Heimsmynd - 01.05.1990, Síða 38

Heimsmynd - 01.05.1990, Síða 38
The WorldPaper Þar sem fyrirtækið brást Fórnarlömbin í Bhopal bíða enn skaðabóta eftir fimm ár Eftir Arun Chacko i Nýju Delhi, Indlandi Sunil Khumar, 17 ára, var tólf ára, þegar hann varð munaðarleysingi hinn örlagaríka dag snemma í desember 1984. Litlaust gas (methyl isocyamate, MIC) barst inn á heimili hans í fá- tækrahverfi Bhopal frá verksmiðju Un- ion Carbide. Hann missti sjö úr fjöl- skyldunni; aðeins hann, systir hans og yngri bróðir lifðu af. A fimmtu ártíð hins hryllilega harm- leiks í Bhopal - sem samkvæmt opin- berum skýrslum hefur valdið dauðsfalli 3598 manns, svo að ekki séu nefndir tugir þúsunda fatlaðra fyrir lífstíð -leiddi Sunil Khumar kröfugöngu „Barna gegn Carbide“. Pau kröfðust tafarlausrar greiðslu skaðabóta með áföllnum vöxtum til hinna eftirlifandi og bækluðu. Um þrjú hundruð manns voru handtekin fyrir tilraun til að taka Carbide verksmiðjuna. Fimm árum eftir harmleikinn og þrátt fyrir vaxandi tilfinningu í athafna- lífinu fyrir umhverfisspjöllum, er enn langt í land að fullar bætur komi til þeirra sem urðu einu versta umhverfis- slysi veraldar að bráð. Hingað til hefur indverska ríkisstjórnin greitt í allt sem nemur 36 þúsund krónum til nánustu Arun Chacko er aðstoðarritstjóri WorldPaper fyr- ir Suður-Asíu. VAXTARJAÐAR HUGSUNARINNAR ættingja um 3200 hinna látnu. í þeim tilfellum, sem eftir eru, varð annað- hvort ekki borin kennsl á líkin, eða nánustu ættingjar fundust ekki. Þann 5. mars tilkynnti ríkisstjórn V.P. Singh um greiðslu sem jafngildir 220 milljónum dala í næstu þrjú ár til um það bil 500 þúsund íbúa í þrjátíu og sex borgarhverfum, sem urðu fyrir eiturgaslekanum. Þaö jafngildir 720 krónum á mánuði á hvem íbúa. Stjórnarskiptin í Delhi í desember urðu til að draga greiðslur enn á lang- inn. Tilkynning nýju ríkisstjórnarinnar kom eftir að ný stjórn henni vinveitt hafði tekið við stjórnartaumum í Mad- hya Pradesh ríki, sem Bhopal tilheyrir. Stjórn ríkisins mun útdeila peningun- um. Fyrri ríkisstjóm Kongressflokksins og Rajiv Gandhis hafði náð umdeildu samkomulagi um bætur fyrir ári eftir prútt og pretti og undanbrögð frá ábyrgð sinni, svo að ekki séu nefnd flókin og þvergirðingsleg málaferli bæði í Bandaríkjunum og Indlandi. Þann 14. febrúar 1989 fyrirskipaði Hæstiréttur Indlands lokasátt í málinu upp á 470 milljónir dala, sem greiðast skyldu sameiginlega af Union Carbide Corporation og ríkisstjórn Indlands. Mörgum fannst upphæðin lítilfjörleg greiðsla fyrir þvílíkar hörmungar. Ind- verska stjómin hafði upphaflega krafið fyrirtækið fyrir dómstólum um 3,3 Lifendur fengu örorkumat - en engar bætur. milljarða dala. Við fyrirskipan Hæsta- réttar snarhækkuðu hlutabréf fyrirtæk- isins um tvo dali. Skaðabótaféð var umsvifalaust feng- ið ríkisstjórninni til ráðstöfunar. Ari síðar höfðu hin ógæfusömu fórnarlömb ekki fengið í hendur svo mikið sem eyris virði. Af hinum lifandi dauðu - þeim sem slysið gerði að ævilöngum öryrkjum - hefur aðeins helmingurinn fengið í hendur smánarlegar bætur, um það bil sex þúsund krónur. Einn af þeim er Syed Mansur Ali, ökumaður vélknúins ríckshaw, sem nú er ófær um að sjá fyrir konu sinni og börnum. Amina Bai, ekkja með fjögur börn, tók talsverða upphæð að láni út á væntanlega ríflega skaðabótaupphæð, sem enn hefur ekki komið. Núna er hún óvinnufær af heilsufarsástæðum og getur ekki greitt lánið. Af aragrúa dæma um kæruleysi fyrir- tækja gagnvart iðnaðarslysum verða viðbrögð Union Carbide að teljast toppurinn. Tengd við getuleysi ind- verskra stjórnvalda hafa hörmungarað- stæður orðið hálfu verri. Þeir sem eftir lifa eru vonsviknir og tortryggnir. Þegar hinn bráðþroska Sunil Kumar var spurður um skaða- bæturnar yppti hann bara öxlum. Hver veit? sagði hann. Sjáum til þegar pen- ingarnir koma.* United Nations on Environment ENVIRONMENT PERSPECTIVES TO THE YEAR 2000 AND BEYOND E.88.III.D.6 92-807-1206-3 $25.00 34pp. ENVIRONMENT STATISTICSIN EUROPE AND NORTH AMERICA An experimental compendium of main approaches towards environment statistics, including time series data and indicators and statisúcal monograph of the Baltic Sea environment E.87.II.E.28 92-1-116403-6 $20.00 187pp. CLIMATE CRISIS Maps, graphs and illustrations derived from environmental impact technical studies and case historíes developed by the United Nations Environment Programme. E.87.III.D.9 92-807-1169-5 $20.00 105pp. SEND ORDERS TO: Unitcd Natians PuUicatiom, Salcs Sectioo, Roocn DC2-853 Dept. 124 New York, N.Y. 10017, Tel. 1(800) 553-3210, (212) 963-8305 Fax. (212) 963-4116 38 HEIMSMYND AP/WIPEWORLP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.