Heimsmynd - 01.05.1990, Side 65

Heimsmynd - 01.05.1990, Side 65
á sér athygli með ýkjum eins og Versace. I öðrum hópnum eru þejr sem vilja halda á vit fáránleikans eins og Thierry Mugler. Þá eru í þriðja hópn- um hinir sígildu eins og Lacroix, Dior og Chanel og í fjórða hópnum þeir sem hanna tísku í andstöðu við alla hina eins og Franco Moschino í Mflanó. Hönnuðirnir halda sýning- ar í samræmi við markhópa sína. Versace miðar á rokk- stjörnur og þá nýríku. Hann leggur áherslu á kynþokka og afar áberandi fatnað fyrir þessa hópa. En hann selur einnig fólki sem er ekki í þessum hópum enda er stór hluti þess fatnaðar sem hann setur á almennan markað allt annars eðlis en sá sem sýndur er á sýningum, bæði mjög glæsilegur, vandaður og sí- gildur. „Það er viðskiptavin- urinn en ekki hönnuðurinn sem ákveður hvernig klæðast eigi fötunum,“ segir Versace. „Þegar ég sýni mjög stutt pils geri ég það til að leggja áherslu á að ég er þeim hlið- hollur. Svo ráða konurnar sem klæðast pilsunum hve stuttur faldurinn er. Leik- og söngkonan Cher er til dæmis mjög kynþokkafull í stuttu pilsi. Jane Fonda er hins veg- ar sportleg og Faye Dunaway aristókratísk og glæsileg. Díana prinsessa af Wales pantaði sex samkvæmissíð- buxur frá Versace eftir sýn- inguna, jakka og glitrandi pils. Það pils var upphaflega sýnt mjög stutt en vart þarf að taka það fram að prinsess- an pantaði það sítt. Yves Saint Laurent hefur einnig gaman af því að kveikja í áhorfendum sínum og þótt sýningar hans séu mjög hefðbundnar notar hann oft eitt atriði til að hrista upp í fólki. A sýning- unum síðastliðið haust sýndi hann kvöldkjóla þar sem annað brjóstið var alltaf bert og ljósmyndararnir gengu af göflunum. Það vakti samt ekki fyrir þessum konungi tískunnar að konur tækju upp þann sið að ganga með annað brjóstið bert. Hann var eingöngu að leggja áherslu á það að kynþokki væri aftur kominn í tísku. Sjálfur missti Yvest Saint Laurent af sýningunni sinni á Versace kjóli með strútsfjöðrum. Takið eftir slörinu sem hann festir við bol kjólsins og hve fleginn hann er. hausttískunni J990 sem hald- in var nýlega. Hann var flutt- ur á spítala vegna ofþreytu en sögusagnir fóru strax á kreik um að hann væri með krabbamein eða alnæmi. Honum hafði tekist að ljúka undirbúningi sýningar sinnar og í þetta sinn voru engar sýningarstúlkur með brjóstin ber. Þó var mikið um gegnsæ efni, kvöldkjóla úr blúndu- efni og hlíralausa kjóla í anda Marilyn Monroe sem ýttu undir ásýnd barmsins. Italski hönnuðurinn Rom- eo Gigli er einnig með ýktar áherslur á sýningum sínum sem oft eru líkari draumi en veruleika. „Þetta er minn hugarheimur og þær hug- myndir sem ég geri mér um konur,“ segir hann. Síðasta ár sýndi Gigli ótrúlegan fatn- að þar sem sumir kvöldkjól- arnir líktust kristalsljósa- krónum. Gigli segir að hann hafi ekki hugsað sér þessa kjóla til notkunar heldur hafi hann verið að sýna fram á Kvöldklæðnaður frá Louis Féraud.

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.