Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 71

Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 71
KMOm ÁSTARBRÉF EINSTEINS En þó móðirin gripi til ýmissa ráða til að reyna að lokka son sinn af villu síns vegar dugði það ekki. Hann hélt sam- bandinu við Milevu og þau skrifuðust á af kappi þegar þau voru ekki saman. Vísindasagnfræðingar segja að bréfin sýni hversu þroskuð hugsun Einsteins hafi verið orðin, þegar um tvítugt, og hann bar ýmis drög að síðari hugmynd- um sínum undir Milevu. Hún hafði mikinn áhuga á vísindum og hvatti hann áfram en lagði sjálf ekki ýkja mikið til málanna. í maí 1901 komst Mileva að því að hún var með barni. Einstein tók fréttunum með fögnuði og taldi að allt myndi bjarg- ast en fjölskylda hans „úthúðaði mér á andstyggilegan hátt“, eins og Mileva skrifaði vinkonu sinni. Samkvæmt bréf- unum eignaðist Mileva dóttur á heimili foreldra sinna og var hún kölluð Liese. „Ég er utan við mig af hamingju,“ skrif- aði Einstein. „Það eina sem við þurfum Albert Einstein og fyrri kona hans, Mileva Maric. Þau eignuðust dóttur fyrir hjónabandið sem virð- ist hafa gufað upp! Einstein og Mileva skildu árið 1919 og skömmu síðar kvæntist vísindamaðurinn síðari konu sinni, Elsu. Hér stíga þau um borð ískipá leiðtil Ameríku haustið 1933 eftir að valdataka nasista hafði gert Einstein ókleift að starfa í Þýskalandi. að leysa er hvernig við getum haft Lieserl litlu hjá okkur. Ég vil ekki að við þurfum að sjá af henni." En svo fór nú samt. Þau Einstein og Mileva gengu í hjónaband í Bern árið 1903, þótt andstaða móður hans hefði síst minnkað, en fáum sögum fer af Liese. Þau eignuðust síðar tvo drengi, Hans Albert og Eduard, sem nú eru báð- ir látnir. Að því er fram kemur í bréfi, sem birtast mun í öðru bindi heildarút- gáfu Einsteins, fréttu þau hjónin skömmu eftir hjónavígsluna í Bern að Liese væri búin að ná sér að fullu eftir skarlatssótt, en eftir það er hvergi minnst á litlu stúlkuna og helst mætti ætla að hún hefði aldrei verið til. Meðan hún lá í skarlatssóttinni dvaldi hún hjá ættingjum móður sinnar í heimahéraði þeirra sem nú er í Júgóslavíu. Því hefur getum verið leitt að því að Maric-fjölskyldan hafi alið stúlkuna upp eða að hún hafi verið ætt- leidd af einhverjum nágrönnum hennar. Á því fást hins vegar varla skýringar úr þessu þar sem ekki er minnst einu orði á Liese í öllum þeim heimildum sem til eru um Einstein, hvorki hjá honum sjálfum né öðrum, eftir að stelpugreyið reis úr skarlatssóttinni. Hvorugur foreldra hennar minntist nokkru sinni á hana framar. Hjónaband Einsteins og Milevu varð raunar ekki ýkja langt. Þau skildu að borði og sæng árið 1914 og lögform- lega fimm árum síðar. En Mileva Maric var ekki fyrsta ástin í lífi Einsteins. í bókinni væntanlegu eru birt nokkur glóðheit ástarbréf sem fóru milli hans og Marie Wintelers, dóttur kunningja foreldra hans. Einstein var þá tæplega tvítugur og skrifaði Marie meðal annars: „Það er svo unaðslegt að geta þrýst að hjarta sér bréfmiða sem tvö svona elskuleg augu hafa virt fyrir sér og tvær mjúkar hendur hafa farið um.“ En aðeins nokkrum mánuðum seinna kom babb í bátinn. Ef til vill hefur Einstein þá verið búinn að hitta Milevu Maric; altént skrifaði Marie honum harmi lostin: „Þú skrifar mér að þú viljir ekki skrif- ast á við mig lengur, en hvers vegna ekki, ástin mín?“ Hún fékk víst ekkert svar. HEIMSMYND 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.