Heimsmynd - 01.06.1987, Qupperneq 90
RUT HALLGRÍMSDÓTTIR
O G ÁHRIF HANS
— hvaða skilaboðum
vill fólk
koma á framfœri?
Fötin skapa manninn segir máltækið.
Og fatnaðurinn, hvernig við erum til
fara, hefur áhrif á okkur sjálf, á aðra,
jafnvel líf okkar og frama. „Ef mér líður
illa fer ég og kaupi mér ný föt,“ segir ung
kona. „Til að ná langt í viðskiptalífinu er
lykilatriði hvernig jakkafötin eru, bindið
og skórnir," segir ungur forstjóri. „Að
vera vel klæddur er að vera klæddur með
tilliti til aðstæðna, að klæðast réttum
fatnaði við rétt tækifæri," segir áhrifa-
maður í tískuheiminum. „Að vera vel
klæddur er jafnframt að hafa eigin per-
sónulegan stíl, sem þó má ekki ögra um-
hverfinu um of.“
Klæðaburður kemur mikið við sögu í
daglegu lífi. Því hefur löngum verið hald-
ið fram að fólki líði betur vel til fara, það
verði sjálfsöruggara og hafi betri stjórn á
umhverfi sínu, þótt allt sé þetta afstætt.
Hins vegar benda nýlegar kannanir til
þess að áhrif klæðaburðar séu mikil,
bæði fyrir þann sem líður vel í fatnaði
sínum sem og á þá sem í kringum hann
eru. Fólk er félagsverur og föt eru félags-
Litríkar andstæður í ys og þys dagsins.
(Mynd úr Austurstræti).
leg uppgötvun. Fatnaður er vísbending
um félagslega stöðu fólks, hvaða hug-
myndir það gerir sér um sjálft sig og
jafnvel vísbending um pólitískar skoðan-
ir þess (hvort það er íhaldssamt eða
vinstrisinnað), uppruna og síðast en ekki
síst smekk. Fatnaður er ein leið til að tjá
sig, um leið og klæðaburður miðlar upp-
lýsingum um viðkomandi í allar áttir.
Hver er maðurinn í Dior-jakkafötunum,
hvaða mynd vill hann gefa af sér? Eða
stúlkan í lopapeysunni og gulu regn-
kápunni með bakpokann sinn? Hvaða
skilaboðum vill hún koma til umhverfis-
ins öðrum en að hún vilji hlífa sér við
veðri og vindum?
Maður skyldi aldrei vanmeta fyrstu
hughrif hefur oft verið sagt. Af því tilefni
vanda ólíklegustu menn oft klæðnað sinn
þegar þeir eru að sækja um atvinnu, al-
veg eins og unga stúlkan sem er að fara á
fyrsta dansleikinn. Og þótt fyrstu hughrif
við að hitta nýjan einstakling geti oft
verið villandi vísbending um hvern mann
viðkomandi hefur að geyma sýna rann-
sóknir að þau virðast oft vara lengi. Það
er staðreynd að eitt hið fyrsta sem fólk
tekur eftir þegar það hittir einhvern er
klæðaburðurinn og á nokkrum sekúnd-
um dregur fólk iðulega ályktanir út frá
honum. Hvort er fólk businesslike eða
sexy. Líttu á fötin!
Þegar engar upplýsingar liggja fyrir um
starf einstaklings, ættir, bakgrunn, fjár-
ráð og menntun eru fötin fyrsta vísbend-
ingin. Ung pönkdrottning í afar stuttu
pilsi kallar fram allt önnur viðbrögð en
maður með prestakraga. Allt er þetta
táknrænt.
Vel klæddur maður í jakkafötum kall-
ar á meiri virðingu en úlpuklæddur mað-
ur í gallabuxum. Það er ákveðin viður-
kenning umhverfisins á því sem er rétt,
sem þykir við hæfi. Ekki það að hann eigi
það skilið en rannsóknir hafa sýnt fram á
þetta. Svo tekið sé dæmi gerðu tveir
bandarískir sálfræðingar könnun á þessu
90 HEIMSMYND