Heimsmynd - 01.05.1990, Page 26

Heimsmynd - 01.05.1990, Page 26
Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Nýlega bað HEIMSMYND nokkur þeirra, sem leita hylli samborgara sinna í komandi borgarstjórnarkosn- ingum, að líta til baka til móta bernsku og æsku. Létu þau sig þá dreyma um völd og áhrif? Nei, sum dreymdi um áhrif á samborgara sína sem leikarar, en flest gerðu sér hógværar framavonir um dæmigerðar miðstéttar- stöður. Við höldum því ekki fram að við höfum kannað hjörtu og nýru frambjóðendanna með spurningum okk- ar, en lifrarnar ættu að vera í lagi: grunsamlega hátt hlutfall telur vatn, mjólk, kók og jafnvel lýsi vera sinn dálætisdrykk. Kannski mætti spara aura skattborgar- anna með því að auka hlutfall þessara drykkja í veislu- kosti á vegum borgarinnar! Hér á eftir er stiklað á stóru um hvað frambjóðendurnir meta umfram annað og hvað mótaði viðhorf þeirra ungra. Og svo fengum við að kíkja í fjölskyldualbúmin og gefa lesendum hlutdeild í fyrstu árum frambjóðendanna. hann syngur Vorkvöld í Reykjavík. Eftirlætistónlist: Hugljúf sálmalög á sunnu- dögum og ætli það sé ekki Lloyd Webber endranær. Söngleikirnir hans eru mögn- uð listaverk og lag eins og Don ’t Cry For Me Argentina er ógleymanlegt. Eftirlætiskvikmy nd: Brúin yfir Kwai fljótið er allt- af minnisstæð enda bönnuð börnum innan 12 ára og krafðist þess að maður svindlaði sér inn. Leikur Al- ec Guinnes í þeirri mynd hverfur ekki úr minni og ég hef reynt að sjá allar myndir hans síðan. Aðrar minnis- stæðar eru líka frá þeim ár- um, sem ég var sætavísir í Austurbæjarbíói, eins og Ben Húr, Risinn og fleiri slíkar stórmyndir, sem verkuðu sterkt á opinn og ómótaðan barnshuga. Eftirlætisdrykkur: Undanrenna á morgnana, en eitthvað þykkara og gjöfulla eftir því sem líður á daginn; á kvöldin er gott að slappa af með vískí og sóda. Stjórnunarstíll: Sambland af lipurð og stað- festu; eftir upplýsingaöflun og umræður sé tekin ákvörð- un, sem stendur. DAVÍÐ ODDSSON. 42 ára Sjálfstæðisflokki 12 ára gamall vildi verða: Var að gefa leikarann upp á bátinn fyrir lækninn, svo sem verið höfðu faðir minn og afi. Ahrifaríkasta bók: Bombí Bitt eftir sænskan höfund í þýðingu Helga Hjörvars, sem ég las aftur og aftur á þeim árum, þegar áhugaverð bók varð manni opinberun. Eftirlætissöngvari: Ragnar Bjamason, þegar 26 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.