Heimsmynd - 01.09.1989, Síða 30

Heimsmynd - 01.09.1989, Síða 30
bifreið hins óheppna séu laus) og versl- anir loka yfirleitt um það leyti sem margir þurfa að sækja börn sín í pöss- un. Pörfin á sveigjanlegum vinnutíma hefur aldrei verið brýnni og eiginlega fáránlegt, að margra mati, að nútíma- þjóðfélag sé ekki búið að aðlaga sig þessum þörfum. Fjárhagsáhyggjur sliga marga af þessari kynslóð. Eftir að notkun krítar- korta varð algeng hafa margir eyðslu- samir íslendingar þurft að taka sig taki rétt eins og fólk fer í afvötnun. Sumir grípa það ráð að leggja krítarkortin til hliðar til að hamla gegn eigin eyðslu og nota þá frekar ávísanahefti, en ungur lögfræðingur segist nota peningaseðla eingöngu og eyða minna fyrir vikið. Venjulegir launþegar sjá á eftir drjúgum hlutna tekna sinna í skatta. Ungar konur kvarta margar yfir því að þær borgi um sjötíu prósent tekna sinna í dagvist og því sé ekkert eftir. Rekstur heimila í landinu er þungur og ofan á hann bætast þau útgjöld sem kostar þessa kynslóð að koma sér upp þaki yfir höfuðið á lánum með jákvæðum raunvöxtum, eins og það er pent orðað af bönkunum. Margir sjá ekki út úr svartnættinu af fjár- hagsáhyggjum. Stjórnmálamenn tala um neikvæðan hugsunar- hátt almennings en ungt fólk hefur margt misst trúna á íslenskt stjórn- kerfi. Sérhagsmunapóltík, framapot og spilling setja svip sinn á stjórnmálin. Tiltölulega fáir hafa bein afskipti af pólitík og hinn þögli meirihluti eygir vart glætu á þeim vettvangi. Stjórnmálin eru í hugum margra skrípaleikur. Þeir sem ráða lögum og lofum á íslandi nútímans eru af annarri kynslóð, fæddir á millistríðsárunum og fram á fimmta áratug. Þeir hópar urðu ekki fyrir beinum áhrifum af þeim breytingaskeiðum sem kynslóðin sem er að erfa landið hefur gengið í gegnum. Andspænis lífsstíl unga fólksins myndu þeir veifa orðinu lífsreynsla. Börn um- ræddrar kynslóðar gengu í gegnum það að vera táningar. Slíkt þekktist vart áður. Áður komust börn í fullorðinna manna tölu og ekkert múður með það. Pessi kynslóð hefur hins vegar alltaf verið að ganga í gegnum einhver skeið, frá bítlaæði til hippamenningar og þaðan í uppadóm og loks í að axla þá ábyrgð sem fylgir því að vera foreldri. Þessi kynslóð hefur samt kynnst hörku heimsins með öðrum hætti og fyrr í gegnum kvikmyndir og fjölmiðla frá blautu barnsbeini. Hún elst upp við vopnaða bardaga og borgarastyrjaldir í stofunni heima hjá sér. Ekkert er henni framandi þótt hún hafi ekki kynnst því beint. Pað lífsreynd er þessi kynslóð þó, að hún veit að lausnirnar liggja ekki hand- an við hornið. Hvernig hún sveiflast í stöðugri leit að nýjum lausnum er vís- bending um að hana langi til að breyta lífi sínu. Aðlaga það sínum endalausu kröfum.D þeim eins og þjóðhöfðingjum með enda- lausu snatti og snúningum, skoðunar- ferðum og sýningum. En hvað segjum við þeim? Hvað er þeim kennt? Hverju trúa þau og á hvað vona þau? Börnin þurfa umhyggju og ást, næringu í anda og trú. Það er dapurleg staðreynd um fá- tækt okkar og allsleysi, mitt í öllum fín- heitunum, að íslenskum börnum skuli í tugþúsunda tali plantað á helgidögum fyrir framan skrípóið á Stöð 2 og þau sett í beint samband við tóma froðu. Það er meira vit í að tala við börnin, eða leiða þau í guðsþjónustu þar sem þau fá að eflast í lofgjörð og tilbeiðslu og læra á lífið. En það er svo þægilegt að leysa málið svona, jafnvel þó það kosti, að börnunum séu gefnir steinar fyrir brauð.“ Hann segir að tiltrú fólks í garð þeirra sem tala á opinberum vettvangi hafi minnkað, hvort sem þar tali pólitíkusar („kannski er það allt þeim að kenna“), prestar, menntamenn eða embættis- menn. „I góðærinu þegar lífsháskinn er víðsfjarri og hunang drýpur af hverju strái, þá verða menn gjarnan oftrúaðir á mátt sinn og megin, þá ekki síst á ályktunargáfuna, og álykta náttúrlega skakkt að vegna þess að þeir séu dug- legir við að eignast hús og bfla, verðbréf og sumarbústaði, þá hafi þeir yfirleitt ekkert með álit eða leiðsögn annarra að gera. Ekki má skilja þetta sem svo að ég sé að biðja um hafísa og hallæri til að kirkjurnar fyllist af auðmjúku fólki. Samt sýnist mér að þessi þróun eigi sér stað, að hver og einn hafi fyrir sig ákveð- inn prívatheim sanninda. Fólk víggirðir sig gegn allri boðun og öllum lærdómi og lætur sér fátt um finnast hvað gerist utan vígisins. í siðferðismati verður þá flest afstætt og málin afgreidd á einfaldan hátt: Eg hef mína skoðun í friði og þú mátt hafa þína skoðun í friði, og það er bara frekja ef menn ætla að fara að efna til almennrar umræðu um mínar skoðan- ir.“ Hann segir kirkjuna eiga erindi við þessa kynslóð, þótt margir líti á presta sem nöldrara. „Það er ekki hægt að tala um það sem er jákvætt öðru vísi en að gera sér grein fyrir því hvað neikvætt er. Með þankagangi sérhyggjunnar nú elska menn ekki náungann. Það getur vel ver- ið að það einfalda boðorð, sem kallar á talsverða afskiptasemi, muni eiga erfitt uppdráttar í framtíðinni, alla vega ef sér- hyggjan fær að blómstra. Bláköld niður- staða sérhyggjunnar er sú að náunginn komi manni ekki við, jafnvel þó hann sé órétti beittur. Sem sagt: Guð er ekki lengur til og þá er allt Ieyfilegt, allt jafn- gilt, hugtök eins og réttlæti, friður og miskunnsemi bara innantómir orðalepp- ar í geymslu fyrir siðasakir í fornminja- safni kirkjunnar. Guð forði okkur frá því að verða svona, án trúar, vonar og kær- leika.“D 30 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.