Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 10

Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 10
STJORNMAL FREMST MEÐAL JAFNINGJA Guörún Agnarsdóttir i uiötali um kvennapólitík, stjórnarmyndun, líf sitt og viðhorf.... Það var haustið 1981 að konur héldu fund á Hótel Vík við Hallærisplanið í Reykjavík. Þarna voru samankomnar konur úr ýmsum áttum, gamlar rauð- sokkur og fleiri konur sem áttu það sam- eiginlegt að láta sig jafnréttisbaráttu ein- hverju varða. Einn fundargesturinn var fertug kona með ljósbrúnt, liðað hár. Þriggja barna móðir og læknir að mennt, nýkomin til landsins eftir þrettán ára veru í London. Þessi unga hægláta kona þekkti engan á þessum fundi. Og enginn þekkti hana enda hafði hún ekki verið virk í félagsstarfi af þessu tagi. Líf hennar hafði snúist um veirurannsóknir á spítala í Bretlandi og barnauppeldi undanfarinn áratug. Hún fór hjá sér á fundinum á Vík því henni fannst hún vita minna um kvennapólitísk mál en þær konur sem þar töluðu mest. Hún keypti tvær svuntur sem voru til sölu og yfirgaf fundinn. Kannski átti hún ekkert erindi þangað í bili. Enda hafði hún næg verkefni á sinni könnu. Hún þurfti að aðlaga sig nýju starfi við rannsóknir á Keldum, hjálpa börnum sínum að koma sér fyrir í ís- lenska skólakerfinu og búa sér og fjöl- skyldu sinni nýtt heimili. En eitthvað dró hana aftur og aftur á fundi hjá konum sem vildu fara í sérframboð til borgar- stjórnarkosninga árið 1982. Hún var að vísu ekki þátttakandi í þeirri kosninga- baráttu en ári síðar var hún komin á þing fyrir Kvennalistann. Enn líða fjögur ár og Guðrún Agnarsdóttir og samstarfs- konur hennar vekja heimsathygh fyrir kosningasigurinn í apríl. Ef einhverjir hlógu að þeim áður varð brátt um þann hlátur. Kellingarnar höfðu eftir Herdísi Þorgeirsdóttur sýnt sig og sannað, ef ekki í karla-lýð- veldinu fslandi, þá víða um heimsbyggð- ina. Þegar sjónvarpið birti fréttamyndir á kosningadag af formönnum hinna ýmsu flokka ganga að kjörborðinu beindu þeir linsunni meðal annars að fulltrúa Kvennalista, Guðrúnu Agnarsdóttur, grannri og glæsilegri í smáköflóttri ullar- dragt. í heimspressunni daginn eftir þvertók Agnarsdóttir fyrir það að vera formaður Kvennalistans. Samtökin hefðu engan leiðtoga, þau væru grasrót- arsamtök þar sem allar raddir væru jafn mikilvægar. Og kallarnir sem áður höfðu lýst því yfir að þær væru óstjórnhæfar sáu sína sæng upp reidda. Ljóst var að ekki væri hægt að ganga fram hjá Kvennalist- anum í stjórnarmyndunarviðræðum. í annarri umferð, þegar Þorsteini Pálssyni hafði verið falið umboðið, ræddi hann við Kvennalistakonur. Að kvöld fyrsta dags viðræðnanna hitti ég Guðrúnu Agn- arsdóttur í þriðja eða fjórða sinn frá kosningum. Þoka grúfði yfir miðborginni þegar við settumst inn á lítinn veitingastað við tjörnina. í glugganum blasti Alþingishús- ið við, eins og gamall klettur, grátt og hljótt, í þolinmóðri bið eftir nýjum stjórnendum. Verður Guðrún Agnars- dóttir einn þeirra? Þessa kvöldstund, hvað sem framtíðin ber í skauti sér, virð- ist hún ekkert hafa á móti því. í fyrsta sinn slappar hún af, dreypir á hvítvíni og ræðir af tilfinningu um hugsjón sína. Hún segir frá því hvernig hún hafi vaknað til vitundar um stöðu sína og kvenna almennt. Hvernig hún hafi byrj- að að lesa kvennabókmenntir þegar hún var við framhaldsnám og störf í London. Hvernig hún hafi fundið sig knúna til að taka afstöðu til afvopnunarmála eftir að hún hlustaði á konu, ástralskan lækni, flytja fyrirlestur um kjarnorkuvána og áhrif geislunar. Og hún talar um kvenna- pólitík, þar sem starf Kvennalistans sé ekki tímaskekkja, eins og hún orðar það, heldur sé misrétti kvenna tímaskekkja. Hún lítur út um gluggann á Alþingishús- ið og segir: „Frá því að Alþingi var endurreist 1845 og þar til fulltrúar Kvennalista settust á þing árið 1983 höfðu aðeins tólf konur setið á þingi en fimm hundruð karlar." „Mér finnst pólitísk umræða hingað til hafa snúist allt of mikið um persónur. Pólitíkusar eru að selja fjölskyldur sínar og ímynd án þess að vera heiðarlegir. Blaðamaður frá breska blaðinu Daily Mail spurði mig til dæmis nýlega hver gerði húsverkin heima hjá mér.“ Hún er á varðbergi, þótt hún sé afslappaðri þetta kvöld á veitingahúsinu en endranær. Hún er á varðbergi gagnvart því að fjöl- miðlar geri hana að prímadonnu. Og hún er á varðbergi þegar hún er spurð gagn- rýninna spurninga um Kvennalistann. Þá hallar hún sér aftur og lítur á mann tor- tryggin. Þegar hún hins vegar ræðir póli- tík Kvennalistans, þörfina á breyttu gild- ismati, framtíðarhugsjónir samtakanna og hugsanleg áhrif þeirra sem tímamóta- hreyfingar í jafnréttisbaráttu hallar hún sér fram á borðið og talar af ákafa. Guðrún Agnarsdóttir fæddist í Reykja- vík 2. júní 1941. Faðir hennar, Agnar Guðmundsson, var sjómaður en afi hans 10 HEIMSMYND VVtv\ \C^\Á\sN^£L><h5V\\\A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.