Heimsmynd - 01.05.1990, Síða 54

Heimsmynd - 01.05.1990, Síða 54
heimt en látið undir höfuð leggjast að skila honum til réttra eigenda. Ríkssjóður greiddi 79 milljónir 1988 vegna lagaákvæða sem gera ríkið ábyrgt fyrir launagreiðslum hjá gjaldþrota fyrirtækj- um. Síðan hefur þeim fjölgað ört sem virðast jafnvel leyfa sér að gera út á þau ákvæði. Einkum í verslun og veitingahúsa- rekstri. Milliliðir peningamarkaðarins leggja sitt til byrðanna sem Jón og Gunna rogast með. Til dæmis er talið líklegt að kredit- kortafyrirtækin hækki vöruverð um 3 til 4 prósent. Algengt er að gefinn sé 5 prósent stað- greiðsluafsláttur séu þau ekki dregin upp. Tryggingafélögin hafa lítið gert til að halda niðri verði á bifreiðatryggingum. Einum þeirra liða sem gera rekstur fjölskyldubflsins næstum jafn- dýran og matarkaupin eins og áður er greint. Á þeim vett- vangi tíðkast enn framreikn- ingur á rekstrarkostnaði félag- anna. Litli bfleigandinn borg- ar. Bankastarfsemin í landinu er bæði í höndum hins opinbera og einkaaðila. Lántakendur í landinu bera þungar vaxta- byrðar eins og kunnugt er en þeir sem eiga fé í banka fá fremur lága vexti. Vaxtamun- urinn svokallaði er óvenju mikill hér á landi. Aukinn um- búðakostnaður við þessa starf- semi birtist meðal annars í því að fjöldi bankastarfsmanna tvöfaldaðist á árunum 1977 til 1989. Og í innihaldslausum auglýsingaherferðum sem kosta tugi milljóna. í viðtali við Má Guðmundsson, efna- hagsráðunaut fjármálaráð- herra, í DV 5. júní í fyrra kem- ur fram að vaxtamunurinn sé 2,5 prósentum meiri en gerist erlendis og miðað við heildar- innlán í bönkum og sparisjóð- um í lok október 1988 hafi það þýtt um tvo milljarða króna. Tveir milljarðar voru einnig nefndir þegar reynt var fyrir tveimur árum að áætla hve miklu fé væri varið til auglýs- inga hér á landi á einu ári. Við vitum að það sem mest er aug- lýst eru vörur sem ekki teljast brýn nauðsyn en hins vegar er reynt að telja fólki trú um að svo sé. Það kostar sitt fyrir Jón og Gunnu að taka þá trú og borga kostnaðinn við að boða hana líka. Margt fleira mætti nefna í því skyni að skýra hvers vegna vísitölufjölskyldan okkar telst hafa útgjöld sem nema 2,3 millj- ónum á ári miðað við kannanir og útreikninga Hagstofunnar. Og eru þó óbeinu skattarnir ótaldir. Hér er ekki rúm til þess en væntanlega á lesandinn ekki í vandræðum með að halda upptalningunni áfram. MINNI UMBÚÐIR - BETRA LÍF Eftir að búið er að pakka lífi manna og rekstri fyrirtækja og hins opinbera í umbúðir af því tagi, sem hér hefur verið lýst. er engan veginn auðvelt að losna við þær. Þó vitum við að í seinni tíð hefur margt gerst sem bendir til vaxandi skilnings á nauðsyn þess að grisja þær. Fjölda fyrirtækja hefur ekki tekist að framleiða eða selja fyrir rekstrarkostnaðinum og hafa því hætt rekstri. Þau sem rekin eru með minnstum umbúðakostn- aði lifa. Frá áramótum hefur starfsmönnum banka og trygg- ingafélaga fækkað. Það gefur fyrirheit um að það fari að draga úr umbúðakostnaði af þeirra völdum. Nokkurrar viðleitni hef- ur orðið vart til að skrúfa fyrir stórstreymi úr ríkissjóði til hálaunahópa í heilbrigðiskerfinu. Það hefur dregið úr auglýs- ingagleðinni og fjárfestingarbjartsýninni. Eftir áratugs reynslu af verðtryggingu virðast flestir farnir að átta sig á hvað í því felst að taka verðtryggt lán með háum vöxtum - og eru hættir að biðja um þau nema að yfirveguðu ráði. Miklu skiptir að almenning- ur fylgist með þessari þróun og leggi sitt til þess að hún dragi úr umbúðakostnaðinum við mannlíf í landinu. Þeim þarf að fjölga sem gera í alvöru kröfu um að almannahags- muna sé gætt af þeim sem þeir ljá atkvæði sitt í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Dregið verði úr plokki og só- un. Eftir áratuga rányrkju á fiskimiðum okkar og afréttum ætti að vera ljóst að vexti eru takmörk sett - og miklu skiptir að einstaklingsbundin mark- mið jafnt og þjóðfélagsleg taki mið af því. Einstaklingurinn læri af reynslunni, endurskoði með gagnrýni umbúðirnar sem hann vefur líf sitt í og kostnað- inn við að nota þær. Ekki að- eins eigin kostnað og sífelldan tímaskort, heldur einnig áhrif- in á náttúruna og kjör kom- andi kynslóða. Ef við höldum áfram að heimta meiri þjónustu af því opinbera en við viljum borga nú heldur skuldabyrðin, sem börn okkar taka við, áfram að þyngjast. Nú þegar fer tíunda hver króna á fjárlögum ríkisins í vaxtagreiðslur og um tuttugu sveitarfélög eiga í erfiðleikum með að standa undir skuldum. Minna er betra. Stjórnmál eru gagnvirkt ferli. Breyttum hugsunarhætti kjósendanna fylgir ný pólitík. Állir læra af því að reka sig á. Líka stjórnmálamenn í keppni um endurkjör. Breytingin ger- ist þeim mun fyrr sem við verðum duglegri að breyta þeim lífsvenjum sem hin bjartsýna sældarhyggja umbúðaþjóðfélagsins hefur innrætt okkur. Við flýtum henni með því að losa okkur við þarflausar umbúðir þess. Með því að sýna meiri sjálfsbjargarviðleitni og stunda verkaskipti. Viljinn verður að birtast í verki. í breytingu á því sem við gerum, þvf sem við kaupum - og kaupum ekki. Við verðum að endurmeta hvað við kjósum af því sem er í boði bæði á vörumarkaði, hjá hagsmunasamtökum og stjórnmála- flokkum. Með því að draga úr neyslunni, fækka umbúðum um líf okkar, fáum við tíma fyrir okkur sjálf og samskipti við þá sem við kærum okkur um. Þannig fáum við þá til að kæra sig meira um okkur.D Bankastarfsemin í landinu er bæði í höndum hins opinbera og einkaaðila. Lántakendur bera þungar vaxtabyrðar eins og kunnugt er en þeir sem eiga fé í banka fá fremur lága vexti. 54 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.