Heimsmynd - 01.05.1990, Side 24

Heimsmynd - 01.05.1990, Side 24
Hann segist vera einfari og þrátt fyrir að aðeins nokkrar vikur séu liðnar frá því að hann gaf kost á sér til formennsku í Félagi íslenskra iðnrekenda segir hann að slíkt starf henti sér ekki í raun. „Ég er enginn nefndarmaður og lélegur stjórn- armaður. Það á betur við mig að vinna í þrengri hópi. I þeirri samkeppni sem nú ríkir krefst fyrirtækið alls þess tíma sem ég hef.“ ýður sagði mér frá því þegar við byrjuðum að tala saman að einhver mest óaðlaðandi maður sem hann hefði nokkru sinni hitt hefði verið einn stærsti kókframleiðandi heims. „Ég velti því mikið fyr- ir mér hvernig þessi luralegi maður hefði náð slíkum árangri. Hann nennti ekki að halda uppi samræðum og var hinn óásjálegasti í alla staði. Síðar fékk ég tækifæri til að fylgjast með hon- um vinna og annarri eins fagmennsku hef ég ekki kynnst. En einhvers staðar segir líka að stórir hundar gelti ekki.“ Eitt eiga þó allir hundar sameiginlegt. Þeir flaðra upp um húsbændur sína. Lýð- ur er sinn eigin húsbóndi og hann hefur óbeit á fleðulátum, segir hann. Þegar hann var á skíðum í Austurríki nýverið I GÆR VISSI HÚN EKKI AÐ ÉG VÆRI TIL - NÚ GENGUR HÚN UM í JAKKANUM MÍNUM. TOITli TfllLOR SPORTSWEAR Einkaumboð HNOÐRlhf. Sími 687744 hitti hann nokkra gamla skólabræður sína. Einn þeirra er orðinn háttsettur hjá Mercedes Benz verksmiðjunum í Þýska- landi. „Hann sagði mér frá því að þar væri fyrirkomulagið þannig að byrjendur og lágtsettir í fyrirtækinu borðuðu með plasthnífapörum. Þegar þeir færðust upp tók við stál, síðan silfur og topparnir borðuðu með gullhnífapörunum. Hann var sjálfur kominn í silfrið og skildi ekki hvernig í ósköpunum ég gat átt í vinfengi við suður-afrískan bóndason sem var með okkur í skólanum. Þetta er snobb og hroki sem ég hef helst fundið fyrir hjá langskólagengnu fólki. Því miður.“ Ungi framkvæmdastjórinn hjá Kók, sem situr í stjómum hinna og þessara fyrirtækja og tekur þátt í mörgum flóknu samningaleikjum sem eiga sér stað í við- skiptalífinu þar sem fyrirtæki ganga kaupum og sölum eða ný eru sett á lagg- irnar, er töluvert ólíkur unga manninum á heimilinu þar sem þijár háværar hnátur geysast um. Það er einnig ljóst þegar lit- ast er um í hýbýlum hans að efnishyggj- an situr ekki í fyrirrúmi. A sjónvarpinu er lítill steinn á plötu sem á er letruð gömul indíánaheimspeki. Lýður tekur plötuna upp og segir svona er ég: Ef steinn er hvítur þá er snjór - ef steinn er blautur þá rignir - ef steinn er kaldur er kalt - ef steinn er heitur er heitt . . . Og ef Lýður segist vera svona þá er Lýður svona.D ELTRYGGT ÍGINGARFÉLAG Sarnafil þakið á hinu nýja húsi Sjóvá- Almennra er með 10 ára ábyrgð, og auðvit- að baktryggt hjá þeim sjálfum eins og öll önnur Sarnafil þök í landinu. Nokkur hús með Sarnafil-þökum: Húnavallaskóli, íþróttahús Álftamýraskóla, Húsmæðraskólinn á Laugarvatni, Iðnaðarmannahús v/Hallveigarstíg, K-bygging Land- spítala, KÁ Selfossi, Suðurlandsbraut 30, Skipholt 50, Stjórnsýslu- hús (safirði, Flugturn Egilsstöðum, KS Sauðárkróki, Dvalarheimili Siglufirði, Þjóðarbókhlaða, (sgeymsla Vopnafirði, Njarðvíkurkirkja og fjöldi húsa um allt land. SÍMI 621370 24 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.