Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 105
mín. Hawaiian Tropic framleiðir marg-
vísleg krem bæði fyrir andlit og líkama.
Krem þessi hrinda frá sér vatni og eru
i æskileg fyrir ljósa og viðkvæma húð, til
dæmis Sun Screen Cream PF-8 fyrir and-
litið og Protective Tanning Cream PF 2-6
(mismunandi styrkleikar), fyrir líkam-
ann. CLARINS býður upp á Gel Solaire,
Bronzage intensifaux plantes fyrir líkama
og til varnar andlitshrukkum er Créme
Antirides Solaire Indice 6.
Öll þessi krem á að bera á líkama og
; andlit oftar en einu sinni. Þau smjúga inn
í húðina og vinna sitt starf þar við vörn
svo sífellt þarf að bæta á. Þessi krem
hjálpa einnig til við að viðhalda litnum
og veita jafnari áferð. Andlitskremin
verður að bera á jafnt morgna sem
kvöld.
Þótt allur þessi fjöldi krema sé á mark-
aðnum er enn ekkert krem til sem veitir
algjöra vörn, því er aldrei of varlega
i farið.
Við lok hvers sólardags þarfnast húðin
kælingar, mýkingar og næringar. Gott
bað og vandleg umhirða á eftir eru nauð-
synleg svo húðin flagni ekki. CLINIQUE
er með After Sun Balm sem er mjög
mýkjandi og inniheldur menthol-tim sem
kælir mjög vel. Soothing After Sun lotion
frá ROC er fitulaust krem sem inniheld-
ur vítamín og efni sem auka rakajafnvægi
' húðarinnar. ESTÉE LAUDER fram-
leiðir Aprés Tan Maintainers sem einnig
inniheldur vítamín og jurtaolíu og má
bera jafnt á andlit sem líkama. Hawaiian
Tropic sendir frá sér After Sun Tan, sem
ríkt er að efnum aloe vera-plöntunnar og
því mjög græðandi.
Nauðsynlegt er að halda áfram notkun
eftir-sólarkrema í nokkurn tíma eftir að
sólböðun er hætt. Auk þess að styrkja
húðina hjálpa þau til við að viðhalda
litnum. Þau krem sem hafa verið talin
upp hér ættu að geta hjálpað hverjum og
einum við að fá fallega brúna og
heilbrigða húð í sumar á styttri tíma en
áður.
Að lokum — fyrir kvöldið - gel og
froða eru þunnfljótandi farði sem gefur
húðinni jafnari og mattari áferð um leið
og hún mýkir og nærir húðina. Fyrir var-
irnar, sem vilja þorna mikið í sól, eru
bæði fáanleg gloss og krem sem verja og
mýkja. Þau eru til í mismunandi pastel-
litum sem eru ágætispunt í sólbaðinu.
Enn fremur er til sérstakt krem fyrir
kinnbein og nef sem kaupa má í stfl við
strandfötin.
Ef sólböð eru á dagskrá hjá ykkur í
sumar undirbúið þau þá strax. Fallega
brúnn líkami á skemmri tíma en áður og
sársaukalaust að auki verður niðurstað-
an, sanniði til. Og munið að betra er að
hefja undirbúninginn seint en aldrei.
*
Askriftarsími
62 20 20
HEIMSMYND 105
C~J