Heimsmynd - 01.05.1990, Page 11

Heimsmynd - 01.05.1990, Page 11
Skipun lista Framsóknar var átaka- og tíðindalaus og kringum eina borgarfull- trúa þess lista, Sigrúnu Magnúsdóttur, hefur ekki skapast nein spenna. Hann virðist því stefna á þá kjósendur sem að- hyllast flokkinn af gömlum vana, en við það gæti hann misst af ungu kynslóðinni sem nú fjölmennir væntanlega á kjörstað í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr. Alþýðubandalagið hefur átt í raunum. sem endurspegla hatröm innanflokks- átök og leiddu til ágreinings og klofnings flokksins um skipan framboðsmála. Meira að segja gekk erfiðlega að fá fólk til þátttöku í framboði til forvals flokks- ins og innan við þrjú hundruð manns tóku þátt í forvalinu sjálfu. Niðurstöður þess bentu til að þátttakendur væru orðnir þreyttir á Sigurjóni Péturssyni sem oddvita listans og hefðu fremur kos- ið að sjá Guðrúnu Agústsdóttur þar. Hann hafði þó aðeins fleiri atkvæði í fyrsta sætið þótt Guðrún fengi fleiri at- kvæði samanlagt. Miðað við skoðana- kannanir má Alþýðubandalagið telja vel sloppið ef það heldur þessum tveimur fulltrúum. Þriðja sætið virðist þegar glat- að áður en kosningabaráttan byrjar. Ekki bætir úr skák fyrir listanum, að for- maður flokksins hefur neitað að lýsa yfir stuðningi við hann og Sigurjón Pétursson hefur krafist flokksþings í haust til að hrópa formanninn af fyrir vikið. Þrátt fyrir eindæma vandræðagang í kringum prófkjör Nýs vettvangs, sem andstæðingarnir kalla „gamlan afgang“ eða „nýjan velling“, gæti hann gert sér vonir um tvo fulltrúa ef skoðanakannan- ir ganga eftir. Skoðanakönnun fór þó fram strax að loknu prófkjöri og áður en þriðji maður listans, Bjami Magnússon, fór í vel auglýsta og landsfræga „fýlu“ yf- ir því að hafa ekki náð betri árangri og ásakaði samherja sína um að hafa unnið gegn sér með ódrengskap. Of snemmt er því að segja til um hvort þessi tilraun geti svo mikið sem náð þeim yfirlýsta til- gangi sínum að brjóta upp gamlar víglín- ur á vinstri væng og hleypt nýju lífi í sameiningarviðleitni A-flokkanna. Borin von virðist að gera því skóna að þama sé upp risinn Valkosturinn með stórum staf við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjóm. í mjög básúnuðu prófkjöri tóku þátt ívið færri en tekið hafa þátt í prófkjörum á vegum Alþýðuflokksins eins hingað til. Upphlaup Bjarna Magnússonar er naumast til þess fallið að laða að gamla kjósendur Alþýðuflokksins, sérstaklega þegar þess er gætt að með því eru þeir að ljá atkvæði núverandi borgarfulltrúa Al- þýðubandalagsins, Kristínu Ólafsdóttur. Mikið mun því velta á hæfni efsta manns listans, Ólínu Þorvarðardóttur, sem ekki hefur hingað til verið flokksbundin, að geta skírskotað breitt til „félagshyggju- fólks“ í hinum ýmsu flokkum og þá sér- staklega að ná til hinna ungu kjósenda, sem nú eru að kjósa í fyrsta sinn og eru væntanlega eina aflið sem gæti gert þess- ar kosningar spennandi. En bara það, að þrátt fyrir margvísleg- ar raunir hefur tekist að berja þennan lista saman, hefur í rauninni uppfyllt vonir höfunda þessa sambreyskings, sem starfað hafa í kyrrþey bak við tjöldin: Alþýðubandalagið er klofið niður í rót og líkumar á því að stríðandi fylkingar geti rúmast í sama flokki öllu lengur hafa minnkað að sama skapi. Það fer svo eftir kosningaúrslitunum hvort þessi hreyfing verður að óstöðvandi skriðu, sem leitt gæti til samruna A-flokkanna fyrir næstu kosningar eða hvort þetta verður enn ein tilraun vel meinandi fólks, sem bara rennur út í sandinn að loknum kosning- um vegna undirtektaleysis grasrótarinnar við kallinu. Vissulega er þetta merki um flokkakerfi í upplausn, flokkakerfi sem ekki endurspeglar veruleikann heldur er í hrópandi andstöðu og mótsögn við hann. En skipulagsform eru lífseig og hanga lengi saman af gömlum vana. „Grasrótin" er stundum vel til þess fallin að velta í rústir en venjulega þarf mark- vissa forystu til að byggja á ný. Allt bendir því til að í þessum kosn- ingum verði lítt tekist á um málefni fólksins í borginni. Þær munu sennilega fyrst og fremst snúast um endurskipan fylkinga í þjóðmálum. Sjálfstæðisflokk- urinn mundi væntanlega vilja gera þær að prófsteini á óvinsældir ríkisstjómar- innar og vinsældir Davíðs. Stórsigur hans nú mundi væntanlega tryggja Davíð forystuna í flokknum að loknu kjörtíma- bilinu 1994. Fyrr er hans tími varla kom- inn, ef dæmið á að ganga upp nú. A vinstri kantinum geta þær orðið upphaf og vísir að nýrri uppskiptingu félags- hyggjufólks í fylkingar, eða bara fram- hald á dreifingu og sundrungu sem leiðir ekki til neinnar jákvæðrar samheldni. Eða getur verið að þorri almennings sé orðinn hundleiður á flokkavaldi til hægri og vinstri, áhugalaus um töp og sigur í þessum leik, finnist ekki sem tek- ist sé á um neina þá hagsmuni sem al- menning varða í daglegu lífi eða boðið upp á neina þá forystu sem menn treysta til að skapa umgerð um betra og þægi- legra mannlíf í þessari borg? Guð hjálpi þá hinum sigurreifu frambjóðendum, ef verður sólskin og sunnanvindur á kjör- dag!D SpmÖ þúsundk! JQiupum - Ceigjum - seCjum idarnavagnar Xprrur Vðggur XjmCarúm Va/jn- og Rtrrupolípr 'Burffarám HtfCur óáfranwlúloiognfþrtmmöm VERSLUNIN PJÓNUSTA I ÞÍNA ÞAGU! SÍMI BARNALAND NJÁLSGÖTU 65 91-21180 SÍMI 20119 Á KVOLDIN OG UM HELGAR SCjptipoþjir ‘BakarintCur HEIMSMYND 11

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.