Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 25

Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 25
Á kreiki HAGVÖXTUR= KJARARÝRNUN Á áratugnum 1980 til 1990 nam hagvöxtur á íslandi 22 prósentum. Á sama tíma hefur kaupmáttarrýrnun launþega orðið 25 prósent, sem samsvarar að föst laun launamanna hafi lækkað um 2 prósent á ári hverju allan þennan áratug. Stór hluti þessarar kaupmáttarrýrnunar átti sér reyndar stað í fyrra. Þessi er niðurstaðan af samanburði á launavísitölu og lánskjaravísitölu, sem Þorgils Ámundason viðskiptafræðingur setur fram í Fjármálum, tímariti Fjárfestingafélags íslands um verðbréfaviðskipti og peningamál. Frá ársbyrjun 1980 hefur lánskjaravísitalan hækkað um 2007 prósent á meðan launavísitalan hefur hækkað aðeins um 1670 prósent. „Niðurstaðan er sú, að þeir launþegar, sem hafa fengið greitt samkvæmt töxtum og hafa sömu yfirvinnu og í byrjun áratugarins, bera fjórðungi minna úr býtum en þeir gerðu þá. „Fyrirsjáanlegt er að þessi þróun mun halda áfram út þetta og næsta ár á grundvelli nýgerðra kjarasamninga." ÓLÖGLEGT? Við hittum einn af virtustu lögmönnum borgarinnar á förnum vegi eftir útkomu síðasta blaðs. Hann kvaðst ekki sjá annað en að bæði okkur og viðskiptablaði Moggans hefði sést yfir eitt mikilsvert atriði í umfjöllun um Fróða hf.: Ólöglega hefði verið staðið að stofnun þess með því að uppfylla ekki ákvæði 5. greinar hlutafjárlaga. Sú grein kveður meðal annars á um að endurgjald það, sem ákveðið hefur verið fyrir verðmæti (sem lögð eru fram við stofnun félagsins) „má ekki vera hærra en nemur þeirri fjárhæð, sem bókfæra má verðmæti þessi til eignar í reikningum félagsins." Ennfremur að „skýrsla löggilts endurskoðanda um gögn þau sem um ræðir í þessari málsgrein, skal lögð fram á stofnfundi.“ Þar sem hvorki stofnefnahagsreikningur né meðfylgjandi „skýrsla" um hvernig komist er að verðmætamati á eignum eins og bóka- og tímaritalager, filmulager, stofnkostnaði tímarita og fleiru, hafi verið árituð af löggiltum endurskoðanda, sem með undirskrift sinni staðfesti að allt sé þetta verðmætamat í samræmi við góðar reikningsskilavenjur, né fylgi henni yfirlýsing slíks manns í þá veru, sé einfaldlega kolólöglega að stofnun félagsins staðið. Þessi ákvæði séu í lögin sett til að koma i veg fyrir að menn stofni hlutafélög með svo og svo miklu hlutafé og greiði svo hlutafjárframlög sín með „eignum“, sem þeir meti sjálfir til tugmilljóna virðis, en séu samkvæmt „góðum reikningsskilavenjum", kannski sáralítils eða einskis virði. Þýðingarmikið sé að yfirvöld gangi hart eftir því að þessum lagaákvæðum sé framfylgt, eigi almenningur að öðlast tiltrú á hlutafélögum sem við hann eru kennd. H. Ben-Veldið I umfjöllun í síðasta blaði um H. Ben- Veldið láðist að geta nokkurra afkom- enda alsystkina Hallgríms Benediktsson- ar en næst elsta systirin, Hildur Valgerð- ur, dó sautján ára gömul (1887-1904). Elsta systir Hallgríms Guðrún (1883- 1933), gift Christian Nielsen, átti fimm börn. Þau eru: Elín Friðrika Lára (f. 1906), gift Helga R. Pearson, Ágúst Hallgrímur Benedikt (f. 1908), kvæntur Katrínu Oddsdóttur en dóttir þeirra er Guðrún Frances (f. 1937), Guðrún Hild- ur (f. 1913), gift Ólafi Guðmundi Hall- dórssyni, skrifstofustjóra Gjaldheimt- unni en dætur þeirra eru: Hildur (f. 1935) og Guðrún Kristjana (f. 1941), Kristján Gunnar Benedikt (1914-1989), skrifstofustjóri Hitaveitu Reykjavíkur og Snorra May (f. 1923), gift William Cheek jr. en sonur hennar er Gunnar Bjarnason Nielsen. Börn Sólveigar Bóelar Benediktsdótt- ur (1890-1934) eru: Friðrik Þorlákur (f. 1917) og Hilda Joyce (f. 1919). Alltaf opíð hjá okkur ísbúðirnará Hjarðarhaga 47 og Aðalstræti4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.