Heimsmynd - 01.05.1990, Page 23

Heimsmynd - 01.05.1990, Page 23
þetta þrönga umhverfi hefur skemmt marga menn sem tiltölulega ungir virka alveg útbrunnir.“ Um viðskiptalífið almennt segir hann að síðasti áratugur hafi markað kafla- skipti. „Það er orðin mun meiri aðgrein- ing á milli fyrirtækja sem ganga vel og hinna sem ganga illa. Hér eru þokkalega fjármögnuð og vel rekin fyrirtæki á með- an önnur sem rekin eru upp á gamla mátann ganga illa. Fáir hefðu spáð því fyrir tólf árum að Húsasmiðjan ætti eftir að verða stærri en Völundur og sömu sögu er að segja um mörg önnur ung fyr- irtæki sem hafa skákað hinum eldri.“ Hann segist vel geta hugsað sér að eyða því sem eftir er starfsævinnar hjá Kók, „nema Ásta skilji við mig og ég verði rekinn,“ bætir hann við brosandi. „Annars var mér boðið að verða gesta- prófessor í Singapore þegar ég var þar um daginn og ég gæti flogið með alla fjölskylduna og verið þar í nokkra mán- uði. Hví ekki?“ segir hann og yptir öxl- um. „Mér væri alveg sama hvar ég væri í heiminum.“ Hann segist ekki geta hugsað sér að feta í fótspor föður síns og fara út í póhtík. „Sem stendur eru fleiri kerlingar í þingliði Sjálfstæðisflokks en Kvennalistanum. Ég var í stjórn SUS, samtaka ungra sjálfstæðismanna, en þegar ég gaf fyrst kost á mér 1981 var mér tekið afar fálega þar sem faðir minn var í stjórn Gunnars Thoroddsen og ekki í náðinni. Þeir vildu ekki sjá svona komma eins og mig,“ bætir hann við glottandi. Sjálfum finnst honum það augsýnilega skammaryrði að vera kommi. Svavar Gestsson ráðherra og fyrrum formaður Alþýðubandalags er náfrændi hans og vinur föður hans. „Hann er einn af þessum heiðarlegu kommum,“ segir Lýður, „þótt hann hafi ömurlega hallærislegar skoðanir." Elsta dóttirin tyllir sér hjá föður sín- um. Hún heitir Sigrún, er ellefu ára og dökk á brún á brá. „Með augun hennar mömmu minnar,“ segir hann og horfir á hana aðdáunaraugum. „Hún,“ segir hann og á við móður sína, „innrætti mér það að heiðarleiki væri mikilvægastur af öllu og það að skila sínu dagsverki í sátt og samlyndi við aðra menn.“ Hættulegasta vopnið í veski konunnar er blóðrautt frá Astor

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.