Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 22

Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 22
gömul húsgögn sem þau fengu að láni og myndir eftir Helga Þorgils á veggjum. „Tippamyndir, eins og sumir segja,“ seg- ir Asta brosandi af eðlislægri hreinskilni. I hliðarherbergi sem Lýður kallar „húsbóndaherbergi" eru myndir af for- eldrum hans og honum sjálfum frá ýms- um tímabilum, stundum með dætrunum. „Þetta er sjálfshólsveggur,“ segir hann. Á skrifborði hans eru fréttabréf til Ástu um dulspekinámskeið, sem er mikið áhugamál hennar. Það er allt öðruvísi að tala við Lýð í þessu umhverfi en við fundarborðið á skrifstofunni hans eða veitingahúsi. Þótt klukkan sé orðin níu um kvöld þamba hann og Ásta kaffi og Lýður reykir sígar- etturnar hennar þar sem vindlarnir eru búnir. Þegar sígaretturnar eru búnar sendir Ásta Lýð út í sjoppu að kaupa meira tóbak. „Þú getur þá talað um mig á meðan,“ segir hann og Ásta talar ekki undir rós. „Hann breyttist rosalega við að fara í nám erlendis og varð mun frjálslegri í framkomu,“ segir hún. „Ég fór eiginlega ekki að hafa áhuga á fyrirtækinu fyrr en Lýður hóf störf þar. Þegar ég var að al- ast upp var pabbi mikið í golfi og við vissum allt um golfið en minna um rekst- ur fyrirtækisins. Með tilkomu Lýðs breyttist þetta og þótt ég hafi engan áhuga á viðskiptum prógrammera ég hann í sambandi við mannleg samskipti. Hann er góður við stelpurnar, duglegur að fara með þær í sund og á skíði en hann er alltaf í vinnunni og hann talar um lítið annað en starf sitt. Hann hlýtur að vera mjög vel gefinn hann Lýður,“ segir hún hlutlaust og bætir við, „hann er svo fljótur að átta sig á hlutunum. Hann SÍMI:V91 -24000 var mun stirðari í umgengni við fólk en það hefur lagast. Við erum svo ólík á þann hátt. Hann hefur slípast með árun- um. Þegar við kynntumst hafði hann ver- ið á sjónum og í löggunni og kom inn í alveg nýjan heim. Hann á samt mjög erf- itt með að taka gagnrýni,“ og í þann mund kemur Lýður inn en Ásta heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. „Hann er nefnilega svo óöruggur hann Lýður. Ef honum finnst hann verða fyrir óréttmætri gagnrýni verður hann svo sár. Við erum algerar andstæður,“ segir hún og lítur á hann brosandi. „Þú ert allt sem ég er ekki og ég er allt sem þú ert ekki.“ Hann horfir á hana en hún lítur á mig og segir: „Samkvæmt stjömuspekinni á þetta hjónaband alls ekki að geta gengið. Hann er hrútur og ég er vog. Hann vill framkvæma hlutina strax en ég hugsa málin. Ef ég hefði hitt mann sem væri líkur mér byggi ég í kjallara á Guðrúnar- götunni. Ég vona að ég sé engan að móðga en ég held að ég hefði alveg get- að sætt mig við það líka. Ég á auðvelt með að aðlaga mig.“ „Gagnrýndu mig bara, ástin mín,“ segir hann. „Þú gengur mjög illa um,“ svarar hún. „Segðu bara það sem þú seg- ir við mig að ég sé skapvondur og hund- leiðinlegur." Lýður kveikir í vindli og hallar sér aft- ur í sófanum. „Ég er bara ánægður með hvað Guð var rausnarlegur þegar hann skapaði mig og svo eldist ég fallega," segir hann brosandi. „Hann er hreinn og beinn. Það má hann eiga hann Lýður að fólk veit hvar það hefur hann. Það er ekki til smeðja í honum,“ segir Ásta. „Ég er heppinn,“ segir hann, „að áhugamál og starfið fara saman og ég er öruggari en ég var.“ „Hann hefur góða dómgreind," segir Ásta. „Ég verð foxill- ur ef mér mistekst,“ segir hann. „Ef eitt- hvað nagar mig ræði ég helst við Þórð bróður minn og vin minn Jóa. Ég leita ekki annað.“ „Hann ræðir aldrei tilfinningamál,“ segir Ásta. Lýður hlær. „Ef eitthvað kemur upp á kvartar Ásta í mömmu sína og hún í Pétur og síðan segir hann eftir nokkra daga við mig: Heyrðu Lýður . . . ef Sigga tengdamóðir mín er þá ekki þegar búin að skamma mig.