Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 66

Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 66
glæsileika hins gegnsæja og glitrandi glers. I stað þessa sendi Gigli frá sér í verslanir síða eyrnalokka úr gleri og þunnar silkiblússur. Gler- eyrnalokkarnir eru eitt tísku- fyirbæranna í ár. A sýningunni fyrir haustið nú um daginn tókst Gigli að skapa ævintýralega stemmn- ingu. Fyrirsæturnar voru með einkennileg höfuðföt. Jakkar voru bróderaðir með göml- um táknum Rússa, indíána og Afríkunegra og stendur fólki til boða að panta þessi föt sérstaklega. Giglivörurn- ar sem eru á boðstólum í verslunum í París og Mílanó eru hins vegar eins einfaldar og unnt er að ímynda sér. Sumir hönnuðir ganga enn lengra en þeir sem hér hefur verið lýst. Sýningar þeirra eru hreint bíó eins og hjá Thierry Mugler sem sýndi ekki klæðskerasniðnar dragt- ir heldur eintóman glansfatn- að og sýningarstúlkurnar dönsuðu kabarett. Jean-Paul Gaultier er alger andstæða við alla þessa. Hann er einn sá fremsti á avantgarde línunni en sýning- in hans á síðasta ári var ein- hver sú umtalaðasta vegna alls lags tæknibrellna og kost- aði hún um 300 þúsund dali. í ár ákvað Gaultier að þar sem nýr áratugur væri hafinn væri einnig hafið nýtt skeið í tískunni. Sýning hans bar keim af andtísku eða and- svari við öllum látalátum. Hann vildi að gestir sýningar- innar sæju fötin. Eina áber- andi skrautið var hárkollur sýningarstúlknanna en sýn- ingin var haldin í litlum sal og Gaultier lýsti því yfir að hann væri orðinn hundleiður á öllu kjaftæði um ímynd. Gaultier er ekki talinn hönnuður framúrstefnunnar að ósekju og samferða hon- um inn í nýtt tímaskeið eru Bretarnir Rifat Ozbec og Ja- sper Conran. Ozbec kynnti haustlínuna sína á myndb- andi og Conran hélt veislu fyrir blaðamenn og kaupend- ur þar sem kunningjar hans gengu um í nýjasta fatnaðin- um. ítalinn Franco Moschino hefur gengið lengst í því að mótmæla tískubransanum í því horfi sem hann er nú. Moschino auglýsti í blöðum 66 HEIMSMYND undir slagorðinu: Burt með tískubáknið. Hann hæðist óspart að því kerfi sem byggt hefur verið upp í kringum hátískuiðnaðinn. efnishyggj- unni í kringum fatnaðinn og hinum stöðugu sveiflum í tískunni. Með þessu móti hafa Moschino og fleiri vakið athygli á sér og selt meira, því nú er í tísku að vera and- snúinn tísku. Sumir halda alltaf sínu striki. Christian Dior og Christian Lacroix sýningarn- ar voru með sama sígilda sniðinu og áður. Lacroix sem kallaður var enfant terrible á árum áður er nú að komast í hóp þeirra sígildustu. Kvöld- kjólarnir sem hann sýndi fyr- ir haustið þóttu einfaldir en glæsilegir. Litagleðinni sem hann er þekktur fyrir heldur hann og hann blandar saman ótrúlegum litum, efnum og mynstrum. Hver vill þennan kvöldkjól frá Christian Lacroix? Hugmyndina fékk hann af 17. aldar málverki eftir Zurbarán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.