Heimsmynd - 01.05.1990, Page 68

Heimsmynd - 01.05.1990, Page 68
YND 1990 og bjó fjölskyldan í einu her- bergi í húsnæði fyrir verka- fólk. Tíu ára gamall fór hann að vinna í baðmullarverk- smiðju og fyrir hluta af fyrstu útborguninni sinni keypti hann latneska málfræðibók. Hann var alinn upp í kal- vínskri trú skosku kirkjunnar en gekk síðar í strangari söfnuði kristinna manna eins og faðir hans. Hann var rúmlega tvítugur þegar hann ákvað að leggja læknatrúboð fyrir sig og und- irbjó sig með því að leggja stund á grísku, guðfræði og læknisfræði í frístundum frá baðmullarverksmiðjunni. Ópíumstríðið í Kína batt enda á vonir hans um að komast þangað og Afríka varð fyrir valinu. Hann lagði af stað til Suður-Afríku 27 ára gamall og kom til Cape Town í mars 1841. Næstu fimmtán árin kann- aði Livingstone myrkustu innviði Afríku, þar sem eng- inn hvítur maður hafði áður stigið fæti. Oft lenti hann í útistöðum við Búana og Portúgalana en hann fyrirleit meðferð þeirra á innfæddum. Hann naut mikillar virðingar sem sannkristinn maður, hugrakkur landkönnuður og hatrammur andstæðingur þrælahalds. I trúboði sínu fór Livings- tone á slóðir þar sem enginn Evrópumaður hafði áður komið. Hann lærði mál inn- fæddra og setti sig inn í siði þeirra og háttu. Hann varð fyrir því 1844 að Ijón réðst á hann og náði sér aldrei í vinstri handlegg sem hamlaði honum við notkun riffilsins. Hann kvæntist ári síðar Mary Moffat og fylgdi hún honum á ferðalögum hans. Vegna heilsu hennar og almenns ör- yggis barnanna fjögurra sendi hann fjölskyldu sína aftur til Skotlands 1852. Hann hafði þegar hlotið viðurkenningar frá konunglega breska land- fræðingafélaginu og var það honum mikil hvatning. Markmið Livingstones var að boða innfæddum kristna trú og sem barn síns tíma taldi hann einnig æskilegt að þeir kynntust vestrænni menningu og viðskiptahátt- um. Markmið hans var að fara inn í hjarta landsins og finna samgönguleið út að Atlantshafinu. Hann náði til Luanda á vesturströndinni í maí 1854 og sneri aftur til baka þegar heilsan leyfði. Þegar hann kom til Zam- bezifljótsins á vatnasvæðið mikla skýrði hann Viktoríu- fossana eftir drottningu sinni. Hann hélt til Bretlands sem þjóðhetja 1856. Eftir heimkomuna gaf hann út metsölubók og hlaut margs konar viðurkenningar. Efnahagurinn batnaði og hann gat nú séð fjölskyldu sinni sæmilega farboða en þau höfðu búið við fátækt eftir heimkomuna. Hann flutti fyrirlestra vítt og breitt um Bretlandseyjar og hvatti unga menntamenn að halda áfram því starfi sem hann hafði hafið. Næsta ferð Davíðs Livings- tone til Afríku var farin árið 1858 og var hann í álfunni fram til ársins 1864. Hann fór um austurhlutann og miðja álfuna og hélt áfram að berj- ast gegn þrælasölu. Þcssi dvöl var mun betur skipulögð en sú fyrri og föruneytið fjöl- mennara. En leiðtogahæfi- leikar Livingstones voru ekki eins miklir og hugrekki hans því sundrung kom upp í hópnum og nokkrir þurftu að snúa aftur. Þá jók það á erf- iðleikana að eiginkona hans lést 1862 og syninum Róbert, sem hugðist leggja upp í leið- angra með föður sínum, snerist hugur. fór til Banda- ríkjanna, barðist þar í þræla- stríðinu fyir málstað norður- ríkjanna og lét lífið 1864. Þriðji leiðangur Livings- tones hófst 1866 og lá leiðin nú um austurströnd Afríku. Það vakti meðal annars fyrir honum að leita upptaka Nfl- ar. Hann var illa farinn á heilsu og sumir leiðangurs- mannanna yfirgáfu hann. Til að forðast óvinsældir lugu þeir því við heimkomuna að Livingstone hefði verið drep- inn. Livingstone hélt ótrauður áfram ferðum sínum en hann þurfti að snúa aftur inn í landið til að sneiða hjá yfir- ráðasvæðum Portúgala. Hann uppgötvaði stöðuvötn- in Mewru og Bangweulu og hélt í áttina til Kongófljótsins en svo langt vestur hafði eng- John Fitzgerald Kennedy, 35. forseti Bandaríkjanna (1960 - 1963) fædd- ist í Brooklinehverfi í Boston 29. maí, 1917. Flestum er í fersku minni sá atburður þegar hann var skotinn til bana í bfl sínum í Dallas í nóvember 1963. Kennedy lenti í alvarlegum málum á for- setaferli sínum eins og Kúbudeilunni þegar heimsbyggðinni stóð á öndinni af ótta við meiriháttar átök stórveldanna. John var næstelstur níu barna Jósefs Patriks Kennedy og Rose sem var dóttir Fitzgeralds, borgarstjóra í Boston. Mikið hefur verið skrifað um uppeldi hinna frægu Kennedysystkina en til þeirra voru gerðar miklar kröfur í menntun og á íþróttasviðinu. Þau voru alin upp í að verða framúrskarandi í strangtrúuðu kaþólsku umhverfi. John gekk í Harvardháskólann og lauk þaðan B.S. prófi 1940 en lokaritgerð hans fjallaði um skort á hernaðarundirbúningi Breta (Why England Slept). Faðir hans var um þetta leyti sendiherra Breta og hafði John gegnt ritarastöðu fyrir hann. Hann gekk í sjóherinn 1941 og var sendur til Suður-Kyrrahafsins tveimur árum síðar. Elsti bróðir hans Joe var drepinn í stríðinu og fluttust þá frama- vonir föðurins yfir á John sem á þeim tíma hafði áhuga á að leggja blaða- mennsku fyrir sig. Þegar John F. Kenn- edy varð öldungadeildarþingmaður árið 1952 sagði hann: „Ég lagði stjórnmál fyr- ir mig af því að Joe dó og ef ég félli frá Glæsimennið John Fitzgerald Kennedy. kœmi það í hlut Bobby bróður míns að berjast fyrir sœti mínu í öldungadeildinni en kœmi eitthvað fyrir hann tœki Teddy við baráttunni. “ John F. Kennedy komst í lífsháska í stríðinu þegar japanskur tundurspillir sökkti tundurskeytabátnum sem hann var á með þeim afleiðingum að hann særðist illa en náði að bjarga áhöfninni og fékk heiðursorður fyrir. Eymsli í baki höfðu þjáð hann frá unga aldri og þurfti hann þrisvar að fara í erfiða uppskurði án mikils árangurs. Þá þjáðist hann af Addisonsveiki en því var haldið leyndu meðan hann lifði. Tuttugu og níu ára gamall náði hann kosningu fyrir demókrata á Bandankja- þing og sat sem þingmaður í þrjú kjör- tímabil. Hann var frjálslyndur demókrati sem barðist fyrir bættum aðstæðum verkalýðsins, lægra vöruverði, lægri leigu og auknum félagslegum trygging- um. I utanríkismálum var hann hins veg- ar fulltrúi kalda stríðsins í anda Trumans 68 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.