Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 73

Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 73
Indverskir staðir eru einna vinsælastir af austurlenskum matsölustöðum í London. Bombay Brasserie á Bailey’s hótelinu rétt hjá Gloucester Road brautarstöðinni er í hópi þeirra bestu. Staðurinn er innréttaður í anda nýlendutímans og kostuðu innréttingarnar eina og hálfa milljón punda. eru fleiri veitingastaðir, meðal annars vínbarinn Deals (þar sem Fergie var stödd sama kvöld og við vorum þarna), en einn eigenda er Linley markgreifi, sonur Margrétar prinsessu. INDVERSKUR MATUR Af hveiju eru Lundúnabúar heillaðir af indverskum mat? Af því að hann er kryddaður, saðsamur og öðruvísi, en það eru mexíkanskir og afrískir réttir líka og ekki njóta þeir svipaðra vinsælda. Hver er þá ástæðan? Ofboðslegt fram- boð sem kallar á eftirspurn? Eitthvað er það en indversk veitingahús eru bókstaf- lega út um allt í London, allt frá fábrotn- um take-away stöðum upp í glæsilegustu veitingahús borgarinnar. Sumir forðast að tala um indverska veitingastaði, frek- ar eigi að kalla þá suður-asíska þar sem margir hverjir séu í eigu annarra en Ind- verja og í mörgum indversku eldhúsanna séu kokkarnir frá Bangladesh sem er allt annar handleggur. Margir íslendingar, sem dvalið hafa langdvölum í London, sakna helst ind- versku staðanna þegar þeir minnast heimsborgarinnar. Aðrir sækja ind- verska veitingastaði vegna fjölbreyttra grænmetisrétta sem er vissulega í takt við tíðarandann og minnkandi kjöt- neyslu. í öllu falli er indversk matargerð- arlist í London á háu stigi. Verðlagið spannar allan skalann og það er aragrúi af ódýrum, góðum stöðum. Hafi fólk tíma í stórborginni er upplagt að fara að- eins út fyrir borgina (Brick Lane, South- all og Wembley) og borða á stöðum sem Asíubúar velja sjálfir. Indversk máltíð samanstendur af mörgum réttum sem dreift er á borðið og það er eina leiðin að borða indversk- an mat, að smakka á öllu. Indverjar líta á máltíðina sem sameiginlega athöfn. Með þessu móti gefst tækifæri til að bragða á ólíkum réttum sem bæta hverjir aðra upp. Með indverskum mat á bæði að panta hrísgrjón og brauð. Ef fólk vill ekki hrísgrjón er ráðlagt að panta tan- doori nan-brauð. Þá er jafnframt bent á að sósa er ekki í öllum réttunum. Setja skal hrísgrjónin til hliðar við réttinn og þurrka burt síðustu leifar sósunnar með brauðinu, áður en næsti réttur er prófað- ur. blað með soja- og plómusósu og vorlauk. Það var mjög gott líka, sérstaklega sós- an, og lambið einnig sem er matreitt þannig að engin fita er eftir. (Þessi réttur kostar 8 pund). Því næst fengum við stórar rækjur með handunnum núðlum sem eru léttsteiktar meðan hrært er í (kostar tæp 7 pund). Snilldin við kínverska matreiðslu er einmitt fólgin í því að hræra við steik- ingu, gufusjóða, bæði í opnu og lokuðu íláti og blanda saman hráefnum og kryddum en það kallar Mr. Lo að hrá- efni gangi í hjónaband. Hann segir kín- verskan mat einkennast af því að vera í senn sterkur, kryddaður, léttur, bragð- mikill en ferskur um leið. Nýi staðurinn hans Ken Lo, sem ber sama nafn og er við Chelsea höfnina í suðvesturhluta London, er afar fallegur. Hann er á tveimur hæðum og málaður í ljósgulum lit, sem Mr. Lo segir að sé lit- ur keisaranna. Á neðri hæðinni er lögð áhersla á Dim Sum sem eru kínverskir smáréttir en þeirra er neytt á öllum tím- um sólarhrings og njóta mikilla vinsælda í kínahverfum London, New York, Tor- onto, San Fransisco og Los Angeles. Með Dim Sum eru ekki borin fram hrís- grjón. Réttirnir eru djúpsteiktir eða gufusoðnir í lokuðum bastkörfum. Mr. Lo bauð okkur upp á Dim Sum máltíð og í kjölfar hennar lét hann bera fram gufusoðinn karfa og ljúffengan hörpu- skelfiskrétt. (íslenskir matreiðslumeist- arar mættu margir hverjir huga að því hvernig kínverskir kokkar gufusjóða hörpuskelfisk þannig að hann er mjúkur, ekki seigur!) Kínverjar drekka ekki vín með matn- um nema við hátíðleg tækifæri og þá oft brandy. Þar sem rauðvín eða hvítvín er ekki eðlilegur þáttur kínverskrar máltíð- ar er upplagt að drekka te eða bjór með matnum. Kínverski bjórinn, sem er vin- sælastur í London, heitir Tsing Tao. Að sögn Kenneth Lo er aðeins eitt orð á kínversku, jiu, yfir bjór, vín og brennda drykki. „Á veitingahúsum í Hong Kong, Singapore og Taiwan er algeng sjón að sjá vel klædda Kínverja með margar viskí- flöskur á borðinu rétt eins og um borðvín væri að ræða en margir þeirra halda að skoskt vískí sé breskt vín og gúlpa því í sig. Að mínu viti hefur ekki náðst samband milli kín- verskrar matargerðarlistar og létts víns þótt margar tegundir fari ágætlega með ýmsum réttum," segir Ken Lo. Á efri hæð veitingahússins við Chelsea Harbour er fínni matseðill, þar sem sér- stök áhersla er lögð á fisk- og sjávarrétti og grænmetisrétti frá ýmsum héruðum í Kína. Útsýnið yfir höfnina er frábært, þar dóla litlar snekkjur við akkeri og skýjakljúfur fylgist með í næturhúminu en á efstu hæðinni býr Michael Caine sem stundum skreppur út í Dim Sum. I sömu byggingu og veitingahús Ken Lo er HEIMSMYND 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.