Heimsmynd - 01.06.1987, Page 107
i
\
i
1
Sú var tíðin, upp úr miðjum sjöunda
áratugnum, að við strákarnir höfðum svo
að segja óbyrgt útsýni. Oft vildi þó
brenna við að það sem ætlað var til sýnis
væri vart sýningarhæft. Þetta var tími
mini-pilsanna! Grunur leikur á því að
blöðrubólgutilfelli meðal íslenskra
kvenna á þessu tímabili hafi verið und-
anfari fjölda tilfella móðurlífsbólgu, sem
virðist því miður of algeng hér á landi.
Við hverju höfðu konur í mini-pilsum
svo sem búist? Muna ekki margir þá sjón
þegar þær klöngruðust þarna, blessaðar,
í 20 denier nylon-sokkabuxum, oft í hin-
um undarlegustu jafnvægisstellingum
ofan á og ofan í sköflunum út um allan
bæ, margar með pilsin svo til í beltisstað.
Sumir strákar veltu því fyrir sér hvort
allar konur hefðu blárósótta húð á lærun-
um og ýmsum fannst sem fótleggjum
kvenna væru nú í ýmsu ábótavant, svona
í flestum tilfellum. Saumakonur höfðu
nóg að gera við að stytta söluvöru hinna
nýju tískuverslana. Pilsin áttu að vera
stutt og síðan æ styttri. Sjálfum sér sam-
kvæmar gleyptu konur við öllu sem
komst í tísku og ýktu það jafnvel. Fáar
vildu vera það púkó að skera sig úr á
nokkurn hátt. í útlöndum sögðu Mary
Quant, Twiggy, Courréges og meira að
segja Yves Saint Laurent, sem þá var
nýhættur hjá sjálfum Dior, að svona ætti
þetta að vera og hvað er þá til ráða?
Það var um miðbik sjöunda áratugar-
HEIMSMVND 107