMSMYND 117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.