Heimsmynd - 01.03.1986, Page 121

Heimsmynd - 01.03.1986, Page 121
 En nafn sonarins, Gísla Galdurs, er frá þelm foreldrunum , Guðrúnu og Þorgeiri Gunnarssyni komið og ekkerf meira um það að segja. Og þó hann hafi kannski ekki verið algengur gestur við tökurá myndinni í sumar sagði Guðrún að það hefði verið mikill styrkur að hafa hann hjá sér á meðan. Um Tarkovski hafði hún það að segja að það hefði verið mikil uppiifun að vinna með honum: „hann enda stórmerkilegur lista- maður. “ En núna segist hún aðatiega drekka kaffi og leika við soninn en fljótlega hefja æfingar annað hvort í Iðnó eða Þjóðleikhúsinu-það væri ekki alveg ákveðið ennþá. Og á meðan það ekki er ákveðið bíðum við í óvissu um hvaða Guðrúnu Gísladóttur við fáum að sjá næst-hvort það verður skapanorn eða Snæ- fríður íslandssól eða eitthvað þará milli. Dr. Ingjaldur Hannibalsson er farinn i ullina. Ljósm.: Þorvarður Arnason. > *• NÝR FORSTJÓRI / Ingjaldur Hannibalsson setti sér þrjú markmið er hann tók við embætti for- stjóra Iðntæknistofnunar. Fyrst að koma á betri tengslum við atvinnulífið og auka hlut sértekna stofnunarinnar, það er tekna fyrir útselda vinnu; sfðan að koma LEIKUR SÍRA EYJÓLF í SVARTFUGLI . . Hann er Eyjólfur, presturinn í Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson, sem nú er verið að sýna hjá Leikféiagi Reykjavíkur í leikstjórn og leik- gerð Bríetar Héðinsdóttur. Jakob Þór Einarsson er tuttugu og níu ára gamall, nýútskrifaður frá Leiklistarskóla ís- lands en á engu að síður fjöldann allan af hlutverkum að baki. „Þó nokkur“, eins og hann orðar það sjálfur, tvö hlutverk í íslensk- um kvikmyndum, Hrafninn flýgur og Óðal feðr- anna auk hlutverka í þremur uppfærsium Nemendaleikhússins. Jakob er einnig í mörgum smáhlutverkum í sýningu LR á Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson, sem nú er jafnframt verið að sýna í Iðnó. í Svartfugli leikur Jakob Þór eitt aðalhlut- verkið, Eyjólf, prestinn unga í upprifjun Eyjólfs á efri árum, sem leikinn er af Þorsteini Gunn- arssyni. „Hárið á mér hefur verið dekkt og sett í það permanent, svo ég líkist Þorsteini meira", segirJakob, sem leikurungaprestinn, sem lífið virðist brosa við. En Eyjólfur rekur sig fljótt á það að hann fær ekki eins miklu ráðið um framvindu mála og hann hefði viljað. Sagan byggir á svokölluðu Sjöundármáli, um tvenn hjón sem voru í sambýli á sveitabæ á Vestfjörðum árið 1802 og tilheyrðu sókn síra Eyjólfs Kolbeinssonar, unga prestsins, sem Jakob lýsir sem „staðföstum bókstafstrúar- manni. “ stofnuninni allri á einn stað, en hún var áður á þremur; og síðast en ekki síst, að byggja framtíðarhúsnæði fyrir stofn- unina. Stofnunin er nú komin í eigið húsnæði og sértekjur hafa aukist og Ingjaldur er að fara frá stofnuninni til að taka við starfi forstjóra Álafoss—til að gera sjálfur það sem hann hefur verið að kenna eigend- um og stjórnendum iðnfyrirtækja að gera á síðustu árum-reka fyrirtækið með árangri. Hann mun að öllum líkindum hefja störf á Álafossi 1. júní næstkomandi og fá þá lausn frá störfum á Iðntæknistofn- un en þar er hann ráðinn til 31. janúar 1987. Ingjaldur segist hlakka til að taka við nýja starfinu en vildi ekkert láta uppi um hvaða breytingar hann hygðist gera eða á hvað hann myndi leggja áherslu á nýja staðnum. Hinn nýi forstjóri Álafoss er menntaður sem iðnaðarverkfræðingur frá ríkishá- skólanum í Ohio í Bandaríkjunum og kom fyrst til starfa hjá Iðntæknistofnun eftir að hafa lokið doktorsprófi 1978, og þá sem deildarstjóri. En sem sagt, In- gjaldur er farinn í ullina. Jakob Þór Einarsson. „Hárið á mér hefur verið dekkt og sett í það permanent, svo ég líkist Þorsteini meira.“ Ljósm.: Þor- varður Arnason. Bjarni á Sjöundá, sem kvæntur er Guðrúnu Jónsdóttur, fellir hug til Steinunnar, eiginkonu Jóns Þorgrímssonar. í ástarvimu sinni sjá þau ekki annað úrræði en að koma mökum sínum fyrir kattarnef. Orðrómurinn um að þau hafi orðið mökum sínum að bana kvisast út um sveitina. „Eyjólfur lendir í þeirri aðstöðu að verða hálfgerður örlagavaldur í þessu máli. Lík Jóns Þorgrímssonar rekur á land og finnst á bæjarfjörum síra Eyjólfs. Hann dregur þá áiyktun að Jón hafi ekki hrapað úr skriðum eins og meðal annarra Bjarni hélt fram og er því orðinn hlutdrægur þátttakandi i málinu. Á siðari árum nagar samviskan síra Eyjólf, hann veltir fyrir sér dómnum yfir Sjöundár-parinu og aftöku þeirra. “ „Ég hef samúð með Eyjólfi, sem hefur þá skoðun að maðurinn beri gæfu sína í sjálfum sér óháð öðrum og ef maður lifi eftir boðorð- um Guðs biessist allt. Síðar kemst hann að þeirri niðurstöðu að lífið sé ekki svo einfalt, örlög fólks eru samofin..." „Reynslan af Svartfugli hefur þó kannski kennt mér meira sem leikara heldur en að það hafi endilega breytt skilningi mínum á mann- legu eðli. Þetta hlutverk er kærkomið framhald af náminu í skólanum. Leikgerðin er flókin, miklar skiptingar á milli atriða krefjast mikillar einbeitingar - þar sem ég er mest allan tímann inn á sviðinu. “ „Þetta er eitt af því allra skemmtilegasta, sem ég fengist við hingað til, “ segir leikarinn ungi - og myndariegi, sem segir að enginn viti hvernig Eyjólfur hafi átt að líta út, þar sem hann er sjálfur sögumaður verksins. En eitt er víst að hlutverkið á hug hans allan þessa dagana sem og leikstjórinn hans, hún Bríet. „Hún er feikilega snjall leikstjóri og kannski er það fyrir hennar tilstuðlan að verkið heltekur mann algerlega. “ HEIMSMYND 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.