“ Sjálfur missti Lýður móður sína skyndilega síðastliðið vor. Þau voru ná- in. Hann horfir á kaffibollann og sígar- etturnar á borðinu og segir: „Ég er sann- færður um að það var þetta sem varð henni að fjörtjóni.“ „Hún kvartaði aldrei mamma hans Lýðs,“ segir Ásta. „Hún hafði þjáðst af liðagigt í tólf ár án þess að segja okkur það.“ En missir hennar varð honum mikið áfall. Hann segist ekki vera trúaður. „Ég ber virðingu fyrir trú annarra en geri mér engar grillur um ei- líft líf. Eins og einhver sagði þá er fyrst jafnt á komið fyrir okkur öllum í kirkju- garðinum. „En þú baðst nú heitt þegar móðir þín lá fyrir dauðanum,“ segir Ásta. „Já,“ segir hann og ræðir það ekki frekar. Hann segist staðráðinn í því að láta ekki streitu eða kólesteról verða sér að fjörtjóni. „Ég er í stjóm Máttar, nýju heilsuræktarstöðvarinnar, og hef reynt að reka eins mikið af mínu starfsfólki þangað og ég get. Ég rek það líka á reykinganámskeið," bætir hann við og horfir á hálfbrunninn vindilinn. „Um daginn mældi læknirinn þar í mér kólest- erólið og það reyndist afar lágt enda passa ég upp á mataræðið. Ég vakna klukkan sjö á hverjum morgni og syndi einn kílómetra áður en ég fer í vinnuna. En þegar þangað er komið fæ ég mér líka kaffi og vindil. Það er ekki fyrr en nýverið að ég fór að passa upp á þyngd mína. Hér áður fyrr fór ég með fólki á veitingastaði og borðaði eins og hestur. Á ferðalögum í útlöndum fékk ég mér þríréttaðar máltíðir en nú er ég hættur því. Ég var orðinn 95 kíló en hef tekið mig taki og minnkað við mig í öllu þótt ég borði enn óhollan mat eins og beikon og egg, þá sleppi ég alltaf eftirréttum." „Þú lætur eins og við séum alltaf með deserta hér,“ segir Ásta hálfhissa og bæt- ir við að þau séu hófsöm heima fyrir. „Ég er hrædd við áfengisneyslu og tel að alkóhólismi geti verið áunninn. Við fá- um okkur aldrei vín með mat nema það séu gestir hjá okkur og sleppum því al- farið um helgar. Víndrykkja getur orðið vani. Fólk er að fá sér vín með matnum heima hjá sér og um helgar og einn góð- an veðurdag hefur það enga stjórn á drykkjunni lengur.“ En hveijir eru veikleikar Lýðs Friðjónssonar. „Ég er upp- stökkur,“ segir hann. „Starfs- fólkið í Kók segist sjá það á mér langar leiðir þegar ég kem í vinnuna hvernig skapi ég er í. Ég hef alltaf unnið mikið og verið ósérhlífinn, bæði í námi og starfi. Ég geri miklar kröfur til sjálfs mín og annarra og er því oft ekki nógu þolinmóður við fólk. Ég læt fólk hikstalaust heyra það ef það fer illa með verðmæti fyrirtækisins eða sinn- ir sínu starfi ekki hundrað prósent. En veikleikar mínir voru augljósari hér áður fyrr. Ég er að vísu þekktur fyrir allt ann- að en mýkt en meiri harka hefði hraðað þeirri þróun sem ég hef stefnt að þó það hefði haft í för með sér sársaukafullar aðgerðir eins og uppsagnir.“ Ásta lýsir því svo að þegar mikið sé að gerast hjá Lýði fái hún köfnunartilfinn- ingu. „Þegar eitthvað stendur til hjá hon- um í fyrirtækinu er heimilið undirlagt og andrúmsloftið þrungið spennu. Það fylg- ir honum mikill kraftur." Þegar ég spyr hann hvernig hann haldi að ímynd sín sé út á við svarar hann: „Ég held að það sé almennt borin virðing fyr- ir mér. Kannski óttablandin." Af dæmi- sögu sem ég heyrði úr fyrirtækinu á hið síðastnefnda við þar. Starfsfólk hans virðist átta sig á því að hann getur verið harður í horn að taka. Sjálfur segist hann bera virðingu fyrir þeim sem geri hlutina vel. „í viðskiptalífinu hér er misjafn sauður í mörgu fé. Efnahagsástandið og 22 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.