Heimsmynd - 01.06.1987, Page 54

Heimsmynd - 01.06.1987, Page 54
sínu gildi og jafnvel endurnýjast, já vaxið að mikilvægi með nýjum kynslóðum. Peir XX. aldar miðlar sem svara til tímaritanna á XIX. öld eru að sjálfsögðu útvarp og sjónvarp eða ljósvakamiðlarnir svokölluðu (það var Jónas Hallgrímsson sem bjó til orðið Ijósvaki). En þá bregður svo við að öndvert við upplýsingu tímaritanna má færa gild rök að afmenntunaráhrifum ljósvakamiðl- anna, einkum sjónvarps. Sjónvarpinu er nú kennt um að upp er komið á Vestur- löndum ástand sem menn áttu síst von á: fáfræði svo hyldjúp að hrollur fer upp og niður hryggsúlu menntakerfisins. Tiltak- anlegastur mun þessi vandi vera í Banda- ríkjunum þar sem ólæsi er nú orðið að skæðri menningarplágu og almenningur upp og ofan kann ekki skil á frumat- riðum í sögu eigin þjóðar, hvað þá mannkyns. Sama er upp á teningnum í öðrum vestrænum ríkjum og þar er ísland að sjálfsögðu ekki skilið undan, til dæmis hafði prestur hér í borginni orð á því um daginn að hann hefði aldrei átt í viðlíka erfiðleikum með fermingarbörn og í ár. Agaleysi? Nei, sambandsleysi. Hann sagðist með hverju árinu sem líður eiga í meira basli með að finna samgönguleiðir til að flytja þeim grunnstærðir fræðanna. Þau hefðu hreinlega ekki skilyrði til móttöku. Eitt er að muna ekki hvaða ár Jón Arason var hálshöggvinn og annað að kannast ekki við annan Jón Arason en þennan í símaskránni, hvað þá að hann hafi verið kaþólskur biskup, né að við höfum verið kaþólsk eða að við séum í dag Lúthers og vita þá ekki heldur hver Lúther var eða rugla honum saman við hund nágrannans. Það eru ámóta kvik- syndi vanþekkingar sem opnast nú á sí- stækkandi spildum vestrænna samfélaga. Hvernig má þetta vera? spurja menn. Er upplýsingin ekki einmitt í hámarki? Sjónvarpsstöðvar, útvarpsstöðvar, blöð og tímarit! Hér komum við ef til vill að skilsmun á prentuðu máli og útvörpuðu. Sjónvarps- efni fer inn um annað augað og út um hitt, útvarpsefni fer inn um annað eyrað og út um hitt, lesmál hjakkar í móttak- andanum og á möguleika á að skjóta rótum. Ágláparinn er einber móttakandi og eðli miðilsins samkvæmt vinnur hann lítið með það efni sem borið er á borð fyrir hann, enginn strikar undir setningu í sjónvarpi eða geymir athyglisvert mál í útvarpi, það fangar hug hans, heldur honum hugföngnum líkt og draumur, þegar upp er staðið er allt gleymt. Aftur á móti falla önnur boðskipti niður á með- an, samræður engar eða yfirborðskennd- ar, grautað í blöðum, nasað af tímarit- um. Við það bætist að með fjölgun sjón- varpsrása eykst rótið enn með sífelldu rápi á milli stöðva sem í samkeppni hver við aðra keppast við að sjónvarpa svip- uðu efni á sama tíma og eykur þar af leiðandi einhæfnina í stað margrómaðrar fjölbreytni. Öndvert við tímarit XIX. aldar sem kappkostuðu að flytja fréttir og fróðleik milli manna og vera rödd tímans, þannig virðist sjónvarpið — sem hefur tök á því að setja hnöttinn í sjónmál á sömu sek- úndunni - hafa svo skelfing lítið að segja, er bara eintóm afþreying. Menn treysta sér jafnvel ekki að hafa orðið upplýsingu um tíðindaflutning nútíma miðla og tala um desinformation eða formyrkvun á íslensku. Fyrir um það bil tuttugu árum kom upp spámaður, McLuhan að nafni, og mótaði fleyga setningu í þá veru að inntak fjölmiðils væri fjölmiðillinn sjálf- ur, boðskapinn bæri hann í sjálfum sér. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hrifist af þessari formúlu á sínum tíma þá skildi ég hana aldrei til hlítar, fyrir mér stóð svo glöggt að fjölmiðlar voru jú veður- fréttir og tilkynningar og margt fleira gott, ég nefni til dæmis Steinaldar- mennina. En undanfarið hefur þessi klisja rifjast upp fyrir mér í ótrúlega bókstaflegri merkingu, mér finnst hún falla eins og merkimiði á það ástand sem hér er kom- ið upp í fjölmiðlamálum. Nýjar stöðvar eru komnar í loftið og hafa blessunarlega rofið fásinni þeirra miðla sem voru farnir að dotta yfir sjálfum sér, sumir eftir ein- semd í hálfa öld. En spurja má: í hverju felst að öðru leyti viðbót hinna ný- komnu? Hvaða erindi eiga þessar nýju stöðvar við okkur? Ef marka má þá reynslu sem komin er, blasir við að þessum viðbótarmiðlum liggur ískyggilega lítið á hjarta, McLuhan virðist í algleymingi og forsögn um að fjölmiðill hafi ekkert fram að færa nema sjálfan sig. Hvað Stöð tvö áhrærir þá virtist hún fara af stað með metnaðarfullri yfirlýs- ingu um glaðbeitta menningardagskrá. Síðan hafa amerískir ofbeldisþættir oltið fram í svo stríðum flaumi að það hvarflar að manni að umsjónarmennirnir hafi ef til vill lagt of bókstaflegan skilning í frægt tilsvar úr bókmenntunum: „Þegar ég heyri minnst á menningu dreg ég upp hanann á skammbyssunni minni.“ Fyrir utan fréttaþætti og veðurkort munu aug- lýsingar vera nánast eina frumsamda inn- lenda efnið í dagskránni. Ef þessi nýjustu tíðindi í menningar- málum eru dæmigerð þá virðist vera hér í uppsiglingu töluvert ólík menning þeirri sem við höfum verið stoltust af og á rót að rekja til þess að við frumsömdum á okkar eigin tungu í blóra við það alþjóða- mál sem á hverjum tíma var ríkjandi. Spurja má hvort íslensk menning sé í þá mund að afsala sér tilkalli til frum- leikans og við taki endurvarpsmenning? HEIMSMYND rifja upp eina óleysta morðmálið a ís- landi á seinni tímum eftir llluga Jökulsson O 54 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.