Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 116

Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 116
Gígja á heimili sínu á Sjafnargötunni ásamt kettinum Felix. ✓ Líf í utanríkis- þjónustunni Gígja Björnsson segir frá lífi sínu sem sendiherrafrú í útlöndum eftir llluga Jökulsson Hún stóð við hlið manns síns í opinber- um veislum í helstu borgum heims; bauð ráðherrum og forsetum til matar hjá sér og skálaði við kóngafólk í kokkteilboð- um. Nú heldur hún heimili fyrir síams- köttinn Felix á Sjafnargötunni og bæði virðast býsna ánægð með sitt hlutskipti. „Þetta er vinalegasti köttur,“ segi ég þegar Felix hefur skoðað mig hátt og lágt og lagt yfir mig, vona ég, sína aristókrat- ísku blessun. „Já,“ samsinnir Gígja. „Þetta er vina- legasti köttur." Svo brosir hún og brettir upp ermina á kjólnum sínum svo djúp skráma blasir við á framhandleggnum. „Svona er hann nú vinalegur!" Felix er sem sé ekkert blávatn þegar svo ber undir en það er Gígja Björnsson ekki heldur. Hún er kannski ekki lengur neitt unglamb og þarf að styðja sig við staf til öryggis eftir nýlegan uppskurð, en er þó greinilega leiftrandi af lífsfjöri og þrótti. Ung gekk hún að eiga Henrik Sv. Björnsson og fylgdi honum víða um lönd, þar sem hann var við störf fyrir íslensku utanríkisþjónustuna sem einmitt um þær mundir komst á legg. Um leið varð hún tengdadóttir fyrsta forseta lýð- veldisins og átti þess kost að fylgjast með mótun þess háa embættis. Hún ól börn sín upp í útlöndum og þar búa þau enn, þótt sonur hennar, alnafni forsetans afa síns, sé brátt væntanlegur frá London til starfa í utanríkisráðuneytinu hér, móður sinni til mikillar gleði. Hún kveðst nú vera bæði sátt og þakklát þegar hún lítur yfir farinn veg. „Auðvitað hef ég minn söknuð," segir hún og á þá við mann sinn sem lést fyrir tæpum tveimur árum. „En minningar á ég hins vegar ekki nema góðar.“ Heimilið á Sjafnargötunni er fullt af þessum minningum. Þetta er vandað ís- lenskt menningarheimili í gömlum stíl og þó á ýmsan hátt ákaflega nútímalegt; þarna er bjart yfirlitum og litir smekk- lega valdir saman; hvergi er ofhlaðið munum eða málverkum þótt þau hjón hafi bersýnilega átt yfrið nóg af minja- gripum frá útlöndum til að prýða með heimili sitt. Hún sýnir mér meðal annars gamla myndasögu frá Eþíópíu, málaða björtum litum á geitarskinn, og segir 116 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.