Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 36

Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 36
The WorldPaper Stjórnarher- bergin grænka framhald af fyrri síðu En fyrir þá sem þekkja til Du Pont og svipaðra fyrirtækja var þessi ræða ekki einangrað klókindabragð til að næla sér í hagstæðar fyrirsagnir. Þótt Du Pont sé stærsti framleiðandi ósóneyð- andi CFC-efna, tók fyrirtækið frum- kvæðið 1986 með tilkynningu sinni um að það muni verða hætt þessari fram- leiðslu árið 2000. Hvorki aðrir framleiðendur né not- endur efnanna voru sérstaklega ánægð- ir með þessa ákvörðun. En með henni urðu fallaskipti. Ári síðar höfðu Evr- ópubandalagið og tuttugu og fjögur önnur lönd undirritað Montreal sam- komulagið sem hvatti til samdráttar í CFC framleiðslu. Tveimur árum síðar hafði Iðnaðarsamvinnustofnuninni um vemd ósónlagsins (ICOLP) verið kom- ið á laggimar sem frjálsri aðildarstofn- un framleiðenda og notenda CFC. Þegar gengið var frá skráningu ICOLP í janúar síðastliðnum hafði það þegar tuttugu aðildarfyrirtæki í Evrópu og Ameríku. Japönsk fyrirtæki urðu einna fyrst til að finna fyrir kostnaðinum af ónógum umhverfisverndarráðstöfunum. Allt frá hinu fræga Minamataslysi um miðjan sjöunda áratuginn - afleiðing kvikasilf- ursmengunar í fiski og sæfangi sem or- sakaði alvarlegar heilaskemmdir og fötlun bæði í börnum og fullorðnum - hafa japönsk mengunarfyrirtæki mátt sæta auðmýkingu á aðalfundum hlut- hafa og verið neydd til að bjóða rífleg- ar skaðabætur. Antony G. Marcil er stjómarformaður og aðal- framkvæmdastjóri Alþjóðaumhverfismiðstöðvar- innar í New York. VAXTARJAÐAR HUGSUNARINNAR í hverju landinu af öðru hafa kröfur opinberra reglna orðið strangari til að koma til móts við vaxandi viðkvæmni neytenda, hluthafa, fjölmiðla og al- mennings alls. í Bandaríkjunum eru stórveldin á viðskiptasviðinu farin að átta sig á mögulegum ágóða af mengunarvörn- um. Sem dæmi má nefna að bæði Du Pont í Delaware og Dow Chemical Company í Michigan vinna úr sínum eigin háskaefnaúrgangi, venjulega á sama stað og hann verður til. Hér áður fyrr leigðu fyrirtækin oftast verktaka til að keyra úrganginn í uppfyllingar sem nú hafa margar hveijar verið lýstar lífs- hættulegar og rándýrt að hreinsa þær upp (samanber sorphauga ameríska hersins hér á landi á Heiðafjalli og Straumnesi). Endurvinnsluferli geta líka gefið talsvert í aðra hönd. Reynolds fyrir- tækið endurvinnur áldósir og sparar 80 prósent orku miðað við vinnslu úr báxíti. Með margvíslegum nýjum að- ferðum við losun og meðferð, endur- vinnslu og endurnotkun hefur bifvéla- deild Allied-Signal í New Jersey tekist að minnka háskalegan úrgang í fram- leiðslunni úr 536 tonnum 1984 í 98 tonn 1988, sem er framför um 82 prósent. Þar sem núverandi losunarkostnaður vegna úrgangs nemur 2.700 dölum á tonn, sparast þarna árlega 1,2 milljónir dala. Sennilega hefur þó áhrifaríkasti hvati þessarar þróunar verið þær ströngu reglur sem Umhverfisverndar- stofnunin setti fyrirtækjum á áttunda áratugnum. Þessar ráðstafanir neyddu fyrirtækin til að líta miklu betur á eigin hegðun og ábyrgð varðandi verndun umhverfis síns. Síðan hefur fyrirtækj- um yfir ákveðinni stærð verið gert að skyldu að gefa upp opinberlega heild- arútferð efna við framleiðsluna - og gera með því vandamálin sýnileg, ekki aðeins neytendum og umhverfisvemd- armönnum, heldur og opinberum emb- ættismönnum. Fyrir nokkrum árum má segja að sérhver umhverfisvemdarhópur væri útskúfaður úr hópi réttlátra ef á hann sannaðist að hann hefði tengsl við stór- fyrirtækin. Það var talin alger trúvilla að taka upp samstarf við iðnaðinn. Núna er það talið bæði ásættanlegt og óhjákvæmilegt. En þrátt fyrir vaxandi ábyrgðartilfinningu sjá bæði iðnaður- inn og almenningur fram á vaxandi vistkerfisvanda. Grunnvatnsmengun er einn þáttur sem eftir er að taka á. Til skamms tíma þótti öllum sjálf- sagt, allt frá bensínstöðvaeigendum til stórfyrirtækja að koma geymslutönkum fyrir neðanjarðar til að spara rými og forðast sveiflur í hitastigi í tönkunum. Æ fleiri fyrirtæki láta sér skiljast nú að lekavandamálin, sem leiða af ryðgun tankanna, eru miklu alvarlegri en hinar upphaflegu ástæður. Svar fyrirtækj- anna hingað til hefur verið að færa tankana upp úr jörðinni. Farið er að byggja tanka úr steinsteypu eða fóðra þá með plasthúð, koma fyrir afrennsl- iskerfi undir þeim, sem taki við hugs- anlegum ieka, og þaðan er vökvinn fluttur í vatnshreinsiver. En fyrir ótal eigendur bensínstöðva um Bandaríkin þver og endilöng og annars staðar er vandinn ekki svona einfaldur. Umhverfisöryggi getur verið dýru verði keypt. Vandasamar ákvarð- anir bíða margra byggðarlaga svo sem hversu mikil mengun er ásættanleg áð- ur en farið er út í aðgerðir til að stemma stigu við henni. Hvers konar mengun felur í sér tap á aðkeyptu efni og skaðabótaskylda ábyrgð á því að úrgangsefninu hafi ver- ið örugglega fyrir komið eða verða ella hreinsað upp síðar. Um leið og það rennur upp fyrir iðjuhöldum um víða veröld að það er hægt að græða á skyn- samlegri vernd umhverfisins (með því að minnka tap), munu þeir sjá til þess að ný iðjuver og ný framleiðsluferli í eldri verksmiðjum séu hönnuð til að lágmarka úrgang og hindra mengun. Um leið og stjómmálamenn gera sér grein fyrir að þetta er málefni dagsins munu þeir miða stefnumörkun sína við að örva og hvetja alla einstaklinga og þjóðfélagsgeira til að að setja sér heil- brigðar umhverfisverndarreglur og treysta ekki á aðra til að gera það fyrir sig. Þeir gætu jafnvel farið að ganga út frá þeirri staðreynd í verkum sínum, að umhverfisvernd og hagþróun eru órjúf- anlega tengd fyrirbæri - en stangast ekki í grundvallaratriðum á við hvort annað.* 36 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.