Heimsmynd - 01.06.1987, Side 132
KVIKMYNDIR
Foxtrot er hraður og dramatískur dans
sem var upp á sitt besta um svipað leyti
og Charleston. En Foxtrot er líka kvik-
mynd sem fyrirtækið Frostfilm er nú að
hefja undirbúning að og aðstandendur
eru staðráðnir í að marki nokkur tíma-
mót í stuttri en viðburðaríkri íslenskri
kvikmyndasögu.
„Það er tvennt sem hefur háð íslensk-
um kvikmyndum meira en nokkuð ann-
að, þó það eigi alls ekki við um allar
íslensku myndirnar," segja þremenning-
arnir sem standa að Frostfilm. „Annars
vegar skortur á góðum og mynd-
málsríkum handritum og hins vegar
vöntun á fagmannlegri pródúksjón. Við
ætlum leggja allt í sölurnar til að bæði
þessi atriði verði í lagi hjá okkur.“
Þessir þremenningar eru þeir Jón
Tryggvason, Ásgeir Bjarnason og Karl
Óskarsson. Þeir hafa einbeitt sér að aug-
lýsingagerð síðustu árin en alltaf ætlað
sér út í gerð leikinna mynda af fullri
lengd. Karl hefur mesta reynslu þeirra
félaga hér á íslandi en síðan hann kom
heim frá námi í kvikmyndatöku hefur
hann séð um tökur á fjórum íslenskum
myndum. Þær eru Okkar á milli sem
Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði, Á hjara
veraldar eftir Kristínu Jóhannesdóttur,
Atómstöð Þorsteins Jónssonar og loks
Stuðmannamyndin Hvítir mávar. Jón
Tryggvason nam hins vegar leiklist og
kvikmyndastjórn við New York Univers-
ity og lék á sviði í einum fimm leikritum
vestan hafs, auk þess sem hann tók þátt í
gerð nokkurra svokallaðra underground-
kvikmynda. Ásgeir er ekki menntaður í
sérstökum kvikmyndafræðum en hann
lýsir sjálfum sér sem kvikmyndaástríðu-
manni sem alltaf hafi lifað og hrærst í
heimi bíómyndanna. Hann verður fram-
leiðandi, eða pródúser, nýju myndarinn-
ar; Karl annast að sjálfsögðu kvikmynda-
tökuna og Jón verður leikstjóri.
Þeir Ásgeir, Karl og Jón vildu sem
allra minnst segja um efni myndarinnar
þegar HEIMSMYND ræddi við þá.
„Við ætlum ekkert að vera að flýta
okkur með þessa mynd, hún verður
áreiðanlega ekki frumsýnd fyrr en eftir
um það bil ár, og það væri út í hött að
vera búinn að lýsa söguþræðinum marg-
oft í smáatriðum þegar loksins verður
farið að sýna hana. Sumir kollegar okkar
hafa brennt sig á þessu, verið búnir að
rekja alla söguna í blöðum áður en
myndirnar eru frumsýndar og allir þess
vegna búnir að mynda sér skoðanir á
þeim. Það eina sem við viljum segja um
132 HEIMSMYND