Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 74

Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 74
Matseðillinn á Bombay Brasserie er mjög fjölbreyttur en á honum má finna rétti frá hinum ólíkustu héruðum á Indlandi. Um það eru skiptar skoðanir hvort drekka eigi vín með ind- verskum mat. Sum vín fara ágætlega með mjög krydduðum mat, til dæmis Gewiirtzraminer, Muscadet, Sauvignon og Cotes du Rhone. Bjór, gosdrykkir, vatn og indversk mjólkurblanda með jógúrt eru frískandi drykkir með indverskum mat. Pað síðastnefnda fer vel með biryani, sem er mjög sterkur hrísgrjónaréttur. Ef fólki finnst indverskur matur of sterk- ur er ekki ráðlagt að grípa vatnskönnuna heldur fyrirbyggjandi aðgerð, að panta á borðið strax jógúrtsósu með agúrkubit- um. Þessari sósu er blandað saman við hrísgrjónin og dregur hún úr áhrifum kryddanna. Te er besti eftirrátturinn á indverskum stað. Indversk matargerðarlist skiptist nokkuð eftir héruðum. í suðurhluta Ind- lands er meiri áhersla lögð á grænmetis- rétti, bæði sterka og súra. í norðurhluta landsins er meira neytt af kjöti, það eru mongólsk áhrif, sérstaklega í norðvestur- hluta landsins, við landamæri Afghanist- an. Þar er maturinn oft mjög þurr og kebab-réttir táknrænir. Tandoori-fæðið er kennt við samnefndan ofn, sem er djúpur leirofn. Fæði kennt við Góahér- aðið á vesturströnd Indlands byggir aðal- lega á fiskréttum. Við hefðbundna mat- reiðslu á þessu svæði er notuð kókós- hnetumjólk og mikið af kryddum. Bengalbúar þykja meistarar í fiskréttum, sérstaklega í matreiðslu á humri. Bombay Brasserie þykir einn af betri indversku matsölustöðunum í London, en hann er í eigu tælenskrar hótelkeðju. Þessi staður er á Bailey’s hótelinu, alveg við Gloucester Road brautarstöðina (við hliðina á samnefndu hóteli, sem margir íslendingar þekkja). Bombay Brasserie er stórglæsilegur staður en fyrir nokkr- um árum var einni og hálfri milljón punda varið í innréttingar í indverskum höfðingjastíl og varð staðurinn sá fyrsti í röð indverskra veitingahúsa með innrétt- ingar í anda nýlendutímans. Gestir Bombay Brasserie fá sér gjarn- an fordrykk £ glæsilegu anddyrinu með mjög krydduðum salthnetum. Drykkjar- blöndur sem boðið er upp á eru til dæm- is Mango Bellini, kampavín með mangó- og limesafa eða óáfengur Humphrey’s Special, mangó-, appelsínu- og limesafi blandaður með jarðarberjasýrópi. Handan þessa anddyris er aðalsalurinn þar sem píanóleikari skapar notalega stemmningu. Þar utan er stór blómasalur þar sem andrúmsloftið er léttara og óformlegra. Vilji fólk fá ólíkan forsmekk í forrétt- um mælum við með, Malabarkrabba, sem er réttur úr snöggsteiktu krabba- kjöti með kryddi, hakkaðri kókóshnetu og karrflaufum. Beinlaus Tikkakjúkling- ur, maríneraður í jógúrt og kryddi og síðan steiktur í leirofni, er annar góður forréttur. Dahi Pakodi er heiti yfir létt- ar, mjúkar linsubaunabollur sem eru gufusoðnar, vættar í kryddaðri jógúrt og síðan velt upp úr bragðsterkum ávaxta- og kryddmaukum. Frábær forréttur er síðan Sev Batata Puri, vinsæll réttur frá 74 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.