Heimsmynd - 01.06.1987, Qupperneq 61

Heimsmynd - 01.06.1987, Qupperneq 61
Annar athyglisverður þáttur þessa máls snerti byssueign Jóns Jónssonar. Á daginn kom að hann hafði átt þýska byssu af gerðinni Mauser sem hann keypti kringum 1950 af kunningja sínum. Þessi byssa var hins vegar lítt nothæf og ekki hægt að skjóta úr henni nema með ýmsum tilfæringum. Einhvern tíma á ár- unum 1963-66 seldi Jón svo þessa byssu kunningja sínum, sem hér verður kallað- ur Gunnar Gunnarsson, en þeir voru þá báðir leigubílstjórar hjá Steindóri. Þessa byssu höfðu eldri sonur Jóns og nokkrir vinir hans iðulega tekið traustataki er þeir voru á fermingaraldri eða þar um bil og reynt að skjóta úr henni með skotum sem þeir fundu á heimili föðurins. Það hefði gengið illa en við þessi tækifæri báru félagar sonarins að hann hefði sagt þeim að pabbi hans ætti aðra byssu sem væri miklu minni og fínni en hún væri læst niðri. Gunnar Gunnarsson bar og að Jón hefði einhvern tíma minnst á aðra byssu við sig en þá byssu hefði hann aldrei séð. Fleira kom í ljós sem virtist tengja Jón málinu. Við húsleit á heimili hans fannst meðal annars gamall peningakassi sem í var ýmislegt dót og þar á meðal tvö byssuskot. Annað var 9 millimetra en hitt var merkt: REM-UMC.35.S&W, sem sé nákvæmlega sömu gerðar og skotið sem varð Gunnari Sigurði að bana og skotin sem fundust í kjallarnum hjá Jóhannesi Jósefssyni. Jón kvaðst ekki geta skýrt hvernig þetta skot hefði kom- ist í sína vörslu, í kassanum væri dót sem hann hefði viðað að sér á löngum tíma og meira vissi hann ekki. Þá fannst á lykla- kippu Jóns lykill að heimili Jóhannesar sem ekkja Jóhannesar, en hann var þá látinn, sagði að hann hefði alls ekki átt að hafa undir höndum. Jón sagðist ekki hafa vitað af þessum lykli; á kippunni voru 15 lyklar og þennan gat hann ekki skýrt og sagðist aldrei hafa notað hann. Við rannsóknina upplýstist á hinn bóg- inn að Jón hefði aðstoðað Jóhannes er hann skipti um skrá á heimili sínu, ekið honum til lyklasmiðsins og frá, bæði til þess að ná í nýju skrána og sömuleiðis til að láta gera aukalykla. Nú hafði byssan sem fannst í bíl Jóns verið rannsökuð af bandarískum sérfræð- ingum og niðurstaða þeirra var sú að hún væri vissulega sama byssan og hefði orðið Gunnari Sigurði að bana. Einnig voru kannaðar undarlegar dældir eða rákir sem fundust á fjórum af þeim sjö skotum sem voru í Smith & Wesson-byssunni þegar hún fannst. Athugað var, nánar tiltekið, hvort verið gæti að rákirnar hefðu myndast við það að reynt hefði verið að skjóta þeim úr Mauser-byssunni sem Jón seldi Gunnari Gunnarssyni á sínum tíma og lögreglan hafði nú undir höndum. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var ekki afgerandi en sýndi þó að slíkt væri hugsanlegt. Meðal fleiri atriða sem könnuð voru var framburður Jóns um fund byssunnar undir framsætinu í Che- vy-bílnum. Nokkrir lögreglumenn fóru í ökuferð um Reykjavík á bifreiðinni og höfðu áður stungið Smith & Wesson- byssunni undir sætið þar sem Jón kvaðst hafa fundið hana er hann var að ryksuga bílinn. Eftir um það bil tíu mínútna akst- ur hafði byssan borist undan sætinu svo að