Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 58

Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 58
MAI HEiMSMYHD 1990 Machiavelli varð vitni að því þegar Cesare var Ioks hnepptur í fangelsi. Þegar nýr valdhafi kom til sögunnar í Flórens varð Machiavelli fyrir valinu sem nánasti ráðgjafi hans og áhugi hans á hernaði og her- kænsku vaknaði. Öldum saman höfðu smáríkin á It- alíu notað málaliða í styrjöld- um sínum og Machiavelli hafði kynnst af eigin raun agaleysi þeirra, skorti á tryggð samfara miklum hroka. Því vildi hann að Flórens kæmi sér upp eigin her, eins og hann hafði kynnst í Frakklandi og hafði verið til staðar í Rómarveldi til forna, og varð sá her að veruleika 1505. Á ferðalögum sínum til Þýskalands og Sviss safnaði Machiavelli upplýsingum um stjórnarfar og siði sem hann notaði í verk um sterk pers- ónueinkenni þýskra en veikt stjórnarfar. Þegar hann kom til Flórens frá Þýskalandi var stjórnin þar að reyna að ná Pisa á sitt vald og Machiavelli heimtaði að vera með hemum sínum. Flann barðist með hermönn- unum í fremstu víglínu en slík var föðurlandsást þessa manns sem í sögunni fær þann dóm að hafa verið tor- trygginn, varkár og kaldhæð- inn. Árið 1511 fór Machiavelli til Frakklands til að reyna að hafa áhrif á Loðvík XII í að afstýra styrjöld við Flórens, sem honum tókst ekki. Mediciættin náði völdum í Flórens og Machiavelli var síðar fangelsaður, grunaður um að vinna gegn henni. Fátækur og stöðulaus hélt Machiavelli á heimaslóðir sínar utan Flórens og þar leit meistarastykki hans Furstinn dagsins ljós 1513. Aðdáun hans á furstadæminu var óbilandi og öll kenningar- smíð hans gekk út á endur- bætur á því. Spilling samtím- ans og bág staða ítölsku smá- ríkjanna auk óttans við erlend yfirráð gerði það að verkum að Machiavelli fannst þörfin á valdamiklum fursta brýn. Hann dreymdi um að furstinn gæti frelsað Ítalíu. Þetta var næstum óviðráðanlegt verkefni og í bókinni Furstinn leggur Machiavelli þessum frelsara lífsreglurnar og segir honum hvaða aðferðir dugi best í ríkjandi kringumstæðum með TÍSKA FEGURSTU FLJÓÐ HEIMS Franska tískublaðið ELLE helgaði mars- tölublað sitt fegurstu fyrirsætum heims, þeim fræg- ustu og hæst launuðu. stúlk- um sem skreytt hafa forsíður allra helstu tískutímaritanna ótal sinnum undanfarin ár. Forsíðu þessa glæsilega blaðs prýddi nítján ára þýsk fyrirsæta, Claudia Schiffer. Hún er fjarri því að vera frægust af þeim fyrirsætum sem blaðið fjallar um en þar fara fremstar í flokki Cindy Crawford (hæst launaða fyr- irsæta heims), Linda Evan- gelista, Iman. Tatanja Patits og fleiri. Claudia er augljóslega stjarna á uppleið og ótrúlega lík frönsku kynbombunni Brigitte Bardot. Hún er 180 sentímetrar á hæð og málin eru 92-60-92. Daglaun henn- ar eru að meðaltali sjö til átta þúsund Bandaríkjadalir. Parísarbúar eiga ekki orð yfir fegurð hennar og kynþokka en hún kom þangað, sá og sigraði í janúar 1988. Um- boðsmenn Metropolitan-fyr- irsætuskrifstofunnar í París rákust á Claudiu á diskóteki í Dusseldorf en þá hafði aldrei hvarflað að henni að verða fyrirsæta. Hún kemur frá venjulegu þýsku miðstéttar- heimili, faðirinn er lögfræð- ingur og móðirin heimavinn- andi húsmóðir. í fyrstu voru frægustu Parísarblöðin treg að ráða þessa óreyndu fyrirsætu sem líktist fremur barni en konu en þegar hjólin fóru að snú- ast fóru þau líka á fulla ferð. Það var ljósmyndarinn Herb Ritts sem náði að festa hana á filmu fyrir enska Vogue og síðan linnir ekki eftirspurn- um. Umboðsmaður hennar, Aline Souliers, segir Claudiu græða á því hve lík hún er Bardot og að auki sé hún sakleysislegri. Áður en myndatökur eru samþykktar vill Souliers ætíð vita hver til- gangurinn er og bannar allar Cindy Crawford myndir sem tengjast tóbaki, áfengi eða öðru sem drægi úr sakleysislegu yfirbragði hennar. ELLE birtir einnig í þessu blaði nektarmyndir af fræg- um fyrirsætum, þar á meðal hinni dönsku Brigitte Nielsen sem fræg varð fyrir að giftast og skilja við Sylvester Stallo- ne. Ljósmyndarinn Greg Gorman segir um Brigitte að hún hafi frábæran líkama og aðdáunarverð hlutföll enda sé hún eitt sitt uppáhalds myndefni. Önnur fyrirsæta sem Gorman hefur myndað nakta er hin fræga Iman. Hún var uppgötvuð í Nairobi þar sem hún var við háskólanám átján ára gömul. Hún kom til New York 1973 og tveimur árum síðar var hún komin í röð fremstu fyrirsæta heims. Hún ruddi veginn fyrir svartar fyr- irsætur sem höfðu ekki notið sérstakrar hylli áður. Hönn- uðirnir Yves Saint Laurent, Mugler, Versace, Givenchy, Calvin Klein og Alaia sóttust allir eftir Iman sem og kvik- myndaleikstjórar. Hún lék í sinni fyrstu mynd undir stjórn Ottos Preminger 1979, The Human Factor. Hún lék gleðikonu í No Way Out og ástkonu Michaels Caine í Surrender og hún lék bónda- konu í Out of Africa. Hún er orðin 35 ára gömul og lætur hvergi bilbug á sér finna enda koðna flestar aðrar við hliðina á henni þótt þær séu tuttugu árum yngri. Cindy Crawford er 23 ára bandarísk fyrirsæta, sú vin- sælasta í heimi um þessar mundir og sú hæst launaða nú en hún hefur birst á for- síðum 250 tískublaða. Sér- kenni Cindy er lítill fæðingar- blettur yfir efri vör. Hún er 177 sentímetrar á hæð og málin eru 86-58-84. Banda- rísk blöð tala um Cindy Crawford sem andlit tíunda áratugarins. Hún geislar af hreysti og æskufegurð, er 58 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.