Heimsmynd - 01.09.1989, Síða 28

Heimsmynd - 01.09.1989, Síða 28
rúmlega fertuga Glenn Close, birtist á myndum í glæsilegum tískufatnaði í Vogue nýlega með allsberri, lítilli dótt- ur sinni. Karólína prinsessa af Mónakó hleður niður börnum og birtist vart á mynd án þeirra og Mick Jagger er kominn með fjögur stykki. Ahrif þessa eru ótvíræð hvort sem fólki líkar betur eða verr. Glansmynd níunda áratugarins var af uppanum á framabraut en ímynd tí- unda áratugarins verður af fólki á fertugsaldri með börn, fólki sem unnvörpum flýr neysluæði og efnishyggju. Eitthvað verður að víkja. Sama hversu ólíkir hópar rúmast innan einnar kynslóðar, hippar, uppar eða pönkarar, eiga þeir það allir sameiginlegt að hafa dreymt um hluti og líf eftir eigin höfði. Á fer- tugsaldri er þetta fólk að átta sig á því að það hefur harla litlu breytt. Þau hafa siglt í gegnum áratug Reagans og Thatchers, einstaklingsframtaks og harðrar samkeppni. Samkvæmt nýlegri breskri skoðanakönnun kemur í ljós að áttatíu prósent kvenna og rúmlega sjötíu prósent karlmanna af þessari kynslóð finnst að „fjölskyldubönd séu mikilvægari en starfsframi". Sé þessi kynslóð að sveigja frá efnishyggju og neysluæði má álykta að ástæða þess sé helst sú að fólk hafi uppgötvað að lífs- hamingjan verði ekki keypt. Ný eldhúsinnrétt- ing er ekki lausnin eða að allt verði svo miklu betra þegar parket er komið á öll gólf. Engin önnur kyn- slóð er eins fjölmiðlasjúk og þessi, og fyrir vikið er hún líka harðari af sér. Hún vill ekki vera flokk- uð sem uppar, ungar mæður eða konur í stjórn- unarstöðum. ETERNITY Tískublaðið Vogue fjallar nýlega um tengsl þessa aldurshóps og neyslumark- aðarins sem nær til þeirra með auglýsingum. Blaðið segir að þessi hópur sé ekki lengur mig-langar-í liðiö. „Það er ekki lengur í tísku að langa í eitthvað og fjöldi fólks er farinn að tala um neysluhyggjuna í hæðnistóni. Hinir slyngustu markaðsfræðingar hafa þegar áttað sig á tilhneigingunni og reyna að koma vöru sinni út með því að höfða til hinnar hugsandi manneskju, hvort sem verið er að selja heilsufæði, ilmvatn eða föt.“ Stærstu tískuframleiðendur í Bandaríkjunum birta vart orðið auglýsingu nema á myndinni sé líka barn. Donna Karan auglýsir fatnað sinn með móður að tala í síma og lítið barn að tala í leikfangasíma. Calvin Klein auglýsir ilm- vatn þar sem móðirin liggur alsæl umvafin tveimur börnum sínum. Það er lengra síðan að Ralph Lauren áttaði sig á áhrifum þess að hafa börnin með í spilinu. Enda er Lauren meistari í að hanna og selja lífsstíl. Annað sem Vogue bendir á er sú staðreynd að þessi kynslóð hefur ekki tíma fyrir búðarráp. Það er erfitt að fá bflastæði (stöðumælaverðir í Reykjavík eru mættir með miðann á mínútunni þó svo að öll stæði fyrir framan og aftan MEIRA, MEIRA! Síra Þorbjörn Hlynur Árnason er 35 ára gamall og tveggja barna faðir. Hann nam guð- fræði við Háskóla íslands og fór þaðan í framhaldsnám til Bandaríkjanna. Hann hefur þjónað sem prestur á Borg á Mýrum undanfarin ár. Þor- björn Hlynur er ekki þeirrar skoðunar að sú kynslóð sem hér um ræðir sé vegvilltari eða vitlausari en þær sem á undan eru gengnar. „Það er í tísku að tala um kreppu hjá ungu fólki, og þá er væntanlega átt við andlega þrengingu sem á að vera hrópleg andstaða við lystisemdirnar sem um- kringja á alla vegu. Víst er þessi kynslóð neysluglöð. Hún er flott á því í lífsstfl og ofbýður kannski þeim eldri, því að bfl- arnir eru fínni, húsin veglegri og vænt- ingarnar stórbrotnari en áður tíðkaðist. Kynslóð okkar hlaut það atlæti að öðru vísi gat hún ekki orðið. Eftir seinna stríð þegar þjóðin tók að efnast fyrir alvöru - að lokinni bláfátækt - var viðkvæðið: Meira, meira. Öflugri uppbygging, allt átti að stækka og þenjast út, og gamla draslið skyldi beint á haugana. Til hvers? Að því spurði víst enginn. Og þessi hug- sjón um bólgnari hagvöxt og meira af öllu mögulegu hefur ekkert látið á sjá. Þess vegna er það náttúrulega hjákát- legt, þegar forsætisráðherrann lítur upp- úr laxveiðitúrnum sínum og biður þjóð- ina að slá af, því allt sé í voða út af þenslu, vaxtaokri, hallarekstri, skulda- söfnun og þvflíku, og allir vita að maður- inn meinar ekki neitt með því, að nú verði að rétta kúrsinn. Þjóðin hans bless- uð hefur engan áhuga á því að slá af. Hún getur það ekki; ekki frekar en blindur maður horft á sólarlagið. Hún hefur hlotið þá innrætingu að það er henni lífsins ómögulegt, og vaninn er yf- irleitt sterkari en viljinn.“ Um lífsgæðakapphlaup okkar kynslóð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.