Heimsmynd - 01.06.1987, Page 63
hér verður kölluð Jónína og bar ættar-
nafn. Bæði fullyrtu að ekki hefði verið
um ástarsamband að ræða heldur aðeins
vináttu. Sú vinátta stóð enn er þetta mál
hófst. Frú Jónína með ættarnafnið bjó
um hríð með manni sem kalla má Hans
Hansson en er Gunnar Sigurður var
myrtur var þeirri sambúð lokið. Hans bar
við rannsóknina að laugardagskvöldið
eftir að Gunnar leigubflstjóri var drepinn
hefði hann farið á dansleik í Reykjavík
og eftir dansleikinn haldið á heimili frú
Jónínu. Hún hefði komið heim skömmu
síðar, greinilega undir áhrifum áfengis og
mjög hrædd. Hún sagði Hans að hún
hefði verið í Klúbbnum að aðstoða rann-
sóknarlögregluna við að hafa uppi á
morðingja leigubflstjórans; hún hefði átt
að dansa við hina og þessa menn sem
lögreglan benti henni á og komast að því
hvort þeir bæru á sér byssu. Hans kvaðst
hafa tekið þetta sem tómt rugl úr henni.
Hún hélt hins vegar áfram að tala um
málið og bað hann nú að slökkva öll ljós í
íbúðinni því maðurinn sem myrti leigu-
bflstjórann myndi innan skamms koma í
íbúðina en Hans þyrfti þó ekkert að ótt-
ast; honum yrði ekkert mein gert. Hann
sagðist þá hafa spurt hana hver hefði
drepið bflstjórann og hún svarað að það
væri frændi hennar en ekki nefnt nein
nöfn. Eftir um það bil tvær klukkustund-
ir róaðist svo Jónína og fór að sofa og
daginn eftir kannaðist hún ekki við neitt
og sagði raunar að Hans hlyti að vera
ruglaður að segja hana hafa sagt þetta
um nóttina. Seinna hefði hann svo öðru
hvoru rætt morðmálið við hana og hefði
honum þá stundum fundist að hún væri
að því komin að segja honum frá ein-
hverju en síðan ekki treyst sér til þess.
Það var svo Hans sem í mars 1969 sagði
frú Jónínu frá því að maður að nafni Jón
Jónsson hefði verið handtekinn fyrir
morðið á Gunnari Sigurði. Hann bar að
hún hefði þá orðið „smáskrýtin við“ og
sagt að það gæti ekki verið að hann væri
morðinginn; hann væri stálheiðarlegur
maður. Hún hafi þá einnig verið undir
áhrifum áfengis.
Þegar rætt var við frú Jónínu sagðist
hún ekki muna eftir orðaskiptum sínum
og Hans eftir umræddan dansleik í
Klúbbnum en hafi hún sagt það sem
hann fullyrti hafi það verið hrein vit-
leysa, bull og ímyndun. Hún kvaðst raun-
ar hafa hitt rannsóknarlögreglumann
einn í Klúbbnum þetta kvöld en ekkert
rætt við hann um leigubflstjóramorðið.
Eftir að Jón Jónsson var handtekinn og
grunaður um morðið kvaðst hún svo hafa
hringt til rannsóknarlögreglunnar eða
sakadóms og skýrt þeim sem hún talaði
við frá því að hún teldi að Jón hlyti að
vera saklaus. Dómsfulltrúi sá sem hún
reyndist hafa talað við kannaðist við
þetta símtal.
