Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 20

Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 20
hefur látið hanna. Þar er bæklingur um stefnu fyrirtækisins og markmið og ann- ar bæklingur um starfsmenn og stjórn fyrirtækisins, reglur og skipulag. „Kók er fyrst og fremst markaðsfyrir- tæki. Því verður framkvæmdastjórinn að vera markaðssinnaður. Þegar ég byrjaði hér sá ég strax að besta leiðin til að fá fjármálin í lag var að vera duglegur að selja. Þegar hart er í ári eins og í fyrra tökum við þá stefnu að halda magni og markaðshlutdeild enda erum við fljótir upp þegar ástandið skánar. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári voru nokkrir tugir milljóna. Mér finnst það lélegt," segir hann eftir andartaks umhugsun í þeirri vissu að það er þó undantekning í íslensku atvinnulífi á síðasta ári. „En auðvitað er þetta stöndugt fyrirtæki sem og fjölskyldurn- ar fjórar sem eiga það. Þær eru ríkar á íslenskan mæli- kvarða en Pétur Björnsson hefur aldrei borist á.“ Sjálfur á hann ekk- ert í fyrirtækinu og bætir við, „ég er með ágæt laun.“ Fæstir sem til þekkja draga þó í efa að Lýður ber hag þessa fyrirtækis fyrir brjósti. A myndum frá skóla- árunum er hann gjarnan í bol með Kóka kóla merki og í árbókinni frá Im- ede í Sviss, nokkurs konar minningarbók með ljósmyndum af nemendum þar sem þeir skrifa framtíð- aróskir til Lýðs, kemur nafnið Kóka kóla oft fyrir. A veitingastöðum pantar hann alltaf flösku af Kók og vart birtist af honum mynd án þess að hann haldi á kókflösku. Hann segist hafa lært meira í skólanum í Sviss árið sem hann var þar en á öllum há- skólaárunum hér heima og hann hélt áfram að læra þeg- ar hann tók við fyrirtækinu. „Formleg völd mín hér eru tiltölulega ný af nálinni. Þeg- ar ég var að byrja hjá þessu fyrirtæki var það nokkuð algengt að starfsmenn kæmu fyrst til mín og bæðu um lán, færu síðan til Péturs eða Kristjáns Kjartans- sonar, mágs Péturs sem þá var aðstoðar- forstjóri, fengju þeir neitun hjá mér. Slíkt gerist ekki lengur. Stjórnunin er komin í gott horf og stöðugleiki í fyrir- tækinu.“ Stjórnun heillar hann og hann hefur sótt mörg námskeið af því tagi, stóð meðal annars fyrir komu hins rándýra fyrirlesara Jack Trout á vegum Stjórnun- arfélagsins nýverið en var sjálfur á skíð- um með fjölskyldu sinni í Austurríki þegar námskeiðið stóð yfir. „Þó er ég búinn að lesa allar bækurnar hans,“ segir hann. „Og á hundruð bóka um stjómun sem er mjög flókið viðfangsefni. Kjarni málsins er þó sá að hundurinn dilli róf- unni en ekki öfugt. Það stjórnunarstarf sem ég er í núna hef ég alfarið mótað sjálfur. Sterk staða mín innan fyrirtækis- ins hefur komið smám saman. Ég fékk góð tækifæri til að takast á við vandamál en ég hef líka leyst þau vel af hendi. Styrkleiki minn er góð menntun og ákveðni. Ég hef mikla þrautseigju fyrir utan vilja og áhuga til að vinna mikið og lengi.“ Eitt hans fyrsta verk var að fjárfesta í vél sem framleiddi plastflöskur en lítra- flöskumar höfðu verið úr gleri frá því að þær komu á markaðinn áratugi áður. Þessi fjárfesting sem var upp á 30 til 40 milljónir 1984 þýddi að við þurftum að auka söluna á Kók um 25 prósent til að forða tapi. Margir voru sannfærðir um að þessar plastflöskur gengju ekki á svona smáum markaði. Eg byijaði á því að keyra vélina einn dag í viku. Fyrstu vikurnar neituðu bflstjórarnir að keyra þessar flöskur á sölustaði og sögðu að þær seldust illa. Bflstjóramir voru á þess- um tíma sjálfir sölumenn en það fyrir- komulag er nú breytt. Á þessum tíma fengu þeir að ráða því sjálfir hvaða varn- ing þeir keyrðu út. Ég vildi ekki að vélin stæði ónotuð og verkefnalaus. Því reif ég mig upp fyrir allar aldir dögum saman og stóð við bflana þegar þeir voru að hlaða þá. Ég hreinlega skipaði þeim að taka plastflöskurnar með. Endirinn varð sá að söluaukningin sem við þurftum að ná til að borga vélina upp varð margföld og plastflöskurnar eru ein meginástæðan fyrir þeirri söluaukningu á Kók sem varð á níunda áratugnum. I framhaldi af þess- um plastflöskum settum við upp plast- verksmiðju sem nú er sú stærsta sinnar tegundar í landinu og framleiðslukostn- aðurinn lægri en annars staðar í Evrópu. Þessi verksmiðja okkar hefur vakið at- hygli erlendis og margir leita fyrirmynda hjá okkur. Við erum með þeim fremstu í rekstri Kóka kóla verksmiðjanna í að nálgast þau markmið sem sett eru. Reksturinn er í sjálfu sér ekki flókinn en margbrotinn. Við kaupum hráefnið að utan en ráðum mestu um hvernig við seljum vöruna. Eitt helsta skilyrðið sem höfuðstöðvar Kók setja okkur er að við sýnum aukningu í sölu. Þess eru mörg dæmi að framleið- endur Kók hafi misst umboðið. Þeim sem ekki sýna árangur er skipt út. Það er einnig venjan í öðrum löndum að framleiðsla og dreif- ing séu aðskilin þar sem Kók fyrirtækið sjálft hefur útibú alls staðar og stjórnar öllum markaðsmál- um. Þeim hefur hins vegar ekki þótt taka því að opna slíka skrifstofu hér þar sem markaðurinn er svo lítill.“ Lýður býr ásamt fjölskyldu sinni í stóru einbýlishúsi í útjaðri Garðabæjar. Hann keypti upp- haflega lóð í Garða- bænum fyrir „kjall- araholuna" sem hann keypti á menntaskólaárunum og seldi. Þegar hann var við nám í viðskiptafræðinni vann hann öll árin sem prófarkalesari í Alþingi og hóf að smíða einbýlishús á lóðinni sem hann keypti. Hann seldi það hálfklárað og hóf að byggja núverandi hús ári eftir að þau Ásta gengu í hjóna- band. Hann er stoltur af þessu húsi sínu og lýsir því fyrir mér að gluggarnir í stof- unni séu átján fermetrar að flatarmáli en útsýnið úr Eskiholtinu er fallegt. Einhvern veginn gerði ég ráð fyrir því að heimilið væri í stfl við Range Rover- inn, bflasímann og vélsleðann. En það er svolítið öðruvísi. Húsið er ekki fullfrá- gengið og þegar inn er komið er ljóst að þarna býr fjölskylda með lítil böm. „Það eru aðeins tvö ár síðan við fluttum á neðri hæðina þar sem svefnherbergin eru en áður sváfum við hér uppi þar sem nú er aukaherbergi,“ segir Ásta með tveggja ára dóttur á handlegg og sex ára hnátu í pilsfaldinum. „Lýður, af hveiju sagðir þú mér ekki að það væri von á gestum? Það er allt í drasli,“ segir hún hálfafsakandi. Lýður lætur sem ekkert sé og kveikir upp í arninum. I stofunni eru 20 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.