Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 113
góð borðvín og verða að vera frá vissum
svæðum í Þýzkalandi. Gæðavín skiptast í
Qualitátswein og Qualitátswein mit Prá-
dikat eða í gæðavín og svonefnd eðalvín.
Eðalvín skiptist svo aftur í Kabinett,
Spátlese, Auslese, Beerenauslese og
Trockenbeerenauslese (Vaðlaheiðarvega-
gerðarverkfærageymsluskúr). Upphaf-
lega þýddi Kabinett það vín, sem er
geymt í vínkjallaranum (eða resérve sem
getur þýtt hvað sem er), og hlýtur því að
vera gott. Spátlese merkir seintínt, sem
þýðir að berin eru orðin þroskuð við
uppskeruna, Auslese að sérlega þrosk-
aðir klasar eru sérstaklega valdir og tínd-
ir, Beerenlese að óvenju þroskuð vínber
eru tínd sér og Trockenbeerenauslese að
vínberin eru samanskroppin í rúsínu-
stærð vegna myglu, sem sest á þau
(Edelfáule, algjör sveppur) og sýgur burt
allan raka svo eftir situr sykurinn einn,
nokkur einmana steinefnasambönd og
sitthvað fleira. Þetta gefur sérstakan hun-
angskeim sem er óborganlegur og maður
fer að skilja orðið nektar. Þessi skipting
hefur að nokkru leyti breytzt og nú fer
hún eftir eðlisþyngd safans áður en hann
gerjast. Sykurmagn er mælikvarði á gæði
þýzkra vína.
Enn ein tegundin er kölluð Eiswein
(ísvín) en þá eru berin tínd eftir frostnótt
og pressuð á meðan þau eru enn hrímuð.
Kuldinn bindur þá rakann og sýran
ásamt sykrinum fer út í vínið. Þetta gefur
sérstakt eins og skarpt bragð, sem er
eftirsótt en dálítið umdeilt og umfram
allt dýrt.
Beztu vínhéruð Þýzkalands eru Mosel-
Saar-Ruwer, eins og áður sagði,
Rheingau, Rheinhessen og Rheinpfalz.
Helztu vínberin eru Riesling, Sylvaner
og Muller-Thurgau, sem er blendingur
Sylvaners og Rieslings. Látið ykkur samt
ekki detta í hug að geta framkallað þetta
vínber með tilraunum, því að Muller
RHEINPFALZ:
Forster Urtgeheuer Rutander Auslese 83
Qualitátswein mit Prádikat
f^eitt vín og viss þokki. Löng og gefandi
bragðending. Mjög ólíkt Rieslingvínunum
°9 dálítið kryddað (ef til vill er það nálægðin
við Alsace).
Þetta sýnir hvernig hægt er að hripa niður
glósur í flýti ef maður hefur áhuga á víni og
munið að ef vínum er aldrei lýst með orðum
bá verður þeim aldrei lýst með orðum.
Þessari grein var ekki ætlað að segja allan
sannleikann um öll vín í Þýzkalandi, en gefa
ef til vill smávegis nasasjón af fordyri must-
erisins þannig að víkka megi gáttina síðar
meir.
HEIMSMYND 113