Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 52

Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 52
Það eru fleiri hugsi um stöðu sína og framtíðarhorfur um þessar mundir en hún Gunna. Til skamms tíma hafa flest okk- ar talið víst að með árunum myndum við hafa úr sífellt meira að spila og jafnframt yrði vinnutíminn styttri. Tækniframfar- irnar sæju um það. Framfarabraut þjóðarinnar væri greið að fenginni 200 mílna landhelgi, sífellt öflugri tækni, ríkulegu húsnæði og mikilli menntun. Ekkert gæti stöðvað hagvöxt í þjóðarbúinu og hagsbætur heimilanna. Enn eru þessar hugmyndir ríkjandi. En margt blasir nú orð- ið við sem vekur grunsemdir um að þær hvíli á völtum grunni. Að komið sé að sögulegum tímamótum sem krefjast uppgjörs við ríkjandi lífs- og atvinnuhætti. OFVÖXTUR ÁENDA Um þessar mundir er liðin hálf öld síðan íslendingar tóku fyrstu skrefin inn í hugmyndakerfi hins endalausa hagvaxtar. Hernám landsins, fO. maí f940, gróf þjóðinni nýjan, örlaga- ríkan hugmyndafarveg. Umsvif breska og síðar bandaríska setuliðsins opnuðu fátæku fólki á hrjóstrugu eylandi norður í höfum nýja lífssýn og óvænta möguleika. Þjóðin kynntist stór- virkum vinnuvélum, kurteisum, gjafmildum her, appelsínum og Hersey súkkulaði. í stað atvinnuleysis fengu karlar sem konur rífandi atvinnu við framkvæmdir hernámsliðsins. Fjöl- breytt nýstárleg störf spönnuðu allt frá flugvallagerð til þvottahúsa- og sjoppurekstrar. Og gáfu fjölda heimila áður óþekktar tekjur. Oft án þess að mikið þyrfti að leggja á sig. Við lentum sannarlega í blessunarríku stríði - að því er virtist. Áratugina eftir stríð og allt fram að þessu lifði þjóðin ein- stakt framfaraskeið að flestra dómi. Ríkjandi verða hugmynd- ir um endalausan vöxt og óþrjótandi möguleika. Framtíðin hljóti að bera eitthvað meira og betra í skauti sínu en við njót- um nú. Meiri efnaleg gæði, betri tækni, meiri þekkingu og lengra líf. Að vísu var gæðunum misskipt og efnahagsþróunin gekk ekki snurðulaust. En afturkippirnir urðu ekki það langvarandi að þeir breyttu heildaráhrifunum. Enda þótt vaxandi tekjum og efnalegum gæðum væri skipt ójafnt eftir stéttum, kynjum, skólagöngu og búsetu fengu allir einhvern ávinning - og virt- ust geta átt von á fleiri. Þorri manna virtist fús að gera efnaleg gæði og aukin þæg- indi að aðalkeppikefli lífsins, leggja nótt við dag til að eignast eitthvað meira og stærra, njóta meiri þæginda og fjölbreyttari afþreyingar. Verðbólgan, sem einkenndi hina nýju tíma, hvatti alla til að festa fé sitt í einhverju áþreifanlegu sem fyrst. Ekki síst í stóru húsnæði, nýjum bíl eða öðru sem nýir tímar gáfu kost á og gerðu eftirsóknarvert í augum flestra. Einstakur stórhugur og bjartsýni einkenndi þetta skeið. Ekki kom til greina að nota annað en nýjustu og fullkomnustu tæki jafnt á heimilum og í atvinnurekstri. Framan af virtist al- veg óþarft að velta því fyrir sér hvaða takmörkum auðlindir þjóðarinnar væru háðar eða að skuldir gætu orðið einstakl- ingum eða samfélaginu til byrði. Hugtakið offjárfesting var framandi allt fram á níunda áratuginn. Fjárfesting heimilanna virtist auka ánægjuna og fjárfesting þjóðarbúsins velferð og hagsæld. Að minnsta kosti meðan lántakendur þurftu ekki að greiða skuldir sínar að fullu og áttu verðbólguna að vini! Hinni bjartsýnu sældarhyggju, sem verður algengt lífsvið- horf á þessu tímabili, má lýsa þannig: • Með því að eignast meira og afla okkur aukinna þæginda getum við vænst meiri hamingju. Nýtt er betra - mest er best. • Það er um að gera að njóta eins mikils og unnt er að komast yfir, gera það sem fyrst