Heimsmynd - 01.05.1989, Qupperneq 74
Matseðillinn á
Bombay Brasserie er
mjög fjölbreyttur en
á honum má finna
rétti frá hinum
ólíkustu héruðum á
Indlandi.
Um það eru skiptar skoðanir
hvort drekka eigi vín með ind-
verskum mat. Sum vín fara
ágætlega með mjög krydduðum
mat, til dæmis Gewiirtzraminer,
Muscadet, Sauvignon og Cotes
du Rhone. Bjór, gosdrykkir,
vatn og indversk mjólkurblanda
með jógúrt eru frískandi drykkir
með indverskum mat. Pað síðastnefnda
fer vel með biryani, sem er mjög sterkur
hrísgrjónaréttur.
Ef fólki finnst indverskur matur of sterk-
ur er ekki ráðlagt að grípa vatnskönnuna
heldur fyrirbyggjandi aðgerð, að panta á
borðið strax jógúrtsósu með agúrkubit-
um. Þessari sósu er blandað saman við
hrísgrjónin og dregur hún úr áhrifum
kryddanna. Te er besti eftirrátturinn á
indverskum stað.
Indversk matargerðarlist skiptist
nokkuð eftir héruðum. í suðurhluta Ind-
lands er meiri áhersla lögð á grænmetis-
rétti, bæði sterka og súra. í norðurhluta
landsins er meira neytt af kjöti, það eru
mongólsk áhrif, sérstaklega í norðvestur-
hluta landsins, við landamæri Afghanist-
an. Þar er maturinn oft mjög þurr og
kebab-réttir táknrænir. Tandoori-fæðið
er kennt við samnefndan ofn, sem er
djúpur leirofn. Fæði kennt við Góahér-
aðið á vesturströnd Indlands byggir aðal-
lega á fiskréttum. Við hefðbundna mat-
reiðslu á þessu svæði er notuð kókós-
hnetumjólk og mikið af kryddum.
Bengalbúar þykja meistarar í fiskréttum,
sérstaklega í matreiðslu á humri.
Bombay Brasserie þykir einn af betri
indversku matsölustöðunum í London,
en hann er í eigu tælenskrar hótelkeðju.
Þessi staður er á Bailey’s hótelinu, alveg
við Gloucester Road brautarstöðina (við
hliðina á samnefndu hóteli, sem margir
íslendingar þekkja). Bombay Brasserie
er stórglæsilegur staður en fyrir nokkr-
um árum var einni og hálfri milljón
punda varið í innréttingar í indverskum
höfðingjastíl og varð staðurinn sá fyrsti í
röð indverskra veitingahúsa með innrétt-
ingar í anda nýlendutímans.
Gestir Bombay Brasserie fá sér gjarn-
an fordrykk £ glæsilegu anddyrinu með
mjög krydduðum salthnetum. Drykkjar-
blöndur sem boðið er upp á eru til dæm-
is Mango Bellini, kampavín með mangó-
og limesafa eða óáfengur Humphrey’s
Special, mangó-, appelsínu- og limesafi
blandaður með jarðarberjasýrópi.
Handan þessa anddyris er aðalsalurinn
þar sem píanóleikari skapar notalega
stemmningu. Þar utan er stór blómasalur
þar sem andrúmsloftið er léttara og
óformlegra.
Vilji fólk fá ólíkan forsmekk í forrétt-
um mælum við með, Malabarkrabba,
sem er réttur úr snöggsteiktu krabba-
kjöti með kryddi, hakkaðri kókóshnetu
og karrflaufum. Beinlaus Tikkakjúkling-
ur, maríneraður í jógúrt og kryddi og
síðan steiktur í leirofni, er annar góður
forréttur. Dahi Pakodi er heiti yfir létt-
ar, mjúkar linsubaunabollur sem eru
gufusoðnar, vættar í kryddaðri jógúrt og
síðan velt upp úr bragðsterkum ávaxta-
og kryddmaukum. Frábær forréttur er
síðan Sev Batata Puri, vinsæll réttur frá
74 HEIMSMYND