Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 32

Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 32
«om Nú þegar við blasir, að stórveldin geri hugsanlega með sér fyrsta samninginn sem felur í sér fækkun kjarnorkuvopna í stað samninga um að koma í veg fyrir fjölgun þeirra, fær umræðan um kjarnorku- vopnalausan heim byr undir báða vængi. Þetta stærsta þrætuepli í alþjóðapólitík, kjarnorkuvopn og vígbúnaðarkapphlaup, er að taka á sig nýja mynd. Og æði flókna. Þegar Gorbachev hóf tal um núlllausnina að nýju, eða brottflutning meðaldrægra eldflauga frá Evrópu, vakti sú frétt ekki þá hrifningu meðal íbúa álfunnar sem margir hefðu ef til vill búist við. Miðað við lætin og mótmælin sem áttu sér stað í kjölfar ákvörðunarinnar frá 1979 um staðsetningu þessara eldflauga í Vestur-Evrópu hefði mátt búast við hrifningaröldu í kjölfar nýjustu frétta, en svo varð ekki. Margir Evrópubúar, leiðtogar sem sérfræðingar á sviði hermála, eru hikandi í þessu sambandi. í þeirri umræðu sem verið hefur um meðaldrægu eldflaugarnar hefur oft gleymst að geta þess að það var vilji leiðtoga Evrópu sem réð mestu þegar ráðherrar Atlantshafsbandalagsins tóku ákvörðun þar að lútandi. í almennri umræðu er hins vegar algengt að litið sé svo á að tilkoma þessara eldflauga á evrópska grund sé vegna gífurlegs þrýstings frá Ameríkönum en ekki vegna vilja leiðtoga í Vestur- Evrópu. í öðru lagi hefur það líka gleymst í umræðunni um varnarmál eða friðarmál að það ríkir ekki einhugur um veru bandarískra hermanna í Evrópu meðal ráðamanna í Washington. Þar eru pólitísk öfl sem vilja gjarnan kalla drengina sína heim og knýja Evrópubúa til að kosta meiru til varna sinna sjálfir. Sessar vangaveltur eru mikil- vægar í tengslum við þann grundvöll og þær forsendur sem tilvist Atlantshafsbandalagsins byggir á, innbyrðis ágreining um hernað- arstefnu og áralanga tortryggni margra í Vestur-Evrópu gagnvart varnarsamstarf- inu við Bandaríkin. Þessi ágreiningur verður án efa til umræðu á fundi utan- ríkisráðherra NATO í Reykjavík í júní. Við höfum búið við ógn kjarnorku- vopna í fjóra áratugi. Sú ógn hefur magn- ast í hlutfalli við umfang og inntak víg- búnaðarkapphlaupsins. Fyrst þóttu nokkrar sprengjur duga til að hindra stríð milli stórveldanna og fæla Sovét- menn frá innrás í Vestur-Evrópu en í áranna rás hefur tegundum kjarnorku- vopna fjölgað svo að heilt sérsvið á há- skólastigi dugir vart til að hafa yfirsýn yfir það hrikalega vopnabúr, eða yfir fimmtíu þúsund kjarnorkuvopn. En þrátt fyrir þennan fjölda kjarnorkuvopna sem duga myndu til að tortíma jarðkringlunni tífalt virðast áhrif þeirra eða fráfæling- armáttur síst meiri en eftir að gamaldags kjarnasprengju var varpað á Hiroshima. □ I byrjun sjötta áratugar áttu Banda- I ríkjamenn nokkur hundruð 20 kíló- I tonna kjarnorkusprengjur sem og I I Sovétmenn. Gildi vopnanna var fólgið í getu þeirra þannig að ekki yrði aftur snúið. A sjötta áratugnum bættust nýjar tegundir kjarnorkuvopna í safnið sem áttu að gegna sama hlutverki — að fæla andstæðinginn frá árás. Til að koma í veg fyrir innrás Sovétríkjanna í ríki Atlantshafsbandalagsins í Vestur-Evr- ópu var talið nauðsynlegt að koma upp fleiri tegundum kjarnorkuvopna, þar sem