og alveg ástæðulaust að hafa áhyggjur af framtíðinni. • Við getum vænst þess að hafa úr sífellt meira að spila eftir því sem árin líða. Meira er betra. • Tækniframfarir og vísindasigrar hljóta að auka bæði hag- sæld og farsæld í tímans rás. • Gæði og hagkvæmni eru oft háð stærð og hraða. Því stærra því betra og því hraðara því betra. Segja má að áhrif þessara hugmynda valdi því meðal annars að mælikvarðar hins mátulega glatast. Þjóðfélgið einkennist fremur af kappi en forsjá. Yfirlitið ber þess einnig ljósan vott að við erum ekki að virða fyrir okkur einstakt, séríslenskt fyr- irbæri heldur alþekkt viðhorf í öllum vestrænum iðnríkjum. Samt varð þessi þróun með nokkuð sérstökum hætti hér á landi, sneggri og djúptækari og mótar að sínu leyti uppeldis- mynstur samfélagsins. Meðal annars vegna þess hve stríðsárin höfðu víðtæk áhrif bæði á efnahag, tækniþekkingu og ýmsar lífsvenjur þjóðarinnar. Einnig hefur það haft sín áhrif hvað hún hafði búið lengi við þröngan kost. Þeim mun meiri varð ákafinn að höndla hnossið þegar færi gafst. Þegar á áttunda áratugnum stóð íslenska þjóðin í sporum sem einkenna það sem ég vil kalla umbúðaþjóðfélög. Þjóðfé- lög þar sem meira en helmingur þeirra sem sækja laun á vinnumarkað starfar í þjónustugreinum, sem einnig mætti nefna umbúðagreinar. Með markaði yfirfulla af varningi og þjónustutilboðum sem búið var að verja miklum tíma, kröft- um, fé og hugviti til að hanna og þróa. Upp runnu tímar kostnaðarsamrar vöruþróunar og markaðssóknar. Sem mark- aðsfræðingarnir lýstu sem stríði. Sá fór með sigur af hólmi í vöruþróunarátökunum og auglýsingastríðinu sem tókst að gera afurð sína að hluta af neysluvenjum Jóns og Gunnu. Kostnaðurinn af margþættum milliliða- og markaðsátökum með tilheyrandi gjaldþrotum sumra en aukinni markaðshlut- deild annarra er að sjálfsögðu greiddur við kassann. Einnig hækka skattarnir eftir því sem fleiri kröfur um þjónustu og fyrirgreiðslu hins opinbera ná fram að ganga. Hersveitir sér- hagsmunanna eru margar og harla ólíkar; allt frá pilsfaldakap- ítalistum til fórnarlamba umferðarslysanna. Byrði Jóns og Gunnu þyngdist þó ekki að ráði af þessum sökum meðan orka var ódýr og ofveiðin á fiskimiðunum rétt að byija. En nú horf- ir málið öðruvísi við. BAKHLIÐ FRAMFARANNA. VÍTAHRINGUR UMBÚÐAFARGANSINS Alvarlegar hliðarverkanir sívaxandi iðnframleiðslu, neyslu og orkubrennslu hafa ekki fengið á sig jafnskýra mynd hér á landi og í öðrum umbúðaþjóðfélögum. En þegar kom fram á áttunda áratuginn fengu þjóðir Evrópu og Norður-Ameríku sífellt skýrari og alvarlegri boð um þau takmörk sem vexti neyslu og orkunotkunar eru sett. Boðin bárust frá menguðum vötnum og innhöfum, eyddum og dauðum skógum, horfnum dýra- og jurtategundum, götum á ósonlaginu, tíðari öndunar- færasjúkdómum og krabbameini. Hér á landi birtast aukaverkanir framfarasóknarinnar í und- arlegum þverstæðum. Stækkun landhelginnar fylgir aukin of- veiði. Vélvæðingu landbúnaðarins dýrari búvörur. Betri heilsu dýrara heilbrigðiskerfi. Tölvuvæðing flestra þjónustu- starfa virðist að jafnaði leiða til þess að starfsfólki í þeim fjölg- ar. Þannig mætti lengi telja. Ef við höldum áfram að skoða málið með því að nota umbúðalíkinguna má segja sem svo að umbúðir um menntun, heilsu, þjónustu, húsnæði, viðskipti, fiskveiðar, landbúnað og samgöngur verði sífellt þykkari og dýrari. Fólk kaupir sömu lífsnauðsynjar og fyrr í sífellt þykk- ari, dýrari og varasamari umbúðum og gagnrýnin afstaða til þess hvað teljist lífsnauðsyn hverfur. Enda mótast það sem 52 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.