Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 131
k
glingurs. Mackintosh nær því meö því að
nota sterkar andstæður í lit og efni og
mjög stífri uppröðun húsgagna. Þarna
1 sést einmitt að húsgögnin eru ekki síst
gerð til að horfa á þau úr fjarlægð og má
segja að þegar fólk situr við borðin
skaddist heildarmyndin! Innréttingarnar
í Windyhill voru skemmdar mikið af nýj-
um eigendum um 1920 en núverandi eig-
andi hefur lagt sig mjög fram um að
endurbyggja húsið í upprunalegri mynd.
Húsið Hill House gerði Mackintosh
árið 1902 og er það stærsta og íburðar-
mesta íbúðarhúsið sem hann teiknaði.
Þaðan koma sum af skemmtilegustu og
vinsælustu húsgögnum hans. Húsið
stendur í halla og Mackintosh skipulagði
líka allan garðinn og gekk svo langt að
1 gefa skipanir um hvernig klippa skyldi
trén, svo þau fullkomnuðu þá mynd sem
hann sá fyrir sér. Hann hannaði flest
húsgögnin, allt niður í áhöldin sem notuð
voru til að skara í eldinn í arninum.
Anddyrið í húsinu er mjög hátíðlegt og
um leið mjög hlýlegt, þar sem allt fellur
saman. Teppin og gluggarnir voru unnin
af honum og konu hans. Þarna gætir
mjög sterklega allra ferninganna, sem
svo mjög einkenna verk hans, í skilrúm-
um, stólum og teppinu, en blómaform
koma iðulega fram í þeim hlutum sem
Margaret Macdonald skipti sér af. Hún
aðhylltist sem fyrr segir hreinni Art Nou-
i veau-stefnu en hann.
Svefnherbergið er kapítuli út af fyrir
sig, þar sem allt er í hlýjum rjómagulum
lit. Húsgögnin og rýmið mynda mjög
skemmtilega sinfóníu. Spegilinn og stól-
ana er nú hægt að fá keypt í húsgagna-
verslunum. Rúmið er staðsett í nokkurs
konar hvelfingu, sem gerir það að verk-
um að fólk getur haft tilfinningu fyrir
i litlu rými þó það sé inni í stóru herbergi.
Hill House er rétt fyrir utan Glasgow og
er varðveitt á vegum skoska arkitektafé-
lagsins og það er opið almenningi hluta
úr degi hverjum.
Mackintosh var einnig beðinn að inn-
rétta nokkur veitingahús og þótti takast
nokkuð vel upp við það, og þar hefur
húsgagnahönnun hans kannski fengið að
njóta sín til fullnustu. Hann skemmti sér
i eflaust við að gera stensla fyrir málun á
veggina, skerma, stóla og borð, dúka og
borðbúnað, og þeir gefa veitingastöðun-
um mjög sterkan sameiginlegan svip sem
endurspeglar glæsileika þessa tíma. Enn í
dag er hægt að fara í verslun við aðal-
verslunargötu Glasgow-borgar og virða
fyrir sér innréttingar Vki7/ow-tehússins.
Þó hin tehúsin hafði nú verið lögð niður
eru sumar innréttingarnar í geymslu og
bíða endurreisnar.
Hillhouse, teikning eftir Mackintosh. Teikningar hans voru yfirleitt í þessum stíl, flatar
og grafískar. Hann lét klippa trén til að þau litu út eins og á myndinni.
HEIMSMYND 131