uppbygging hefðbundinna herja í álfunni hafði ekki verið samkvæmt fyrri áætlunum. Því ákvað Kennedystjórnin að fjölga langdrægum kjarnorkueldflaug- um sem næðu heimsálfa á milli. NATO tók upp hernaðarstefnuna sveigjanleg viðbrögð (flexible response eða MC1413) um miðbik sjötta áratugar, sem þýddi að svara ætti árás í samræmi við eðli hennar í stað þess að hóta stórfelldri endurgjald- sárás (massive retaliation) og þar af leiðandi allsherjar tortímingu. Slíkt þótti ekki nógu trúverðugt. Ef Rússar réðust inn í Frankfurt var talið hæpið að forseti Bandaríkjanna myndi senda langdræga eldflaug í refsingarskyni og eiga á hættu að Rússar svöruðu með því að senda flaug á Dallas í Texas. Hugsunin að baki þessari nýju fælingarstefnu NATO-ríkj- anna var sú að hægt væri að fæla and- stæðinginn frá árás með trúverðugum viðbrögðum, sem þýddi að ef hefðbundn- ar varnir brygðust yrði gripið til lítilla kjarnorkusprengja, síðan meðaldrægra eldflauga og loks langdrægra! Með því móti skapaðist svigrúm til að takmarka kjarnorkustríð við ákveðið landsvæði án þess að til allsherjar tortímingar kæmi strax. Hað er á þessum grundvelli sem ákvörðun NATO um staðsetn- ingu meðaldrægra Pershing II- kjarnorkueldflauga og Cruise- stýriflauga í Vestur-Evrópu er tekin árið 1979. Ein umdeildasta pólitíska ákvörð- unin sem tekin hefur verið af stjórn- völdum þeirra ríkja sem staðsetja átti eldflaugarnar í. Og nú stendur til að fjar- lægja þessar meðaldrægu eldflaugar aftur (það er þær sem þegar er búið að stað- setja), gegn því að Sovétmenn fjarlægi sínar SS-20-eldflaugar og eldflaugar sem draga skemur, en þar hafa Sovétmenn einnig haft yfirburði. Þannig erum við komin í hring. Þetta er hin umtalaða núll-lausn, sem nú er í augsýn, og eins umdeild og ákvörðunin var á sínum tíma um stað- setningu þessara meðaldrægu flauga í Evrópu. Það eru margar ástæður fyrir því að margir leiðtogar og sérfræðingar um hermál eru á báðum áttum um afleiðing- ar þessa. Að vísu verða ennþá til um nokkur þúsund kjarnaoddar í Evrópu, en hlutverk hefðbundinna herja mun að öll- um líkindum verða meira í hernaðar- stefnunni en fyrir 1979-ákvörðunina. Mun fjarlæging meðaldrægu eldflaug- anna auka líkurnar á hefðbundnu stríði í Evrópu? Er Gorbachev að ýta undir langvarandi ágreining sem kraumað hef- ur undir yfirborðinu innan NATO, eða vantraust margra Vestur-Evrópubúa í garð Bandaríkjanna? Það er ekki langt síðan hefðbundið stríð var háð á evr- ópskri jörð. Síðari heimsstyrjöldin skildi eftir sig sextíu milljónir fórnarlamba. Nokkrum árum eftir lok þessa harmleiks var Atlantshafsbandalagið stofnað. Síð- an þá hefur heimurinn orðið vitni að vexti stórveldanna sem hafa örlög hans í hendi sér. Og aldrei hefur svo langur tími liðið áður að tvö stórveldi hafi vígbúist áratugum saman án þess að til átaka kæmi þótt átök hafi orðið með óbeinum hætti. Oft hafa þessi óbeinu átök orðið svo magnþrungin að heimurinn hefur staðið á öndinni. Það gerðist með Berlín- arhafnbanninu árið 1948, í Kóreustríðinu í byrjun sjötta áratugar og Kúbudeilunni og Berlínardeilunni í upphafi sjöunda áratugar, en tilvist kjarnorkuvopna virð- ist hafa ráðið nokkru þar um. 39 HFIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.