Heimsmynd - 01.06.1987, Page 125

Heimsmynd - 01.06.1987, Page 125
ARKflBdUR Listaskólinn í Glasgow, anddyrishlið. Formsterk framhliðin er fínskreytt með járni í handriðum og í gluggum á vinnustofum nemenda, en þeir snúa allir í norður. Síðastliðinn áratug hafa verið að koma á markað hægt og hljótt húsgögn sem bera vott um sterka formtilfinningu. Húsgögn sem blanda saman ákveðnum stífum formum og mýkt náttúrunnar. Nú er svo komið að enginn getur ætlast til að vera beðinn um mynda- tökur fyrir híbýlisritin án þess að hafa þannig stól einhvers staðar uppstilltan. Hér er um að ræða húsgögn eftir skoska arkitektinn Charles Rennie Mackintosh og í ljósi nútíma fjölsmíði þeirra er gaman að gera sér grein fyrir því að uppruni þeirra er nokkuð ein- stakur. Þau eru flest ef ekki öll hönnuð fyrir ákveðnar byggingar sem Mackintosh gerði og jafnvel ákveðna staði í þeim. Húsgögnin eftir Mackintosh eiga það flest sameiginlegt að formið er ráð- andi og þægindi og stundum notagildi þeirra eru höfð í öðru sæti. Þó má segja að flest hús- gögnin, til dæmis borð og stólar, gegni hlutverki sínu fullkomlega vegna þess að þau eru oft ætluð til að horfa á þau og njóta þeirra án þess að nota þau á venjulegan hátt. Mackintosh lagði mikið upp úr heildarstílmynd í hönnun sinni á byggingum og þurfti því að láta búa til flest húsgögnin svo að svipur húsanna og húsgagnanna hjá honum stangaðist ekki á. Sumir stólarnir eru í raun mótíf í rúmmyndum sem hann hugsaði upp þegar hann vann við bygg- ingar sínar. Þeir eru oft fallegri í fjarlægð eða þegar komið er inn í þau herbergi sem þau prýða. Það er eins og fjarlægðin frá þeim hjálpi áhorfendum að endurlifa formin, sem eru á köflum goð- sagnakennd. Þessi eiginleiki er að fullu nýttur í dag við notkun á húsgögnum eftir Mackintosh. Þau hafa til skamms tíma verið illfá- anleg og alveg óeðlilega dýr miðað viö tilkostnað. Má gera ráð fyrir að þeim sé haldið í háu verði af framleiðendum til að undirstrika þennan þátt fjarlægðar frá almenningi. eftir Halldór Gíslason
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.