Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 74
fjarlægari heiminum en hún er nú. En
hann komst að því að jafnvel ekki á
íslandi var hægt að finna sér griðland.
Um þetta yrkir hann meðal annars í
frægu kvæði, Ferð til íslands, sem Magn-
ús Ásgeirsson þýddi svo meistaralega:
Pví Evrópa erfjarri, og einnig þá raun-
veruleikinn.
Við örœfa- og söguhefð landsins þeir
kaupa sér dvöl,
sem dreymir sitt líf vera í óþökk, til
einskis,
og andlitin fölu, sem böl
of heitra tálkossa tœrði, á þess öræfum
laugast.
En tekst það? spyr skáldið og svarar
sjálfum sér neitandi, því að alls staðar er
spurt sömu spurninganna sem knýja svo
fast á samtímann: Er hvergi trúnað að
finria? Hvar er réttlætið? Hvers vegna er
ég alltaf einn? Og samtíminn á ekkert
griðland eins og Auden átti eftir að sann-
reyna á íslandi. Hingað bárust honum
fréttir um uppreisn fasista á Spáni gegn
löglegum stjórnvöldum. Og á Hólum í
Hjaltadal varð á vegi hans dr. Herbert
Göring, bróðir Hermanns. Peir hittust
við morgunverðarborðið og skiptust á
nokkrum kurteisisorðum. Auden segir
að Herbert líkist bróður sínum ekki vit-
und og sé fremur menntamannslegur út-
lits.
Auden kom til Reykjavíkur í
júní 1936 og var einn í bænum
um hríð. Honum þótti
Reykjavík lítt fýsilegur stað-
ur, útkjálkabær af alverstu gerð og fátt
við að vera annað en drekka sig fullan á
Borginni fyrir of fjár, en þar var eini
barinn í bænum. í Hressingarskálanum
er þó hægt að fá þokkalegustu rjómakök-
ur. Á Þjóðminjasafnmu, sem opið var á
miðvikudögum og sunnudögum, sá hann
gamla altaristöflu af kvöldmáltíðinni sem
honum þótti merkileg og hann skoðaði
safn íslenskra málverka sem þá var í Al-
þingishúsinu. Safn Einars Jónssonar seg-
ir hann ekki vera fyrir vandfýsnar sálir.
Og síðan bætir hann við þeirri setningu
sem fór víst einna mest fyrir brjóstið á
mörgum: „Annað er ekki markvert að
sjá í Reykjavík nema Óla Maggadon
niðri við höfn, Odd Sigurgeirsson út um
allt, málarann Kjarval og Árna Pálsson,
prófessor í íslandssögu."
Kristján tíundi Danakonungur var
reyndar í opinberri heimsókn til þegna
sinna um þessar mundir, kom til Reykja-
víkur með fríðu föruneyti 18. júní.
Auden sá hann koma út úr Ráðherra-
bústaðnum í hóp innlendra fyrirmanna.
Um þá segir Auden að hann viti að vísu
að menn séu ekki upp á sitt besta í lafa-
frakka með pípuhatt, en eftir útliti þess-
ara manna að dæma mundi hann ekki
treysta þeim fyrir silfurskeiðunum.
Auden nefnir einnig að konungur hafi
farið að skoða Geysi sem hafi neitað að
gjósa fyrir hann og gangi um það sögur
að ástæðan hafi verið sú að af þjóðrækni-
sástæðum hafi hvernum verið gefin ís-
lensk sápa í stað ensku Sunlight-sápunn-
ar sem hann var vanur. Um þetta má
raunar lesa í Morgunblaðinu 21. júní þar
sem sagt er í löngu og alvörugefnu máli
frá þeim djúpu vonbrigðum sem skortur
Geysis á konungshollustu hafi valdið. í
þeirri grein er getið um tvær ástæður fyrir
gosleysinu. í fyrsta lagi hafi móttöku-
nefndin lagt ríkt á við umsjónarmann
hversins, Sigurð Greipsson, að hann léti
hverinn ekki gjósa að minnsta kosti tvo
daga áður en von var á konungi. Þessum
fyrirmælum hafði Sigurður ekki sinnt, en
í öðru lagi hafði hann látið í hverinn aðra
sápu en Sunlight-sápuna sem venjan var
að láta í hann. Lesendum skal látið eftir
að geta sér til um hvatirnar sem lágu að
baki þessari hegðun Sigurðar Greips-
sonar.
að voru fleiri á ferðinni þetta
sumar. Sænsk vika var haldin
í Reykjavík og Stockholms
Studentsangförbund hélt tón-
leika í Gamla Bíói 30. júní. Auden var
viðstaddur og þótti tónlistin leiðinleg
Skólapilturinn Michael
Yates sem slóst í för
með Auden og Mac-
Neice um hálendið.
bæði vegna þess að hún var ekki pólýfón-
ísk og einnig vegna þess að hann þoldi
ekki karlakóra. Einnig hófust tónleikarn-
ir á sænska þjóðsöngnum og sænska fán-
anum var veifað og allt þetta þótti Auden
belgingslegt og asnalegt og líkjast fremur
því sem búast mætti við af nasistum en
hegðun skynsamra skandinavískra lýð-
ræðissinna.
„Annað er ekki markvert að sjá í Reykjavík nema
Óla Maggadon niðri við höfn, Odd Sigurgeirsson
út um allt, málarann Kjarval og Árna Pálsson,
prófessor í Islandssögu." Þessa mynd tók Auden
af Oddi.
Auden hefur væntanlega verið
því feginn að sleppa burt úr
þessu voðalega plássi,
Reykjavík, þegar hann hélt
með rútunni norður á bóginn ásamt
fylgdarmanni sínum, Ragnari Jóhannes-
syni. Rútuferðir voru nokkuð ævin-
týralegar á þessum árum. Auden segir
um veginn fyrir Hvalfjörð að hann hefði
verið býsna erfiður yfirferðar fyrir fót-
gangandi mann. Auk þess voru íslend-
ingar almennt bflveikir og ælutaumar á
gluggum rútunnar. Þetta var þó bætt
nokkuð upp með rútubílasöng en gullöld
hans mun einmitt hafa staðið á fjórða
áratugnum. Auden þekkti vel sum vin-
sælustu lögin, svo sem eins og God save
the King og Integer Vitae (Eldgamla ísaf-
old og Hlíðin mín fríða).
Ragnar hafði útvegað þeim gistingu í
Norðurárdal, á bænum Hraunsnefi, og
þar undi Auden sér afskaplega vel. Hann
olli hins vegar fylgdarmanni sínum von-
brigðum með því að vera lítt móttæki-
legur fyrir dásemdum náttúrunnar og
fegurð hin íslenska landslags. Þó segir
Auden um Baulu að hún líti bara snotur-
lega út úr fjarska, en feginn sé hann að
þurfa ekki að klífa hana. Fossar vöktu lítt
áhuga hans, honum fannst merkilegt
hvað hver fossinn var öðrum líkur. Á
74 HEIMSMYND