Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 70

Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 70
staklega fjölhæf leikkona en þekktust er hún fyrir túlkun sína á heilagri Jóhönnu af Örk í leikriti Bernards Shaw og sem Pegeen Mike í leikriti John Millington Synges, The Playhoy of the Western World. Hún hóf feril sinn í áhuga- leikhúsi þar sem verkin voru flutt á gelísku, máli kelta á írlandi. Hún lék Jóhönnu af Örk í eigin þýðingu 1951 en á ensku í London og New York nokkrum árum síðar. Hún varð heimsfræg fyrir hlutverk sitt sem Pegeen Mike á Edinborgarhátíðinni 1951 en síðar lék hún það hlutverk í Hollywoodkvik- mynd 1962. Stjörnufréttaritarinn. Nellie Bly var höfund- arnafn Elísabetar Cochrane, fréttarit- ara og stjörnublaðakonu sem ferðaðist um allan heim fyrir bandaríska blaðið World. Hún fæddist 5. maí, 1867 í Pennsylvaníu og fékk starf sem greinahöfundur hjá Pitts- burgh Dispatch átján ára gömul. Það var ritstjóri blaðsins sem ákvað höfund- arnafn hennar en hugmynd- ina fékk hann úr lagi eftir Stephen Foster. Hún skrifaði um hjónaskilnaði, líf í fá- tækrahverfum og daglegt líf þar til hún var ráðin á World í New York tveimur árum síðar. Hún lagði margt í söl- NÝJUNGAR Komið er á markaðinn frá Lancome næringarkrem sem framleiðendur segja að eigi að gera húðina brúna. Kremið á að vera bæði nærandi og vernd- andi en inniheldur að auki efni sem eiga að örva starfsemi litarefnanna í húðinni. Árangurinn á að vera jafn og eðli- legur litur enda á það að vera náttúrleg efnastarfsemi húð- arinnar sem er örvuð. umar fyrir starf sitt, þóttist eitt sinn vera geðveik til að komast inn á geðsjúkrahús þar sem aðbúnaðar var í lamasessi og urðu skrif henn- ar til þess að aðstæður breyttust. Nellie Bly fór í ferð um- hverfis jörðina fyrir World en takmarkið var að sigra sögu- hetju Jules Vernes, Fíleas Fogg, sem fór umhverfis jörðina á áttatíu dögum. Les- endur blaðsins fylgdust náið með ferðum Nellie en hún kom til San Francisco á vest- urströnd Bandaríkjanna eftir 72 daga, 6 klukkustundir, 11 mínútur og 14 sekúndur og var fagnað eins og þjóðhetju. Hún giftist milljónamær- ingi að nafni Robert Seaman 28 ára gömul en eftir lát hans þurfti hún að snúa sér aftur að blaðamennsku vegna fjár- hagsörðugleika. Hún lést í New York árið 1922. Malcolm X, öðru nafni Litli Malcolm, fæddist 19. maí 1925 í Omaha, Nebr- aska. Hann varð einn helsti leiðtogi blökkumanna í bar- áttunni fyrir mannréttindum og átrúnaðargoð eftir dauða sinn en hann var myrtur á samkomu 1965. Skömmu áð- ur hafði eldur verið borinn að heimili hans í New York þar sem hann bjó með konu sinni og fjórum ungum dætr- um, sú yngsta var fimm mán- aða gömul. Þrír menn voru fundnir sekir um morð hans og voru þeir allir fylgisveinar Elijah Muhammed, múha- meðstrúarmanns sem hafði verið lærifaðir Malcolms en þeir áttu síðar í deilum. Ári eftir morðið kom sjálfsævi- saga Malcolms X út og sagði hann þar að hann myndi falla fyrir hendi morðingja. Hatur eða vörn? Malcolm X ólst upp í Michiganfylki og fékk sjálfur að finna fyrir kynþáttafor- dómum á unga aldri þegar Ku klux klan menn brenndu æskuheimili hans til grunna. Á unglingsaldri fluttist hann til systur sinnar í Boston og þar lenti hann í fangelsi sak- aður um þjófnað, en á þeim tíma hafði hann ánetjast eit- urlyfjum sem hann síðar gaf alfarið upp á bátinn. í fang- elsinu kynntist hann múslim- um og tók trú þeirra. í kjöl- far þess gerðist hann fylgi- sveinn Elijah Muhammed sem var í forsvari fyrir trúar- hóp þeirra. Malcolm tók þátt í því að breiða út boðskapinn og umdæmi hans varð New York. Hann þótti afburða snjall ræðumaður og þótt menn greindi á um leiðir hans í baráttunni gegn yfir- ráðum hvíta kynstofnsins. Hann var æði harðorður í gagnrýni sinni á meðferð hvítra á blökkumönnum. Þegar John F. Kennedy var myrtur 1963 sagði Malcolm X að hænurnar væru komnar heim í hænsnakofann. Eftir þessi ummæli fannst Elijah Muhammed ekki við hæfi að Malcolm tilheyrði hrcyfingu hans lengur og rak hann. Ári síðar stofnaði Malcolm sína eigin trúarhreyfingu og lýsti því yfir að hann hefði látið af mestu fordómum sínum í garð hvítra þar sem bræðra- lag allra manna væri mark- miðið. Malcolm sagði að með lífi sínu hefði hann haldið uppi spegli þar sem glæpir hvíta mannsins gegn þeim svarta hefðu verið endurspeglaðir. Hann var gagnrýndur fyrir að vekja hatur í baráttu sinni en svaraði því til að hvítu menn- irnir hefðu kennt þeim svörtu að hata sjálfa sig. Hann var ekki samstíga friðarsinnanum Martin Luther King í barátt- unni fyrir bættum hag svartra. Malcolm vildi að svartir stofnuðu sína eigin nýlendu og héldu fast í afr- ískan uppruna sinn. Þá sagði hann fylgismönnum sínum að nota aðferðir þeirra sem þeir berðust gegn og ef þeir þyrftu að grípa til vopna í þeim tilgangi skyldu þeir gera það. Tuttugu og fimm árum eft- ir dauða Malcolms greinir menn enn á um ágæti hans. Fyrir sumum er hann tákn reiði og haturs blökkumanna en aðrir horfa hann á sem leiðtoga í vörn og segja að hans framlag hafi ekki síður haft áhrif en framlag Martins Luthers King. Elsta dóttir Malcolms, Att- lah, er nú rúmlega þrítug leikkona í Los Angeles. Fyrir ári tók hún höndum saman við dóttur Martins Luthers King, Yolöndu King, og saman hafa þær flutt fyrir- lestra um baráttu feðra sinna.D 70 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.