Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 85

Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 85
Mynd af Markúsi ívarssyni sem Jón Stefánsson málaði. „Markús var járnsmiður sem kom sér upp feikilega merkilegu listasafni. Reglan hjá honum var sú að helmingur mánaðarteknanna fór til heimilis- ins og hinn helmingurinn í kaup á listaverkum. Erfingjar hans gáfu síðan Listasafni islands safnið hans. læti á Þjóðverjum og sjálfri leiddist mömmu þeir. Þjóðverjar eru ákaflega frekjulegt fólk, nema þýskir listamenn." Og talandi um þjóðerni er forvitnilegt að heyra túlkun Björns á því af hverju sumar þjóðir virðast hafa staðið öðrum framar í myndlistinni. Þjóðverjar hafa átt framúrskarandi tónlistarmenn og rithöf- unda en ekki eins marga myndlistarmenn en Spánverjar hafa aftur á móti átt marga stærstu málara sögunnar. „Það er merki- legt að á Spáni komu fram nokkrir stór- kostlegir meistarar með aldar millibili. Fyrst E1 Greco, svo Velasques, því næst Goya, þá Picasso og svo Dali þótt hann sé ekki eins mikill spámaður og hinir. Á Spáni var lengst af ekki til borgarastétt og því áttu þessir menn mjög erfitt upp- dráttar. Það voru aðall og kirkja sem öllu réðu og því átti Goya sem var úr berfætl- ingastétt mjög erfitt uppdráttar. En hann varð hirðmálari og það hefur eflaust bjargað lífi hans svo afhjúpandi sem hann var í list sinni. Margar svartlistar- myndirnar hans voru slíkar að hann hefði áreiðanlega verið brenndur á báli ef kon- ungurinn hefði ekki verið svona yndis- lega vitlaus að sjá ekki í gegnum gagn- rýnina og hélt þar af leiðandi vernd- arhendi yfir honum. Annars staðar eins og í Hollandi og Frakklandi féllu miklir listamenn inn í ramma borgarastéttarinn- ar, Rembrandt í Hollandi og Edouard Manet í Frakklandi síðar. Rembrandt var enginn ádeilumálari eins og Goya var enda var Holland mjög lýðræðislegt land á 17. öld, þar var enginn aðall né kirkjuveldi því Holland var orðið lút- erkst land. Hann var málari auðugrar borgarastéttar en það voru átök um hann þótt hann bryti svo sannarlega blað í listasögunni. Hús hans var selt og hann fór í felur vegna skulda. Á 18. öld birtist ótrúleg þjóðfélagsádeila í verkum Willi- am Hogarth í Englandi en hann kom úr lægri stétt.“ Um myndlist í þjóðfélagslegu sam- hengi segir Björn, að öll list feli í sér visst samfélagslegt afstæði. „Ýmist eru lista- menn byltingarkenndir eins og spönsku málararnir Goya og Picasso, eða að þeir virkja þá strauma sem liggja í samfé- laginu." Á námsárum sínum í London segist hann hafa hrifist hvað mest af myndlist síðari hluta 19. aldar, verkum Manet, Monet, Renoir, Sisley, Van Gogh og Gauguin, „björtum og yndislegum mynd- um.“ Cézanne heillaði mig hins vegar ekki fyrr en ég fór að kynnast kúbisman- um. Þegar Picasso fór út í kúbismann í myndlist sinni varð bylting í listasögunni. Picasso var á sínum upphafsárum svo sannarlega mikill ádeilumálari. Bláa tímabilið í myndlist hans endurspeglar oft veruleika lífsins í sinni ömurlegustu mynd, eins og myndir hans af vændis- konum og fátæklingum. Með kúbisman- um hverfur Picasso alveg frá öllum hug- myndum um viðurkennda fegurð og fer að skilgreina öll fyrirbæri í einföldu formi með einföldum flötum. Markmiðið var að eyða öllum smáatriðum og láta heildina orka á augað. Þannig er kúbism- inn upphaf abstraktlistarinnar, sem hafn- ar þeirri grillu að list eigi að vera fegurð. En mörg mestu listaverk veraldar eru feikilega Ijót eða réttara sagt Ijótleikinn sjálfur uppmálaður. Ópið hans Edvard Munch frá 1895 og Guernica Picassos löngu síðar. Guernica er hápólitískt verk og það er ofboðslegt listaverk, málað gegn vitfirringu borgarastyrjaldarinnar á Spáni. Ég sá þetta verk berum augum í Madrid þar sem það hangir eitt sér í stórum sal. Þar birtast á gífurlega stórum fleti þjáningar manna í öllu sínu ofboði. Mér fannst ég ganga berfættur inn í helgi- dóm. Og þannig líður manni andspænis stórri list, óháð því hvort hún er falleg eða ljót. Slík hugtök skipta ekki máli heldur hvernig verkið er unnið. Það er ekki falleg lýsing hjá Halldóri Laxness í Sjálfstæðu fólki, þegar kona Bjarts í Sumarhúsum gengur út um nótt, drepur sauðkind og drekkur úr henni blóðið en þetta er dæmi um list.“ En hvernig skilgreinir þá listfræðingur sanna myndlist, því nú eru þeir ófáir sem kalla sig listamenn?-. „Mikill listamaður verður enginn nema sá sem brýtur sér einhverja nýja leið. Þeir eru ófáir sem fást við sjónlistir og allir kalla þeir sig listamenn en sumir þeirra ganga alltaf í annarra spor. Það er reyndar langalgengast og getur leitt af sér mjög þokkalega hluti þegar best lætur en frumherjar í myndlist þótt þeir hafi oft verið verr í stakk búnir eru yfirleitt þegar upp er staðið sterkastir. Það eru þeir sem upplifa eða uppgötva eitthvað nýtt, hafa alla þá hæfileika sem til þarf og þessa djúpu tilfinningu fyrir lífinu." HEIMSMYND 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.