Heimsmynd - 01.05.1990, Side 61

Heimsmynd - 01.05.1990, Side 61
p Barbara Hershey Munnsvipurinn hefur breyst en nú er nijög í tísku aö hafa þykar varir. *r. -----7 Liin þekktasta Ijósim ndafvrirsa'ta veraldar hefur látiö stækka harm sinn. Lýtalækningar taka stórstígum framför- um og krafan um eilífan æskublóma ýtir undir þá þróun. Einhvem tíma sagði þekktur lýtalæknir frammi fyrir hópi af læknanemum í Háskóla íslands að hætta bæri andlitslyftingum þegar konur væru komnar með hökutopp. A Islandi eru nú starfandi níu íslenskir læknar sér- menntaðir í þeirri grein skurðlækninga sem nefnast lýtalækningar. Lýtalækningadeild hef- ur verið starfrækt á Landspítalanum undan- farin tíu ár, en lýtalækningar hafa verið stundaðar hér á landi mun lengur. Sú skoðun er úbreidd meðal almennings að lýtalækning- ar séu nánast eingöngu sprottnar af hégóm- legum hvötum. Fegrunarlækningar, sem eru ein grein lýtalækninga, hafa vissulega aukist mjög, bæði hér á landi sem annars staðar. A lýtalækningadeild Landspítalans sitja þó fegr- unaraðgerðir á hakanum en þar em yfirleitt margir á biðlista. Miðað við þá þróun sem átt hefur sér stað erlendis er ekki úr vegi að ætla að ásókn í fegrunaraðgerðir hér á landi sé að aukast. Aukin ásókn í sólböð og ljós flýtir fyrir hrukkumyndun og oft heyrast konur tala um að það sé í lagi því þær fari bara undir hnífinn seinna. Margar konur sem vilja ekki lúta lög- málum aldursins fullkomlega fara hægt í sak- irnar, byija á því um fimmtugt að láta gera aðgerð í kringum augun og því næst stig af stigi að yngja andlitið upp. Úti í hinum stóra heimi er ekkert orðið sjálfsagðara en að láta lýtalækni lagfæra upp- runalegt verk skaparans. Aldur þeirra sem fara í fegrunaraðgerðir hefur einnig lækkað enda trú sumra að því fyrr sem farið er af stað því minni líkur séu á hrukkum. I Bandaríkj- unum eru læknar famir að nota lasergeisla við skurðaðgerðimar til að reyna að koma í veg fyrir bólgur eftir á, blæðingar og sárs- auka. En ennþá hefur ekki náðst almenn samstaða um slíkar aðferðir en blæðingar og ígerðir eftir á hafa of oft verið fylgifiskur að- gerða af þessu tagi. Meðfylgjandi eru myndir af nokkrum heimsfrægum andlitum sem hafa farið undir hnífinn. Ivana Trump sagðist aldrei vilja líta út fyrir að vera eldri en 29 ára, væntanlega til að halda í Donald sinn. Cher hefur viður- kennt að hafa farið margoft til lýtalæknis, bæði vegna brjósta, læra, nefs og kinna. Jackie Onassis gefur ekkert upp um það hvort hún hafi farið í fegrunaraðgerð áður en hún varð sextug en myndirnar tala sínu máli.D tilliti til mannlegs eðlis. Bók- in tileinkaði hann Lorenzo de’ Medici sem réði lögum og lofum í Flórens. Sjálfan dreymdi Machia- velli um samfélag góðra og hreinlyndra manna en vegna kringumstæðna og vegna þess að ríkið lýtur sínum eig- in lögmálum vissi hann að það þurfti slægð og stjórn- visku til að ná sínu fram af því að sakleysið var ekki veruleikinn. Machiavelli vildi segja sannleikann en hann vildi á sama tíma ekki koma sér í ónáð hjá valdhöfum og því voru verk hans skrifuð í anda stjórnmálamannsins fremur en sagnfræðingsins. Hann fær þann dóm í sögunni að hafa verið beinskeyttur maður, góður borgari og góður faðir. Hann var eiginkonu sinni ekki trúr en með henni átti hann fimm börn. Ast hans á fæðingarborg sinni var öllu öðru yfirsterkari. Hann var örlátur, ástríðufullur og trú- aður. Hann var einnig hrekkjóttur og hafði gaman af því að hneyksla samtíma- fólk sitt með því að þykjast vera slægari en hann var. Hann varð einna fyrstur til að vekja athygli á hringrás sögunnar sem byggði á þeirri forsendu að mannlegt eðli breyttist ekki og var þar með fyrstur til að setja fram kénn- ingu í stjórnmálafræði sem byggði á eðli mannsins. Eiginkonan myiti hann. Jean-Marie Leclair, franskur fiðlusnillingur og tónskáld, fæddist 10. maí, 1697 í Lyon og er frum- kvöðull hins sígilda franska fiðluskóla sem tók við af þeim ítalska sem áður var nkjandi. Hann hóf feril sinn HEIMSMYND 61

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.