Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 76

Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 76
Gestur á Oak Room með humarrétt framreiddan af David Chambers sem þiggur ráðleggingar frá franska meistarakokkinum Michel Lorain. kenningu í Michelin handbókinni. Veit- ingasalurinn er stórglæsilegur, klæddur hunangslitri, ástralskri eik og í loftum hanga innfluttar kristalljósakrónur frá Vín. Andrúmsloftið er hátíðlegt með píanó- og fiðluleik í bakgrunni og gest- irnir ríkir arabar, Japanar eða Bretar. Þjónustan er með fádæmum góð, nokkr- ir þjónanna franskir en yfirþjónninn, Anthony Gear, alúðlegur Breti með hlýlega og fágaða framkomu. atreiðslumeistarinn á Oak Room er breskur, David Chambers, en hann nýtur ráðlegginga frægs fransks matreiðslumeistara, Michel Lorrain, og saman hafa þeir hannað matseðil þar sem boðið er upp á hefðbundinn franskan mat annars vegar og hins vegar frumlega franska rétti. Þá er einnig listi með einfaldari sérréttum eins og ostrum vöfðum í spínatblöð með kampavínssósu. Við völdum frumlegu hlið matseðilsins á Oak Room og getum því ekki dæmt um hvernig Le Boeuf Bourguignon au Bon Vin Rouge bragðast í aðalrétt eða gæsalifur á heitum brauðhnúð í forrétt. Vínlistinn á Oak Room þykir einn sá dýrasti í London. Við fengum okkur glas af Pommery kampavíni fyrir matinn en áður en forrétturinn kom var borinn fram lax í tartarhlaupi. í forrétt fengum við La Salade de Rougets aux Artichauts Aromates, sérkennilegur rauður smáfisk- ur með þistilhjörtum og ferskum krydd- jurtum (9 pund), fallegur diskur en við mælum frekar með La Galette de Lang- oustines á l’Indienne (10 pund). Þessi for- réttur, grillaður humar í gulri rjómasósu með indverskum kryddum, var álíka góður og hann var fallegur. f aðalrétt fengum við Le Canard Sauvage et son Petit Feuilleté d’Huitres (15 pund), léttsteikt villiandarbringa í Burgundy rauðvínssósu með ostrum sem bragðaðist eins og nafnið hljómar. Hinn aðalrétturinn var L’Assiette de Gibier Grande Chasse aux Champignon Sau- vages (16 pund), og þessi réttur er ekki fyrir grænmetisætur! Þetta er valin villi- bráð, þrjár tegundir, sín með hverri sós- unni, borin fram með villtum sveppum. í þessu tilviki voru á diskinum héri, dádýr og fugl með sama nafni og Quale, vara- forseti Bandaríkjanna, („en mun rnýkri," eins og Gear yfirþjónn orðaði það), akurhæna. Fyrir þá sem eru hrifnir af villibráð er hægt að mæla með þessum rétti. Fyrir þá sem lásu sögur um Bamba litla og eru ekki hrifnir af hérakjöti mæl- um við með hefðbundna hluta matseðils- ins en þar er meðal annars hægt að fá hreinan grænmetisrétt í aðalrétt auk þess sem sígild frönsk nautasteik stendur allt- af fyrir sínu. Með þessu drukkum við Chateuneuf du Pape rauðvín sem við munum ekki verðið á. Eftirréttirnir voru frábærir, annars vegar nougatís og hins vegar súkku- laðimús í grænni hnetusósu og gott kaffi. Meridien hótelið var byggt 1908 og það er óhætt að mæla með kvöldverði á Oak Room fyrir þá sem vilja gera sér dagamun og njóta þess að borða í fág- uðu, fallegu umhverfi. Yfirþjónninn Anthony Gear segist leggja áherslu á af- slappað, þægilegt andrúmsloft en mark- miðið utan góðrar matreiðslu á Oak Room sé endurreisn stfls. „Þess vegna viljum við að gestir klæði sig upp án þess að vera með ýktar kröfur í þeim efnum. Þegar ég var ungur minnist ég þess að hafa hnýtt á mig þverslaufuna mína áður en ég fór út á lífið og þá fannst mér ég geta sigrað heiminn.“ Að fylgjast með þessum manni í þessu umhverfi sýnir manni fram á að stundum geta litlir hlut- ir, eins og þverslaufa, gott kaffi og pínu kristall hér og þar, gert gæfumuninn.D 76 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.