Heimsmynd - 01.06.1987, Side 133
Foxtrot er, að þetta er mynd um ungt
fólk sem lendir í miklum vanda. Hún
gerist í Reykjavík og á Suðurlandi og má
alveg kallast spennumynd. Eins og við
sjáum hana fyrir okkur verður hún að
minnsta kosti mjög spennandi, og
skemmtileg án þess að vera gaman-
mynd.“
Það er orðinn talsverður aðdragandi
að þessari fyrstu leiknu kvikmynd
Frostfilms. Þeir félagar hafa sótt um
styrk frá Kvikmyndasjóði nokkur und-
anfarin ár vegna annarrar myndar en sú
hefur verið lögð á hilluna á bili.
„Við köllum þá mynd EVÓ, sem er
stytting á vinnuheitinu Ein vika í októ-
ber. Fyrir tæpu ári vorum við komnir
með fullklárað handrit og áttum þá fund
með Sveinbirni I. Baldvinssyni, rithöf-
undi, og ætluðum að biðja hann að að-
Í MIÐ-ATLANTSHAFSRYÞMA
stoða okkur við að reka endahnútinn á
verkið. Fundurinn varð langur og fjörug-
ur og alls konar hugmyndir skutu upp
kollinum. Svo þegar við vorum að ljúka
honum minntist Sveinbjörn allt í einu á
hugmynd sem hann hafði sjálfur gengið
með í maganum og kallaði Foxtrot.
Eftir að hafa heyrt útlistun Svein-
björns á hans hugmynd og hrifist af henni
fórum við að hugsa okkar gang. Við
komumst að þeirri niðurstöðu að EVÓ
væri líklega of stór biti að kyngja, svona í
fyrstu tilraun. Myndin á að gerast á dá-
lítið ótilteknum tíma og það þyrfti alls
konar tilfæringar til að koma henni á
hvíta tjaldið. Það verður líka sjálfsagt
mjög dýrt og þess vegna ákváðum við að
minnka áhættuna við fyrstu mynd okkar
og stefna að því að gera Foxtrot fyrst.
Hún er mun nær íslenskum raunveru-
leika eins og hann er nú heldur en EVÓ
og við erum ekkert að blekkja sjálfa
okkur; við gerum okkur grein fyrir því að
til þess að kvikmynd geti gengið á íslandi
verður hún að ná á einn eða annan hátt
til fjöldans."
Er þannig ákveðið hafði verið að gera
Foxtrot á undan Einni viku í október
settist Sveinbjörn Baldvinsson við ritvél
sína og hóf ritun uppkasts fyrir Kvik-
myndasjóð. Hann bjó við ágæta aðstöðui
því hann stundar nú nám í handritsgerð
við í/CE/i-háskóla og hefur auk þess
skrifað handrit að sjónvarpsleikritum.
Uppkastið var síðan lagt fyrir Kvik-
myndasjóð ásamt rökstuðningi og fjár-
hagsáætlunum Frostfilms og endirinn
varð sá að sjóðurinn veitti tíu milljónir
króna til verksins.
Þá hófst handritsgerðin fyrir alvöru.
Þeir Frostfilm-menn vildu að fram kæmi
að þeir væru mjög ánægðir með samstarf
sitt við Sveinbjörn; hann hefði unnið af
miklum krafti og handritið væri mjög
gott. Á lokastigi vinnslunnar fékk Svein-
björn góða aðstoð, þar sem var Lárus
Ýmir Óskarsson kvikmyndaleikstjóri.
„Það má segja að Lárus sé eins konar
guðfaðir myndarinnar. Hann hefur titil-
inn upptökustjóri, eða production mana-
ger, og hefur reynst okkur mjög vel.
Hann hefur verið mjög opinn og pósitífur
í okkar garð, þó hann hafi ekki þekkt
okkur neitt sérstaklega vel áður en við
leituðum til hans. Við stöndum í mikilli
þakkarskuld við Lárus Ými.“
Stundum heyrist því fleygt að kvik-
myndagerðarmenn sem lent hafa í
auglýsingabransanum, eins og þeir
Frostfilm-þremenningar, verði fátæklegri
Þremenningarnir sem standa að Foxtrot. Frá vinstri Karl Óskarsson, Ásgeir Bjarnason,
Jón Tryggvason.
HEIMSMYND 133