Heimsmynd - 01.06.1987, Qupperneq 66

Heimsmynd - 01.06.1987, Qupperneq 66
Þegar Gary Hart dró sig í hlé frá bar- áttunni um forsetastólinn í Bandaríkjun- um í síðasta mánuði bættist hann í fríðan flokk stjórnmálamanna og leiðtoga sem hafa látið kynhvötina hlaupa með sig í gönur. Hér á íslandi þykja uppákomur af þessu tagi líklega heldur kyndugar, enda eru sögur um framhjáhald íslenskra stjórnmálamanna í mesta lagi eins og krassandi eftirréttur í saumaklúbbsum- ræðum en hafa ekki sjáanleg áhrif á vin- sældir viðkomandi. Þær aukast ef eitt- hvað er, eins og dæmin sanna. Ég man ekki betur en fólk hafi bara haft gaman af því þegar ... Nóg! Meira en nóg! En annars staðar eru kjósendur sem sé ekki eins umburðarlyndir. Kynlífshneyksli koma upp á yfirborðið með reglulegu millibili bæði á Bretlandi og í Bandaríkj- unum og listinn yfir þá stjórnmálamenn sem hafa mátt draga sig í hlé með skömm eftir að hafa lent á spríeríi er langur og fjölskrúðugur. En það er síður en svo nokkuð nýtt að kvenlegur yndisþokki felli menn af stalli. Eitt kunnasta dæmið um slíkt aftan úr fortíðinni er að finna í sögu Rómaveldis og snertir þau Marcus Antoníus og Kleópötru Egyptalandsdrottningu. Eftir að Júlíus Caesar einræðisherra hafði ver- ið myrtur áttust þeir við um völdin, Ant- oníus og Octavíanus, og mátti lengi ekki á milli sjá hvor yrði ofan á. Octavíanus var kjörsonur Caesars og naut því sér- stakrar virðingar en hann var mjög ungur að árum og vart jafnoki hins þrautreynda Antoníusar. Ef Antoníus hefði gengið beint til verks er lítill vafi á að honum hefði tekist að ganga milli bols og höfuðs á stráki áður en honum óx ásmegin um Marcus Antoníusvildi ekki gefa Kleópötru drottn- ingu upp á bátinn og missti af þeim sökum allan stuðning. Hann fórnaði Rómaveldi fyrir konu. John F. Kennedy naut ásta margra kvenna meðan hann dvaldi í Hvíta húsinu. Ein þeirra gekk svo naerri honum að það átti ef til vill óbeina sök á dauða hans í Dallas. of. En þá féll Antoníus kylliflatur fyrir Kleópötru drottningu Egyptalands, sem virðist hafa verið meira en lítið heillandi kona. Hann eyddi eftir það flestum stundum í Alexandríu, höfuðborg Egyptalands, og hafði Kleópötru yfirleitt með sér þegar hann fór í herferðir sínar. Hann gekk og að eiga hana þó hann væri þegar kvæntur systur Octavíanusar. Er fram liðu stundir varð dálæti Antoníusar á drottningu, og aukin áhrif hennar á pólitík hans, til þess að áróðursstaða Oct- avíanusar batnaði stórum. Flestir hinna rómversku stuðningsmanna Antoníusar yfirgáfu hann eftir að hafa reynt árang- urslaust að fá hann til að gefa Kleópötru upp á bátinn. í lokaorrustunni við Acti- um hlupu stórir hópar hermanna Antoní- usar til liðs við óvininn og hann varð að hrökklast undan á flótta ásamt Kleópö- tru. Þau frömdu síðan bæði sjálfsmorð fremur en að falla í hendur Octavíanusar sem varð þannig hinn fyrsti Ágústus. Actium Gary Harts var hótelsvítan þar sem hann dvaldi með smástirninu Donnu Rice en ansi er hún tilkomulítil Kleó- patra. Hún er bara ein í langri röð ungra stúlkna sem laðast að áhrifamönnum á öllum sviðum þjóðlífsins og breski rithöf- undurinn Paul Bailey kallar bimbos, sem má af hæfilegri léttúð nefna gellur á ís- lensku. Bailey segir um gellurnar: „Donna Rice er ein af þessum undar- lega svipuðu konum sem virðast kunna að meta félagsskap manna sem náð hafa langt og líklega hefur hún sjálf náð þeim merka áfanga að verða héðan í frá svolítil neðanmálsgrein í mannkynssögunni. Hún og hennar líkar virðast vera að leika í sápuóperu með uppáhaldsstjórnmála- manninum sínum. Ríkir og miðaldra menn eru sérstaklega veikir fyrir gellu- töfrum Donnu Rice og stallsystra henn- ar. Þessar lúxuspíur eru, umfram allt, sjálfstæðar en þó vanar því að karlmenn eyði peningunum sínum í þær. Þær eru, ólíkt hinum frægu hjákonum fyrri alda, ekki viðhöld í hefðbundinni merkingu. Þær búa í eigin íbúðum og stunda sína vinnu en eins og allar hjákonur njóta þær hins ljúfa lífs út í æsar.“ Það sem vakti fyrir Donnu Rice með því að heimsækja Gary Hart á hótelsvít- una hefur því varla verið ýkja flókið en meiri spurning er um það hvað hann var að hugsa. Hann vissi vel að fjölmiðlar höfðu áhuga á einkalífi hans, og kynlífi sérstaklega, og manaði meira að segja fréttamenn til að fylgjast með sér. Eigi að síður hélt hann sínu striki, rétt eins og Marcus Antoníus fyrir orrustuna við Act- ium, þó hann mætti vita að með því væri hann að storka örlögunum. Hvers vegna? Fór grái fiðringurinn bara svona illa með hann? Annað eins hefur gerst en samt er sjaldgæft að menn fórni vonum sínum um forsetaembætti Bandaríkjanna fyrir sæta stelpu. Kannski Hart sé sam- mála Frakkanum Michel Foucault sem sagði: „Það er þess virði að deyja fyrir kynlíf ... Kynlíf er svo sannarlega þrung- ið dauðahvötinni." Ekki er gott að segja hvort John F. Kennedy hefði tekið undir þessi orð en hins vegar segja sumir að hann hafi beinlínis látið lífið vegna lítt seðjandi kynhvatar. Hann svaf hjá fjölda kvenna meðan hann bjó í Hvíta húsinu - þag- mælska blaðamanna um hann og fleiri forseta kann að hafa fyllt aumingja Hart fölsku öryggi - og ein þeirra virðist hafa verið óvenju aðgangshörð. Kennedy var veikbyggður likamlega, þó hann virtist oftastnær geisla af lífsþrótti, og eftir Gary Hart hefur löngum sóst eftir félagsskap fag- urra kvenna. I kosningabaráttunni 1982 hafði leyniþjónustan nokkrar áhyggjur af sambandi hans og leikkonunnar Debru Winger. 66 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.