Heimsmynd - 01.06.1987, Page 96
MMMlli JU >11 :l
Jakkaföt karlmanna eru íhaldssamasti
klæönaður á þessari öld. Tveir herramenn
af eldri kynslóðinni stinga saman nefjum.
framboðsfundi í sjónvarpinu kvöldið
fyrir kosningar var Guðrún Agnarsdóttir
klædd gulri prjónapeysu með blúndu-
kraga og í rósóttu pilsi. ímynd mýktar og
kvenleika.
í rannsókn sem gerð var á kvenkyns
umsækjendum stórfyrirtækis í Bandaríkj-
unum kom í ljós að þegar myndir voru
skoðaðar fengu þær konur fleiri atkvæði
sem voru íhaldssamar í klæðaburði en
hinar. Svo aftur sé tekið dæmi um fram-
bjóðendur Kvennalista kann að vera að
þær séu að hafna reglum karlasamfélags-
ins um klæðaburð, eða að klæðnaður
almennt sé nokkur vísbending um festu
eða hæfni. Og það má vera tákn um
karlrembu þegar forstjóri nokkur komst
svo að orði að þegar nokkrar konur sóttu
um deildarstjórastöður í fyrirtæki hans
hafi ein verið áberandi þokkafull og
klæðnaðurinn hafi undirstrikað það. „Ég
talaði mun lengur við hana en hinar. En
frá fyrstu stundu var ég staðráðinn í að
hún fengi ekki starfið."
Svo virðist sem konur almennt gefi sér
þá forsendu að þeim gangi betur í við-
skipalífinu séu þær íhaldssamar í klæða-
burði, noti lítinn andlitsfarða og haldi
skartgripum í lágmarki. Eða svo hafa
bandarískar rannsóknir leitt í ljós. í úr-
takinu sem skoðað var voru átta þúsund
konur á aldrinum 25 til 35 ára. Allar voru
þær vel menntaðar, hálaunaðar í topp-
stöðum og því í aðstöðu til að kaupa
dýran tískufatnað. Aðeins lítill hluti
þeirra virtist hafa áhuga á tískunni en
virtust hins vegar flestar mjög meðvitað-
ar um hvaða fatnaður væri viðeigandi og
að það væri ekki við hæfi að farða sig
mikið eða vera með áberandi hár-
greiðslu.
Sumir virðast meðvitaðri um fatnað og
áhrif hans en aðrir. Alveg eins og fisk-
arnir í sjónum eru stöðugt umluktir vatni
án þess kannski að gefa því gaum er
klæðnaður okkar einn sá þáttur dag-
legrar tilveru sem við komumst vart hjá
að gefa gaum og í sumum tilfellum getur
fatnaður hreinlega skipt sköpum, sér-
staklega í vitund manns sjálfs ...
Yngri kynslóð karlrnanna hefur, f anda tfsk-
unnar nú, hafnað of formlegum jakkaföt-
um, þótt þau séu enn sá klæðnaður sem
„krafist er" í opinberum stofnunum.
6
Q
Á unglingsárunum eru
áhrif jafningjanna meiri en
nokkurra annarra. Fáir ald-
urshópar eru eins áhrifa-
gjarnir og unglingar enda
hópurinn oft mjög einsleit-
ur f klæðaburði. Leður- og
gallafatnaður er vinsæll
meðal fslenskra unglinga
nú.
96 HEIMSMYND