Heimsmynd - 01.05.1990, Side 51

Heimsmynd - 01.05.1990, Side 51
ODD STEFÁN Þaiílausar oj» dyrar umbúðir iim inaunlíl qq nisliir að er kominn 5. maí. Jón er búinn að borga VÍSRÓ reikninginn með ávísun úr hefti vísitölufjölskyldunnar sinnar. Upphæðin er um tíu þúsund krónum hærri en síðast; aðal- lega vegna fermingargjafar sem var keypt í apríl. Svo að nú fór reikningurinn yfir 100 þúsund. Jón og Gunna hafa vonast til þess um skeið „að fara að sjá pcning." Pau eru orðin langþreytt á því að sjá kaupið sitt hverfa strax upp úr mánaðamótum í greiðslu reikn- inga fyrir vöru og þjónustu sem er búið að nota. Svo nú hafa þau ákveðið að sleppa sólarlandaferðinni í ár. Fengu satt að segja nóg af því að binda drjúgan hluta af kaupinu sínu fram yfir jól í að greiða upp ferð sem var búið að fara. Eins gott að vera laus við þær afborgan- ir þegar kom að jólaúttektinni og raðgreiðslunum vegna trygg- inganna af bflnum. Tíu þúsund þar í sex mánuði. Og svo eru allar hinar föstu greiðslurnar: afnotagjaldið til Ríkisútvarps- ins, áskriftin að Stöðinni, morgunblaðinu, tímaritinu og happ- drættinu. Það eru tuttugu þúsund sem fjölskyldan hefur úr að spila þennan mánuð eftir að búið er að borga síðustu mánaðar- úttekt. Ekki sem verst. Enda bætti Jón við sig aukavinnu fyrir páska. Til að standa klár á afborgun af láninu frá Húsnæðis- stofnun í haust. - Er það ekki eina leiðin til að komast út úr þessu? sagði Jón sisona þegar hann greindi Gunnu sinni frá aukavinnunni. Hún var eitthvað hugsi. - Ég veit ekki. Er það eðlilegt að vinna meira og meira en hafa aldrei nóg? Hverjir plokka okkur? Er kannski hægt að hafa það betra með því að hafa minna umleikis? eftir HÖRÐ BERGMANN HEIMSMYND 51

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.