Þetta mál var rannsakað svo ítarlega
sem raun bar vitni vegna þess að eina
konan sem vitað var til að Gunnar Sig-
urður hefði átt nokkurs konar samskipti
við virðist hafa verið alldrykkfelld frú
sem hann mun stundum hafa keypt vín
fyrir og farið með á heimili hennar. Systir
Gunnars Sigurðar, sem bjó í Bandaríkj-
unum, kom hingað til lands skömmu eftir
morðið og þegar hún fór út að nýju fór
faðir hennar, sem hafði sem fyrr segir
haldið heimili með syni sínum, út með
henni. Systirin kvaðst hafa séð nafn kon-
unnar ritað í dagbók Gunnars en sú dag-
bók gufaði síðar upp með einhverjum
hætti. Hún mundi ekki nafnið en mundi
þó að það byrjaði á sama staf og raun-
verulegt nafn frú Jónínu. Á hinn bóginn
taldi hún sig myndu hafa munað það ef
konan hefði borið ættarnafn og því hefði
svo líklega ekki verið. Faðir hennar -
sem hafði látist í Bandaríkjunum áður en
Jón Jónsson var handtekinn - sagði
henni að konan hefði verið gift sjómanni
og að Gunnar Sigurður hafi verið orðinn
þreyttur á kvabbi konunnar og stundum
sagt sér að hann skyldi segja að Gunnar
væri ekki heima eða sofandi þegar hún
hringdi. Einu sinni hafði konan komið á
heimili þeirra feðga en ekki hafði faðir-
inn lýst henni fyrir dóttur sinni. Hún
mundi heldur ekki hvar konan hefði
búið. Þegar rannsakaðar voru skýrslur
um akstur Gunnars og kannað hvort
skráðar væru ferðir hans á heimili frú
Jónínu með ættarnafnið fannst eitt tilvik
um slíkt en geta ber þess að hún bjó í
stóru fjölbýlishúsi. Hún kvaðst heldur
ekkert hafa þekkt til Gunnars Sigurðar
né annað um málið vita. Þessi angi rann-
sóknarinnar skilaði því engum árangri
fremur en svo margir aðrir.
Eftir að geðlæknir hafði úrskurðað að
Jón Jónsson væri fyllilega sakhæfur í
þessu máli, væri hann á annað borð
meira við það riðinn en hann hefði þegar
viðurkennt, var svo loks dæmt í málinu
fyrir Sakadómi Reykjavíkur og dómur
kveðinn upp 13. febrúar 1970. Ákæran
var í fernu lagi: í fyrsta lagi var Jón
sakaður um að ráðið Gunnar Sigurð
Tryggvason af dögum; í öðru lagi var
hann sakaður um hlutdeild í morði; í
þriðja lagi var hann sakaður um stuldinn
á byssu Jóhannesar á Borg, og í fjórða
lagi var hann sakaður um að hafa haft
byssu ólöglega undir höndum. Þrír dóm-
arar kváðu upp dóminn en þeir urðu
ósammála um niðurstöðuna. Tveir þeirra
sýknuðu Jón Jónsson af ákæru um morð,
enda þótt þeir tækju fram að framburður
hans um það hvernig hann tapaði byss-
unni á sínum tíma og fann hana svo aftur
væri „mjög tortryggilegur". Þeir segja
ennfremur að viðbrögð hans við við því
er byssan gekk honum úr greipum í mars
1969 og handtökunni daginn eftir bendi
fremur til sektar en sakleysis. Á hinn
bóginn segja þeir að ekkert hafi komið
fram sem bendi til þess að Jón hafi ekki
verið sofandi á heimili sínu er morðið var
framið og sé það stutt vætti dóttur hans
og móður. Enginn hafi orðið var við Jón
á ferli þessa nótt og enginn telji sig hafa
orðið varan við neitt óeðlilegt í fari hans
um þessar mundir. Þá hafi heldur ekkert
komið fram sem bendi til þess að neins
konar kynni eða tengsl hafi verið milli
Jóns og Gunnars og sennilegar ástæður
hægt að leiða fyrir því hvers vegna Jón
hefði átt að ráða hinn síðarnefnda af
dögum. Ekki vildu dómararnir heldur
dæma Jón fyrir hlutdeild að morði því
enda þótt þeir teldu frásögn hans um
byssuhvarfið fjarstæðukennda „yrði
ákærða ekki refsað, nema sannað þætti,
að huglæg refsiskilyrði væru fyrir hendi,
þ.e. að hann hefði látið byssuna í té, til
þess að hún yrði notuð í þessu skyni, eða
að hann hefði að minnsta kosti vitað eða
HEIMSMYND 63