ekki var nokkur leið fyrir þá sem sátu í aftursætinu að komast hjá að taka eftir henni. Tvívegis á árinu 1969 fékk lögreglan svo í hendur skot af sömu gerð og urðu leigubílstjóranum að bana, auk þeirra sem fundust höfðu hjá Jóhannesi á Borg og í byssunni í bíl Jóns. í versluninni Goðaborg fundust tveir pakkar, auðsjá- anlega eldgamlir, af slíkum skotum og voru þau eins og morðskotið merkt U á hvellhettunni. Engar skýringar fundust á þessum skotum og sögðu verslunarmenn í Goðaborg að þeir hefðu ekki vitað um tilvist þeirra. Þá hafði bifreiðasmiður nokkur samband við rannsóknarlögregl- una í apríl 1969 og kvaðst hafa fundið í fórum sínum 37 skot nákvæmlega sömu gerðar og það sem drap leigubílstjórann. Hann bar að hann hefði fengið skotin kringum 1959 af þáverandi vinnufélaga sínum sem hefði að eigin sögn verið að skjóta úr byssu en sjálfur sagðist hann ekki hafa átt neina byssu til að skjóta þeim úr. Vinnufélaginn vildi ekki kann- ast við að hann hefði nokkru sinni verið að skjóta úr byssu né mundi hann eftir því að hafa látið fyrrnefndan bifreiða- smið fá skot, þó ekki teldi hann útilokað að fyrrverandi lögreglumaður, sem leigði herbergi á heimili hans um hríð einhvern tíma á árunum 1951-59, hefði skilið eftir á heimilinu byssuskot sem hann hefði síðan látið bifreiðasmiðinn fá. Lögreglu- maðurinn fyrrverandi sagði svo við að rannsóknina að það hefði komið fyrir að hann hefði geymt lögreglubyssuna í leiguherbergi sínu en hún hefði verið 22ja kalíbera og öðruvísi skotvopn hefði hann aldrei haft undir höndum. Þrátt fyrir samprófanir þessara aðila náðist ekki meira samræmi í framburð þeirra. Það var svo seinni hluta laugardagsins 28. júní 1969 sem málið tók nýja stefnu. Þá óskaði Jón eftir viðtali við rann- sóknardómarann í málinu og kvaðst vilja leiðrétta framburð sinn í nokkrum atrið- um. Um kvöldið var sakadómsþing háð og þá viðurkenndi Jón í fyrsta lagi að hafa tekið skammbyssuskot úr fórum Jó- hannesar á Borg og í öðru lagi byssuna sjálfa. Skotin kvaðst hann tekið einhvern tíma á árunum 1953-55 úr sumarbústað Jóhannesar. Þetta hefði verið hálfur pakki af skotum og hefði það verið ætlun sín að kanna hvort þessi skot pössuðu í Mauser-byssuna. Hann hefði síðan prófað að skjóta einu skoti úr Mauser- byssunni en það hefði reynst vera alltof lítið. Hann orðaði það sem möguleika að hann hefði lagt þetta skot frá sér í pen- ingakassann þar sem skot af hlaupvídd 35 hafði fundist en mundi ekki sérstaklega eftir því. Pakkann með hinum skotunum hafði hann hins vegar læst niður heima hjá sér og þaðan hefðu þau horfið án þess að hann vissi á því skýringar; ef til vill hefði hann hent þeim. Byssuna kvaðst hann aftur á móti hafa tekið á árinu 1965 og tók fram að það hefði verið töluvert áður en Jóhannes fór til útlanda, en eins og áður sagði saknaði hann byss- unnar eftir að hann kom heim. Jóhannes hefði beðið hann að koma til sín að líta á bilað sjónvarpstæki og hefði hann þá tek- ið byssuna með leynd, án þess að Jó- hannes yrði þess var. Tilganginn sagði hann hafa verið að selja byssuna og bjóst HEIMSMYND 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.