Heimsmynd - 01.05.1990, Side 42

Heimsmynd - 01.05.1990, Side 42
The WorldPaper Norskir olíusérfræðingar glíma við eigið heimilisböl Hlógu að tilburðum Kana, lentu sjálfir í kröggum Eftir Thor Bjarne Bore í Stavanger, Noregi Þegar norska þjóðleikhúsið opnaði dyr sínar aftur fyrir nokkrum árum eft- ir margra ára viðgerð, var ekkert eðli- legra en að Pétur Gautur Henriks Ib- sen yrði fyrir valinu sem opnunarverk. Ibsen leit á aðalpersónuna Pétur Gaut sem holdgerving norskrar þjóðarsálar. Það er í þessum sjónleik sem önnur persóna, sjálfur djöfullinn viðurkennir: „Mér hefur alltaf mistekist allt í Höfða- borg. Hún er full af trúboðum frá Stav- anger.“ Þetta er satt. Eg vinn í Stavanger á suðvesturströnd Noregs. Þetta er olíu- höfuðborgin okkar - miðdepill norska olíuævintýrisins síðustu tvo áratugi. En þessi borg hefur alltaf verið, og er enn, miðstöð útsendingar fólks í stríðum straumum til að kenna hina sönnu trú og vinna á spítölum og stofna skóla í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. I víðara samhengi má sjá vissan trú- boðsanda í viðhorfum Norðmanna til annarra landa. Við höfum hryggilega áráttu til að vísa öðrum þjóðum veg út úr ágreiningsmálum sínum og vand- kvæðum. Með því að sameina háan blóðþrýsting allt of lítilfjörlegri vitn- eskju í flestum tilfellum bjóðum við fram „lausnir“, sem eru meira einhliða en framkvæmanlegar. Með þessari blöndu trúboðsákafa og olíu er ekki að undra að Stavanger sýndi sérstakan áhuga þegar tankskipið Exxon Valdez mengaði strendur Al- aska með meiriháttar ohuleka og rík- asta þjóð í heimi reyndist ófær um að koma upp jafnvel einfaldasta varnar- kerfi. Mörg okkar hlógu að vangetu Bandaríkjamanna og lélegum viðbún- aði. Og vorum við ekki allt að því móðguð vegna þess að enginn bað um sérfræðiþekkingu okkar? Höfðum við ekki á að skipa virkara olíuvarnarkerfi en samanlögð restin af heimsbyggð- inni? Nokkrum mánuðum seinna kafnaði Thor Bjarne Bore er aðalritstjóri Stavanger Aften- blad, stærsta blaðs þar í borg. VAXTARJAÐAR HUGSUNARINNAR hláturinn í kverkum okkar. Svo vitnað sé í Pétur Gaut: „Þetta fékk djöfsi og þar á lá hann. Hann þekkti ekki rétt þá sem hlustuðu á hann.“ Haustið 1989 liðaðist brasilíska skip- ið Mercantile Marica í sundur í mynni eins fjarðanna okkar á vesturströnd- inni. Þau 340 tonn af gasolíu, sem í skipinu voru, láku út í hafið og við réð- um ekkert við þennan smáleka. Þrem- ur dögum síðar horfðum við hjálpar- vana á olíuna skolast að ströndinni og menga vistkerfið þar og valda á því al- varlegum spjöllum. Það var ekki bara þetta brasilíska skip sem liðaðist sundur. Á sama veg fór fyrir þjóðtrú okkar á yfirburði okk- ar og hæfni til að ráða við meiriháttar olíuspjöll. Lekinn var h'tilfjörlegur samanborið við Exxon Valdez og það olíumagn, sem daglega er í förum með- fram norsku ströndinni. Samt gátum við ekki haldið brákinni í skefjum. Við höfum ekki lengur jafnhátt um undraverða olíuverndarhæfni okkar. Við vitum að hún verkar vel í hægviðri, þegar ölduhæð er undir þremur metr- um. Við þjálfunaræfingar við slíkar að- stæður höfum við fært sönnur á að við getum endurheimt 95 prósent olíunnar. En nú segja mengunarsérfræðingar okkur að í slæmu veðri sé hér um bil óframkvæmanlegt að hemja olíumeng- un í kjölfar leka. Og við norsku strönd- ina eru oft slæm veður. Exxon Valdez slysið opnaði augu Norðmanna fyrir nauðsyn þess að ein- beita sér að fyrirbyggjandi öryggisráð- stöfunum - eins og því að útiloka skip í lélegu ásigkomulagi frá því að leggja á hafið. Siðmenningunni stafar meiri hætta frá verslunarflota heimsins en kafbát- um og orustuskipum - sem nú eru að verða atvinnulaus. Exxon Valdez vakti nýjan skilning og hvatti til þeirrar skap- andi hugsunar sem nauðsynleg er til að finna nýjar lausnir á gömlum vanda. Ibúar Stavanger hafa sannað ágæti sitt við að finna slíkar nýjar lausnir, því að efnahagssveiflur hafa umbylt atvinnu- lífi þeirra svo oft síðustu tvær aldirnar. Stavangerbúinn Leiv Ellingsen fæst yfirleitt ekki við eðlisfræði, efnafræði eða olíuhömlun. Hann fæst við við- skipti. En þar sem hann fylgdist með Exxon Valdez slysinu á sjónvarpsskján- um tók hann eftir því að olían festist við fljótandi ís. Olían þykknaði og hékk við ísinn þar til hægt var að safna henni saman. Hvers vegna mætti ekki, hugsaði Ellingsen, nota kælt gas, eins og köfnunarefni, til að frysta sjóinn og mynda gropið ísrif kringum olíuflák- ann? Sérfræðingar eru nú að öðlast trú á þessa lausn. Hver veit nema að við hugsum okkur til hreyfings innan skamms og förum af stað með okkar hefðbundna trúboðsáhuga og björgum heiminum frá hrikalegum afleiðingum olíuspjalla. Það er mörg syndin. Við gætum þá fengið verðuga útrás fyrir tilhneigingar okkar til að frelsa heiminn eða að minnsta kosti ráða bót á vanköntum hans. Lokatilvitnun í Pét- ur Gaut kemur að kjarna málsins: „Eg gleypi ei hvað geri hinir, ég gái að hverju mér er lið í.“* _______________Verstu olíullekkir_______________________ Venjulega má margfalda fjölda tonna með sjö til að fá út magn olíulekans i tunnum: Nákvæm tunnutala í tonni er breytileg eftir gerð olíunnar. Hver tunna inniheldur 159 lítra. Nafn, staður Dagur Orsök Tonn Ixtoc I, olíubrunnur suðurhluti Mexíkóflóa 3. júní 1979 Sprenging 600.000 Nowruz olíusvæðið, Persaflói Feb. ’83 Sprenging (600.000 áætl.) Atlantic Empress & Aegean Captain, Trinidad og Tobago 19,júlí 79 Árekstur 300.000 Castilio de Bellver, við Höfðaborg, S-Afríku Amoco Cadiz, nálægt 6. ágúst ’83 Eldur um borð 250.000 Portsall, Frakklandi 16. mars 78 Strand 223.000 Torrey Canyon, við Lands- end, Englandi 18. mars ’67 Strand 119.000 Sea Star, Ómanflóa 19. des. 72 Árekstur 115.000 Urquiola, La Coruna, Spánn 12. maí ’67 Strand 100.000 Hawaian Patriot, Norður- Kyrrahaf 25. feb. 77 Eldur um borð 99.000 Othello, Tralhavet flói Svíþjóð 20. mars 70 Árekstur 60.000-100.000 Heimild: The World Almanac, 1990 42 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.